Tvö NFL-lið spila alltaf á Þakkargjörðar-deginum og nú í fyrsta sinn í beinni hér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 15:00 Stuðningsmaður Dallas Cowboys með hatt við hæfi. Getty/Wesley Hitt Þakkargjörðarhátíðin er haldin hátíðleg á morgun í Bandaríkjunum og ríkur þáttur í henni er að skella sér í sófann og horfa á einn NFL leik eða fleiri. Tvö lið í NFL-deildinni fá aldrei frí á þessum mikla hátíðisdegi í Bandaríkjunum. Eins og NBA-deildin í körfubolta á Jóladaginn skuldlausan þá á NFL-deildin Þakkargjörðardaginn. Rík hefð er fyrir því að Bandaríkjamenn éti yfir sig af kalkún og með því á Þakkargjörðardeginum og horfi á amerískan fótbolta í sjónvarpinu. Þetta þýðir að margir leikmenn í NFL-deildinni fá ekki frí til að eyða Þakkargjarðarhátíðinni með sinni fjölskyldu. Það er sérstaklega slæmt fyrir þá sem eyða öllum ferli sínum með liðum Detroit Lions eða Dallas Cowboys. Detroit Lions hefur spilað heimaleik á öllum Þakkargjörðarhátíðum síðan 1934 og Dallas Cowboys hefur átt heimaleik á þessum degi síðan 1966 með tveimur undantekningum (1975 og 1977). Deshaun vs. Stafford on Thanksgiving! #WeAreTexans | #OnePride : #HOUvsDET -- Thursday 12:30pm ET on CBS : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/SUMPSGIQOd— NFL (@NFL) November 25, 2020 Þetta voru vanalega einu tveir leikirnir á þessum degi en frá árinu 2006 þá hefur einnig farið fram kvöldleikur á þessum fimmtudegi. Hér áður fyrr fóru aðeins fram NFL-leikir á sunnudögum fyrir utan þessa leiki á Þakkargjörðardeginum en síðan hafa bæst við leikir á fimmtudagskvöldum og mánudagskvöldum. Lykilatriðið á bak við það að lið Detroit Lions spilar alltaf á þessum degi var að eiganda félagsins á fjórða áratug síðustu aldar, George A. Richards, tókst þá að selja réttinn af leiknum til NBC en hann átti þá útvarpsstöð sem var hluti af NBC samsteypunni. Dallas Cowboys fór að spila heimaleiki á þessum degi aðeins sex árum eftir stofnun félagsins. Eigandi félagsins sá þá mikið tækifæri í því að koma leik í sjónvarpið þegar ekkert annað var í gangi. Þetta hjálpaði líka við að koma Dallas Cowboys á kortið en í dag er það eitt allra vinsælasta íþróttafélag Bandaríkjanna. Here's why the Cowboys always play on Thanksgiving, explained https://t.co/0Me21rKD2n pic.twitter.com/ejl5Dp3RTE— Sporting News NFL (@sn_nfl) November 25, 2020 Frá árinu 1978 hafa alltaf farið fram leikir í Detroit og Dallas á Þakkargjörðardeginum og svo er einnig í ár. Nú verða þessir leikir sýndir í fyrsta sinn í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi. Leikirnir í ár eru annars vegar leikur Detroit Lions og Houston Texans en útsendingin frá honum hefst klukkan 17.25 á Stöð 2 Sport 4 á morgun og svo hins vegar leikur Dallas Cowboys og Washington Football Team en útsendingin frá honum hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4. Þriðji og síðasta leikurinn í beinni á Stöð 2 Sportstöðvunum er síðan leikur Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens sem hefst klukkan 1.15 eftir miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Sjá meira
Þakkargjörðarhátíðin er haldin hátíðleg á morgun í Bandaríkjunum og ríkur þáttur í henni er að skella sér í sófann og horfa á einn NFL leik eða fleiri. Tvö lið í NFL-deildinni fá aldrei frí á þessum mikla hátíðisdegi í Bandaríkjunum. Eins og NBA-deildin í körfubolta á Jóladaginn skuldlausan þá á NFL-deildin Þakkargjörðardaginn. Rík hefð er fyrir því að Bandaríkjamenn éti yfir sig af kalkún og með því á Þakkargjörðardeginum og horfi á amerískan fótbolta í sjónvarpinu. Þetta þýðir að margir leikmenn í NFL-deildinni fá ekki frí til að eyða Þakkargjarðarhátíðinni með sinni fjölskyldu. Það er sérstaklega slæmt fyrir þá sem eyða öllum ferli sínum með liðum Detroit Lions eða Dallas Cowboys. Detroit Lions hefur spilað heimaleik á öllum Þakkargjörðarhátíðum síðan 1934 og Dallas Cowboys hefur átt heimaleik á þessum degi síðan 1966 með tveimur undantekningum (1975 og 1977). Deshaun vs. Stafford on Thanksgiving! #WeAreTexans | #OnePride : #HOUvsDET -- Thursday 12:30pm ET on CBS : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/SUMPSGIQOd— NFL (@NFL) November 25, 2020 Þetta voru vanalega einu tveir leikirnir á þessum degi en frá árinu 2006 þá hefur einnig farið fram kvöldleikur á þessum fimmtudegi. Hér áður fyrr fóru aðeins fram NFL-leikir á sunnudögum fyrir utan þessa leiki á Þakkargjörðardeginum en síðan hafa bæst við leikir á fimmtudagskvöldum og mánudagskvöldum. Lykilatriðið á bak við það að lið Detroit Lions spilar alltaf á þessum degi var að eiganda félagsins á fjórða áratug síðustu aldar, George A. Richards, tókst þá að selja réttinn af leiknum til NBC en hann átti þá útvarpsstöð sem var hluti af NBC samsteypunni. Dallas Cowboys fór að spila heimaleiki á þessum degi aðeins sex árum eftir stofnun félagsins. Eigandi félagsins sá þá mikið tækifæri í því að koma leik í sjónvarpið þegar ekkert annað var í gangi. Þetta hjálpaði líka við að koma Dallas Cowboys á kortið en í dag er það eitt allra vinsælasta íþróttafélag Bandaríkjanna. Here's why the Cowboys always play on Thanksgiving, explained https://t.co/0Me21rKD2n pic.twitter.com/ejl5Dp3RTE— Sporting News NFL (@sn_nfl) November 25, 2020 Frá árinu 1978 hafa alltaf farið fram leikir í Detroit og Dallas á Þakkargjörðardeginum og svo er einnig í ár. Nú verða þessir leikir sýndir í fyrsta sinn í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi. Leikirnir í ár eru annars vegar leikur Detroit Lions og Houston Texans en útsendingin frá honum hefst klukkan 17.25 á Stöð 2 Sport 4 á morgun og svo hins vegar leikur Dallas Cowboys og Washington Football Team en útsendingin frá honum hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4. Þriðji og síðasta leikurinn í beinni á Stöð 2 Sportstöðvunum er síðan leikur Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens sem hefst klukkan 1.15 eftir miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn