Næsta skref til jafnréttis – tækifærið er núna Drífa Snædal skrifar 27. nóvember 2020 14:30 Við erum í dauðafæri að taka næsta skref í jafnréttismálum með samþykkt nýrra laga um fæðingarorlof. Ísland braut blað árið 2000 í framsýni þegar ákveðnir mánuðir voru eyrnamerktir hvoru foreldri um sig. Það var umdeilt hér innanlands og talað um forræðishyggju, en þegar upp var staðið voru þetta lög sem við vorum stolt af og kynntum sem jafnréttismál um heim allan. Þau voru okkar framlag til jafnréttis á alþjóðavettvangi, höfðu jákvæð áhrif á stöðu kynjanna inni á heimilum og á vinnumarkaði og ekki síst á vellíðan og tengslamyndun barna við báða foreldra. Önnur lönd lærðu af okkar framsýni og mörg fetuðu sömu slóð. Núgildandi lög skilyrða þriðjung til hvors foreldris, með frumvarpinu er 41% skilyrt – hófsamari skref í átt til jafnréttis er varla hægt að stíga og er það gert samhliða lengingu heildarorlofs. Í þeim heimi kynjamisréttis sem við búum í enn í dag er það nefnilega svo að í langflestum gagnkynhneigðum samböndum tekur konan það orlof sem er til skiptanna. Þetta á sér rætur í bæði í menningarbundnum þáttum og í kynbundnum launamun og á sér í lagi við um konur sem eru með lægri laun eða í námi. Jafnréttishugmyndin fer fyrir lítið og karlar verða af þessum dýrmætu mánuðum í fæðingarorlofi. Markmið laganna er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Byggjum á reynslu og rannsóknum og verum framsýn. Þetta er þó ekki síðasta skrefið í að byggja upp gott fæðingarorlofskerfi. Skerðingar eru enn of miklar, sérstaklega gagnvart láglaunafólki og lægstu greiðslur alltof lágar. En frumvarpið eins og það liggur nú fyrir er sannarlega skref í rétta átt. Nýtum tækifærið sem við höfum núna! Að lokum vil ég minna á samstöðu með starfsfólki Amazon í gegnum þátttöku í alþjóðlegri herferð undir slagorðinu „látum Amazon borga“, en eitt stærsta fyrirtæki veraldar sem malar gull um þessar mundir býður uppá óboðlegar vinnuaðstæður, neitar starfsfólki um þátttöku í stéttarfélögum og kemur sér hjá því að greiða skatta. Sýnum samstöðu og verslum ekki við Amazon í dag. Nánari upplýsingar um átakið má finna á heimasíðu ASÍ. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Jafnréttismál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Við erum í dauðafæri að taka næsta skref í jafnréttismálum með samþykkt nýrra laga um fæðingarorlof. Ísland braut blað árið 2000 í framsýni þegar ákveðnir mánuðir voru eyrnamerktir hvoru foreldri um sig. Það var umdeilt hér innanlands og talað um forræðishyggju, en þegar upp var staðið voru þetta lög sem við vorum stolt af og kynntum sem jafnréttismál um heim allan. Þau voru okkar framlag til jafnréttis á alþjóðavettvangi, höfðu jákvæð áhrif á stöðu kynjanna inni á heimilum og á vinnumarkaði og ekki síst á vellíðan og tengslamyndun barna við báða foreldra. Önnur lönd lærðu af okkar framsýni og mörg fetuðu sömu slóð. Núgildandi lög skilyrða þriðjung til hvors foreldris, með frumvarpinu er 41% skilyrt – hófsamari skref í átt til jafnréttis er varla hægt að stíga og er það gert samhliða lengingu heildarorlofs. Í þeim heimi kynjamisréttis sem við búum í enn í dag er það nefnilega svo að í langflestum gagnkynhneigðum samböndum tekur konan það orlof sem er til skiptanna. Þetta á sér rætur í bæði í menningarbundnum þáttum og í kynbundnum launamun og á sér í lagi við um konur sem eru með lægri laun eða í námi. Jafnréttishugmyndin fer fyrir lítið og karlar verða af þessum dýrmætu mánuðum í fæðingarorlofi. Markmið laganna er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Byggjum á reynslu og rannsóknum og verum framsýn. Þetta er þó ekki síðasta skrefið í að byggja upp gott fæðingarorlofskerfi. Skerðingar eru enn of miklar, sérstaklega gagnvart láglaunafólki og lægstu greiðslur alltof lágar. En frumvarpið eins og það liggur nú fyrir er sannarlega skref í rétta átt. Nýtum tækifærið sem við höfum núna! Að lokum vil ég minna á samstöðu með starfsfólki Amazon í gegnum þátttöku í alþjóðlegri herferð undir slagorðinu „látum Amazon borga“, en eitt stærsta fyrirtæki veraldar sem malar gull um þessar mundir býður uppá óboðlegar vinnuaðstæður, neitar starfsfólki um þátttöku í stéttarfélögum og kemur sér hjá því að greiða skatta. Sýnum samstöðu og verslum ekki við Amazon í dag. Nánari upplýsingar um átakið má finna á heimasíðu ASÍ. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar