Cher kemur einmana fíl til bjargar Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2020 08:28 Kaavan hefur verið einn um árabil og er sagður þurfa ýmiskonar hjálp. AP/Anjum Naveed Söngkonan Cher er nú stödd í Pakistan þar sem hún tekur þátt í björgun fílsins Kaavan, sem hefur verið kallaður sá fíll heimsins sem er mest einmana. Kaavan hefur varið 35 árum í dýragarði í Pakistan en maki hans dó árið 2012 og síðan þá hefur hann verið einn. Á undanförnum árum hefur Kaavan glýmt við offitu og hegðunarvanda. Hann er sagður hrista höfuð sitt fram og til baka svo klukkustundum skipti. Kaavan hefur verið í Marghazar dýragarðinum í Islamabad frá 1985. Yfirvöld í Srí Lanka gáfu fílinn þegar hann var árs gamall. Annar fíll sem hét Saheli var með honum í dýragarðinum frá 1990 til 2012 en þá dó hún vegna sýkingar. Marghazar var lokað vegna dómsúrskurðar fyrr á árinu og læknisskoðun í september leiddi í ljós ýmsa kvilla hjá Kaavan sem rekja má til slæms aðbúnaðar. Nú verður Kaavan þó fluttur til dýraathvarfs í Kambódíóu þar sem hann mun geta umgengist aðra fíla. Sky News segir að dýraverndunarsinnar hafi reynt að koma Kaavan til bjargar frá árinu 2016 en með litlum árangri. Það hafi þó breyst eftir að Cher byrjaði að taka þátt í baráttunni. Hún sagði frá því á Twitter í gær að hún hefði hitt Imran Kahn, forsætisráðherra Pakistan, og þakkað honum fyrir að gera þeim kleift að flytja Kaavan til Kambódíu. Kaavan's journey to freedom from captivity in Islamabad to Cambodia will be a 2021 @SmithsonianChan documentary Help us build Kaavan's forever home https://t.co/dzdl4Ew4gn @ftwglobal #KaavansJourney pic.twitter.com/iTxdzfndNB— Cher (@cher) November 27, 2020 Barátta þessi hefur verið leidd af samtökunum Four Paws International. Hér má sjá myndband frá samtökunum sem birt var fyrir viku síðan, eftir að Kaavan fór í læknisskoðun vegna flutninganna. Pakistan Kambódía Dýr Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Á undanförnum árum hefur Kaavan glýmt við offitu og hegðunarvanda. Hann er sagður hrista höfuð sitt fram og til baka svo klukkustundum skipti. Kaavan hefur verið í Marghazar dýragarðinum í Islamabad frá 1985. Yfirvöld í Srí Lanka gáfu fílinn þegar hann var árs gamall. Annar fíll sem hét Saheli var með honum í dýragarðinum frá 1990 til 2012 en þá dó hún vegna sýkingar. Marghazar var lokað vegna dómsúrskurðar fyrr á árinu og læknisskoðun í september leiddi í ljós ýmsa kvilla hjá Kaavan sem rekja má til slæms aðbúnaðar. Nú verður Kaavan þó fluttur til dýraathvarfs í Kambódíóu þar sem hann mun geta umgengist aðra fíla. Sky News segir að dýraverndunarsinnar hafi reynt að koma Kaavan til bjargar frá árinu 2016 en með litlum árangri. Það hafi þó breyst eftir að Cher byrjaði að taka þátt í baráttunni. Hún sagði frá því á Twitter í gær að hún hefði hitt Imran Kahn, forsætisráðherra Pakistan, og þakkað honum fyrir að gera þeim kleift að flytja Kaavan til Kambódíu. Kaavan's journey to freedom from captivity in Islamabad to Cambodia will be a 2021 @SmithsonianChan documentary Help us build Kaavan's forever home https://t.co/dzdl4Ew4gn @ftwglobal #KaavansJourney pic.twitter.com/iTxdzfndNB— Cher (@cher) November 27, 2020 Barátta þessi hefur verið leidd af samtökunum Four Paws International. Hér má sjá myndband frá samtökunum sem birt var fyrir viku síðan, eftir að Kaavan fór í læknisskoðun vegna flutninganna.
Pakistan Kambódía Dýr Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira