Kvenfélagskonur nýttu nóttina í að baka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. nóvember 2020 12:19 Kvenfélagskonur úr uppsveitum Árnessýslu, sem komu saman í vottuðu eldhúsi Skálholts í gærkvöldi og bökuðu þar um eitt þúsund kleinur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hópur kvenfélagskvenna stendur nú fyrir áheitabakstri eftir að hafa fengið grænt ljós hjá almannavörnum og heilbrigðiseftirlitinu. Bakað er í deilieldhúsinu Eldstæðið í Kópavogi, sem er fullvottað eldhús. Baksturinn hófst klukkan 18:00 í gær og stendur til klukkan 18.:00 í dag. Í takt við tíðarfarið munu Kvenfélagskonur víða um land taka þátt með fjarbakstri heimavið. Kvenfélagskonur um allt land nýttu nóttina við bakstur í stað þess að sofa en nú stendur yfir áheitabakstur í einn sólarhring þar sem konurnar baka í fjarbakstri heimavið. Kvenfélagskonu í uppsveitum Árnessýslu bökuðu til dæmis þúsund kleinur í gærkvöldi, auk þess að baka rúgbrauð í hver í Laugarási. Áheitabaksturinn hófst klukkan 18:00 í gær og stendur til 18:00 í dag. Með bakstrinum eru kvenfélagskonur að styðja við söfnunina „Gjöf til allra kvenna á Íslandi“ en þar er verið að safna fyrir tækjakosti og hugbúnaði þeim tengdum, þ.e. rafrænar tengingar við sérfræðinga kvennadeildar Landsspítalans og stuðla þannig að bættri heilsuvernd kvenna um land allt. Baksturinn er líka í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands. Bakað er í deilieldhúsinu Eldstæðið í Kópavogi, sem er fullvottað eldhús og á heimilum kvenfélagskvenna um allt land. Elínborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna og hennar konur í uppsveitum Árnessýslu láta ekki sitt eftir liggja í bakstrinum. „Já, það er rétt, ég til dæmis fór í gærkvöldi ásamt nokkrum kvenfélagskonum í eldhúsið í Skálholti, fékk þar inni og við steiktum þar um þúsund kleinur og svo fór ég með tuttugu rúgbrauð í hverapott hér í nágrenninu við mig í Laugarási og seyddi þau þar í nótt, þau þurfa tuttugu og fjóra tíma og ég var að taka upp rúgbrauð og fara með þessar kleinur og er komin til Reykjavíkur með þetta allt saman,“ segir Elínborg. Kvenfélagskonur eru þekktar fyrir margrómaðan bakstur. Hér er Elínborg að störfum við kleinubaksturinn. .Áheitabaksturinn er tengslum við söfnunina „Gjöf til allra kvenna.“Magnús Hlynur Hreiðarsson Elínborg segir að það sé búið að baka mikið af löglegum sörum í vottaða eldhúsinu í Kópavogi, enda sé búið að panta mikið af þeim og þá séu marens botnar mjög vinsælir, svo ekki sé minnst á fjölbreytt úrval af smákökum. „Svo ætlum við að selja þetta í dag, bæði í Jólaþorpinu í Hafnarfirði og í Eldstæðinu í Kópavogi, sem stendur við Nýbýlaveg og svo er líka hægt að panta og fá heimsent á höfuðborgarsvæðinu gegn vægu gjaldi.“ Hægt er að panta kræsingar í gegnum símanúmerið 792-1930 og boðið er upp á heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu. Allar upplýsingar um baksturinn, söfnunina og hvar er hægt að kaupa góðgætið af kvenfélögunum má finna á heimasíðunni gjöf til allra kvenna puntur.is Bláskógabyggð Matur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Kvenfélagskonur um allt land nýttu nóttina við bakstur í stað þess að sofa en nú stendur yfir áheitabakstur í einn sólarhring þar sem konurnar baka í fjarbakstri heimavið. Kvenfélagskonu í uppsveitum Árnessýslu bökuðu til dæmis þúsund kleinur í gærkvöldi, auk þess að baka rúgbrauð í hver í Laugarási. Áheitabaksturinn hófst klukkan 18:00 í gær og stendur til 18:00 í dag. Með bakstrinum eru kvenfélagskonur að styðja við söfnunina „Gjöf til allra kvenna á Íslandi“ en þar er verið að safna fyrir tækjakosti og hugbúnaði þeim tengdum, þ.e. rafrænar tengingar við sérfræðinga kvennadeildar Landsspítalans og stuðla þannig að bættri heilsuvernd kvenna um land allt. Baksturinn er líka í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands. Bakað er í deilieldhúsinu Eldstæðið í Kópavogi, sem er fullvottað eldhús og á heimilum kvenfélagskvenna um allt land. Elínborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna og hennar konur í uppsveitum Árnessýslu láta ekki sitt eftir liggja í bakstrinum. „Já, það er rétt, ég til dæmis fór í gærkvöldi ásamt nokkrum kvenfélagskonum í eldhúsið í Skálholti, fékk þar inni og við steiktum þar um þúsund kleinur og svo fór ég með tuttugu rúgbrauð í hverapott hér í nágrenninu við mig í Laugarási og seyddi þau þar í nótt, þau þurfa tuttugu og fjóra tíma og ég var að taka upp rúgbrauð og fara með þessar kleinur og er komin til Reykjavíkur með þetta allt saman,“ segir Elínborg. Kvenfélagskonur eru þekktar fyrir margrómaðan bakstur. Hér er Elínborg að störfum við kleinubaksturinn. .Áheitabaksturinn er tengslum við söfnunina „Gjöf til allra kvenna.“Magnús Hlynur Hreiðarsson Elínborg segir að það sé búið að baka mikið af löglegum sörum í vottaða eldhúsinu í Kópavogi, enda sé búið að panta mikið af þeim og þá séu marens botnar mjög vinsælir, svo ekki sé minnst á fjölbreytt úrval af smákökum. „Svo ætlum við að selja þetta í dag, bæði í Jólaþorpinu í Hafnarfirði og í Eldstæðinu í Kópavogi, sem stendur við Nýbýlaveg og svo er líka hægt að panta og fá heimsent á höfuðborgarsvæðinu gegn vægu gjaldi.“ Hægt er að panta kræsingar í gegnum símanúmerið 792-1930 og boðið er upp á heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu. Allar upplýsingar um baksturinn, söfnunina og hvar er hægt að kaupa góðgætið af kvenfélögunum má finna á heimasíðunni gjöf til allra kvenna puntur.is
Bláskógabyggð Matur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira