Klopp tapaði í fyrsta sinn með meira en einu marki Anfield | Fyrsta sinn sem Liverpool á ekki skot á markið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2020 06:31 Klopp sendi þessa fjóra inn til að bjarga málunum í þann mund er Atalanta komst 1-0 yfir. Það gekk ekki eftir að þessu sinni. Laurence Griffiths/Getty Images Liverpool tapaði 0-2 gegn Atalanta á Anfield í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Segja má að Englandsmeistararnir hafi átt erfitt uppdráttar. Englandsmeistarar Liverpool töpuðu 2-0 fyrir ítalska félaginu Atalanta í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Eftir að hafa unnið leikinn ytra 5-0 þá átti Liverpool vægast sagt erfitt uppdráttar á Anfield í leik liðanna í gær. Nokkrar breytingar voru gerðar á liði Liverpool og urðu þeir fyrsta félagið til að stilla upp þremur breskum táningum í byrjunarliði síðan Arsenal gerði það gegn Olympiakos árið 2009. 3 - In Curtis Jones, Rhys Williams and Neco Williams, Liverpool are the first side to name three British teenagers in their starting XI for a Champions League match since Arsenal against Olympiakos in December 2009 (A. Ramsey, J. Wilshere, Tom Cruise and K. Bartley). Kids. pic.twitter.com/B7hbEco6CL— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Þeir Curtis Jones, Rhys Williams og Neco Williams fengu allir tækifæri í byrjunarliði Englandsmeistaranna í gærkvöldi. Þá fékk grikkinn Kostas Tsimikas tækifæri í vinstri bakverðinum. Varnarleikur Liverpool hefur verið betri en liðið tapaði með meira en eins marks mun í fyrsta sinn undir stjórn Jürgen Klopp. Alls eru 137 leikir síðan Liverpool tapaði 3-0 á Anfield gegn West Ham United. Var sá leikur í ágúst árið 2015. 2 - Liverpool lost a competitive home match by a margin of more than one goal for the first time in 137 matches at Anfield under Jürgen Klopp, with this their heaviest such defeat since August 2015 in the Premier League against West Ham under Brendan Rodgers (0-3). Anomaly. pic.twitter.com/78YKokJE9A— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Þá var Brendan Rodgers enn stjóri Liverpool. Hann stýrir í dag Leicester City eftir að hafa fært sig um set til Skotlands og stýrt Celtic til sigurs í skosku úrvalsdeildini Eftir að Atalanta komst yfir í gær var ljóst að Liverpool myndi aldrei jafna metin, allavega ef horft er á tölfræði leiksins. Til að skora mark þarf að koma knettinum á markið og það gerði Liverpool ekki. Er þetta í fyrsta sinn síðan tölfræðisíðan Opta hóf mælingar (tímabilið 2003/2004) að Liverpool á ekki skot á mark andstæðinganna í Meistaradeild Evrópu. 0 - For the first time since Opta have shot data available in the Champions League (since 2003-04), Liverpool failed to record a single shot on target in a home game in the competition. Neutralised. pic.twitter.com/NEdXaF519J— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Liverpool trónir enn á toppi riðilsins í Meistaradeildinni með níu stig. Atalanta og Ajax koma þar á eftir með sjö stig þegar tveir leikir eru eftir. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Atalanta vann á Anfield | Mikael lék tuttugu mínútur í tapi gegn Ajax Englandsmeistarar Liverpool töpuðu á heimavelli gegn Atalanta í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá vann Ajax 3-1 sigur á Midtjylland þar sem Mikael Neville Anderson spilaði rúmar tuttugu mínútur. 25. nóvember 2020 21:55 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Englandsmeistarar Liverpool töpuðu 2-0 fyrir ítalska félaginu Atalanta í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Eftir að hafa unnið leikinn ytra 5-0 þá átti Liverpool vægast sagt erfitt uppdráttar á Anfield í leik liðanna í gær. Nokkrar breytingar voru gerðar á liði Liverpool og urðu þeir fyrsta félagið til að stilla upp þremur breskum táningum í byrjunarliði síðan Arsenal gerði það gegn Olympiakos árið 2009. 3 - In Curtis Jones, Rhys Williams and Neco Williams, Liverpool are the first side to name three British teenagers in their starting XI for a Champions League match since Arsenal against Olympiakos in December 2009 (A. Ramsey, J. Wilshere, Tom Cruise and K. Bartley). Kids. pic.twitter.com/B7hbEco6CL— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Þeir Curtis Jones, Rhys Williams og Neco Williams fengu allir tækifæri í byrjunarliði Englandsmeistaranna í gærkvöldi. Þá fékk grikkinn Kostas Tsimikas tækifæri í vinstri bakverðinum. Varnarleikur Liverpool hefur verið betri en liðið tapaði með meira en eins marks mun í fyrsta sinn undir stjórn Jürgen Klopp. Alls eru 137 leikir síðan Liverpool tapaði 3-0 á Anfield gegn West Ham United. Var sá leikur í ágúst árið 2015. 2 - Liverpool lost a competitive home match by a margin of more than one goal for the first time in 137 matches at Anfield under Jürgen Klopp, with this their heaviest such defeat since August 2015 in the Premier League against West Ham under Brendan Rodgers (0-3). Anomaly. pic.twitter.com/78YKokJE9A— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Þá var Brendan Rodgers enn stjóri Liverpool. Hann stýrir í dag Leicester City eftir að hafa fært sig um set til Skotlands og stýrt Celtic til sigurs í skosku úrvalsdeildini Eftir að Atalanta komst yfir í gær var ljóst að Liverpool myndi aldrei jafna metin, allavega ef horft er á tölfræði leiksins. Til að skora mark þarf að koma knettinum á markið og það gerði Liverpool ekki. Er þetta í fyrsta sinn síðan tölfræðisíðan Opta hóf mælingar (tímabilið 2003/2004) að Liverpool á ekki skot á mark andstæðinganna í Meistaradeild Evrópu. 0 - For the first time since Opta have shot data available in the Champions League (since 2003-04), Liverpool failed to record a single shot on target in a home game in the competition. Neutralised. pic.twitter.com/NEdXaF519J— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Liverpool trónir enn á toppi riðilsins í Meistaradeildinni með níu stig. Atalanta og Ajax koma þar á eftir með sjö stig þegar tveir leikir eru eftir.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Atalanta vann á Anfield | Mikael lék tuttugu mínútur í tapi gegn Ajax Englandsmeistarar Liverpool töpuðu á heimavelli gegn Atalanta í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá vann Ajax 3-1 sigur á Midtjylland þar sem Mikael Neville Anderson spilaði rúmar tuttugu mínútur. 25. nóvember 2020 21:55 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Atalanta vann á Anfield | Mikael lék tuttugu mínútur í tapi gegn Ajax Englandsmeistarar Liverpool töpuðu á heimavelli gegn Atalanta í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá vann Ajax 3-1 sigur á Midtjylland þar sem Mikael Neville Anderson spilaði rúmar tuttugu mínútur. 25. nóvember 2020 21:55