„Eftir höfðinu dansa limirnir“ Jakob Bjarnar skrifar 30. nóvember 2020 10:50 Svandís, Þórólfur og Katrín á fundi þegar ríkisstjórnin boðaði hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni á blaðamannafundi í Hörpu. visir/vilhelm Eins og fram hefur komið er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, einn af sóttvarnarþríeykinu, smitaður af Covid-19. Vitaskuld mikið áfall fyrir sóttvarnaryfirvöld, ekki bara smitið sem slíkt og afleiðingarnar sem það hefur fyrir Víði og fjölskyldu heldur veltir fólk því nú fyrir sér hvort það sé ekki svo að eitt eigi yfir alla að ganga? Hvort samræmi sé í tilskipunum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem hún svo byggir á ráðleggingum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni og svo hvernig höfðingjarnir umgangast eigin reglur: „Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það,“ segir í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Dónaskapur við fólk sem fer að tilmælunum Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur er einn þeirra sem veltir þessu fyrir sér á sínum Facebookvegg. „Það er eitt að Víðir praktíseri ekki það sem hann predikar og annað að Þórólfur beri í bætifláka fyrir hann,“ segir Eiríkur og vitnar í viðtal við Þórólf sem birtist á Vísi nú í morgun. „Það þarf ekki að þrátta um það að Víðir fylgdi ekki þeim tilmælum sem hann hefur ætlast til þess að aðrir fylgi – og því geta fylgt alvarlegar afleiðingar, svo sem einmitt einsog þær að fólk fari að túlka það sem svo að enginn hafi beðið fólk um að sleppa því að hittast. Nú ríður Þórólfur á vaðið – „fólk þarf að gera ýmsa hluti“, segir hann og opnar dyrnar upp á gátt.“ Það er eitt að Víðir praktíseri ekki það sem hann predikar og annað að Þórólfur beri í bætifláka fyrir hann. Það þarf...Posted by Eiríkur Örn Norðdahl on Mánudagur, 30. nóvember 2020 Eiríkur segir að alveg burtséð frá því hvað manni finnst um tilmælin eða reglurnar er það dónaskapur við það fólk sem hefur sannarlega þurft að neita sér um allra handa mikilvæg samsæti og samneyti við sína nánustu þegar höfðingjarnir gera undantekningu fyrir sjálfa sig. „Sú tegund sóttvarna sem þríeykið boðar virkar ekki án samstöðu – þegar sumir fórna miklu og aðrir litlu – það er einfaldlega lykilatriði að eitt gangi yfir alla.“ Reglur en bara fyrir pöbulinn Í athugasemdum við fréttina stingur Sigurður Haraldsson niður penna og telur þær teygjanlegar reglurnar, það er þegar kemur að þeim sjálfum. En hvað með eldri borgara sem hafa verð lokaðir inni í tvígang nær heimsóknarlaust, hver er virðingin gagnvart þeim? „Nú er þetta komið í veldisvöxt hvað ykkur í framvarðasveit varðar og hjá þeim sem stjórna landinu,“ segir Sigurður og hann telur upp nokkur dæmi sem hann segir að stangist á og séu til marks um að þarna sé ekki samræmi: Þórdís Kolbrún Reykfjörð var staðin að því að sýna hópmynd af sér og sínum vinkonum að skemmta sér. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fóru nær allir saman á Hótel Rangá þar sem kom upp hópsmit. Þorgerður Katrín fór út úr bænum í golf. Landakot þar sem hópsmit kom upp! Stjórnvöldum var kunnugt um að húsið stæðist ekki sóttvarnir en gerðu ekkert í málunum. Landamærin voru nær opnuð upp á gátt í sumar þegar veiran var að færast í vöxt allstaðar annarsstaðar í heiminum. Víðir Reynisson bauð fólki utanað landi gistingu og fjölda fólks í heimsókn en um leið er mælst til þess að við héðan af Höfuðborgarsvæðinu förum ekki út á land. Sigurður klykkir út með því að segja, undrandi: Svo eigum við þjóðin að treysta ykkur! Eftir höfðinu dansa limirnir Enn einn sem veltir fyrir sér þessari þröngu stöðu er Þórður Snær Júlíusson en það gerir hann í leiðaraskrifum á Kjarnanum. Pistill hans er undir yfirskriftinni: Hvað gerist ef Víðir hættir að hlýða Víði? Þórður Snær gefur engan afslátt. Segir meðal annars: „Hegðun Víðis er ekki í samræmi við það sem hann hefur verið að boða, sem ein helsta rödd aðgerða sem krefjast mikilla fórna frá fullt af fólki. Fórna sem fela í sér fjarvistir frá ástvinum. Félagslega einangrun, tapað lífsviðurværi og oft á tíðum bæði líkamlega og andlega erfiðleika. Það gera flestir mistök í þessum málum, enda flókin í framkvæmd. Sá sem þetta skrifar er ekki undantekning þar á. Víðir er mannlegur eins og við hin, hefur staðið sig feikilega vel við fordæmalausar aðstæður og honum eru sendar batakveðjur. En það verður að gera ríkari kröfur til þeirra sem sinna valdboðinu að vera fyrirmyndir. Sérstaklega þar sem yfirvöld hafa gengist upp í því að fá fólk til að „Hlýða Víði“. Eftir höfðinu dansa limirnir.“ Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki samskipti við nokkurn mann“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum sínum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Hann vill ekki segja hvað í þeim felst nákvæmlega þar sem ráðherra sé enn með þær til skoðunar en ítrekar að í ljósi bakslags í faraldrinum síðastliðna dagana telji hann ekki mikið tilefni til tilslakana. 30. nóvember 2020 08:37 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Hvort samræmi sé í tilskipunum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem hún svo byggir á ráðleggingum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni og svo hvernig höfðingjarnir umgangast eigin reglur: „Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það,“ segir í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Dónaskapur við fólk sem fer að tilmælunum Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur er einn þeirra sem veltir þessu fyrir sér á sínum Facebookvegg. „Það er eitt að Víðir praktíseri ekki það sem hann predikar og annað að Þórólfur beri í bætifláka fyrir hann,“ segir Eiríkur og vitnar í viðtal við Þórólf sem birtist á Vísi nú í morgun. „Það þarf ekki að þrátta um það að Víðir fylgdi ekki þeim tilmælum sem hann hefur ætlast til þess að aðrir fylgi – og því geta fylgt alvarlegar afleiðingar, svo sem einmitt einsog þær að fólk fari að túlka það sem svo að enginn hafi beðið fólk um að sleppa því að hittast. Nú ríður Þórólfur á vaðið – „fólk þarf að gera ýmsa hluti“, segir hann og opnar dyrnar upp á gátt.“ Það er eitt að Víðir praktíseri ekki það sem hann predikar og annað að Þórólfur beri í bætifláka fyrir hann. Það þarf...Posted by Eiríkur Örn Norðdahl on Mánudagur, 30. nóvember 2020 Eiríkur segir að alveg burtséð frá því hvað manni finnst um tilmælin eða reglurnar er það dónaskapur við það fólk sem hefur sannarlega þurft að neita sér um allra handa mikilvæg samsæti og samneyti við sína nánustu þegar höfðingjarnir gera undantekningu fyrir sjálfa sig. „Sú tegund sóttvarna sem þríeykið boðar virkar ekki án samstöðu – þegar sumir fórna miklu og aðrir litlu – það er einfaldlega lykilatriði að eitt gangi yfir alla.“ Reglur en bara fyrir pöbulinn Í athugasemdum við fréttina stingur Sigurður Haraldsson niður penna og telur þær teygjanlegar reglurnar, það er þegar kemur að þeim sjálfum. En hvað með eldri borgara sem hafa verð lokaðir inni í tvígang nær heimsóknarlaust, hver er virðingin gagnvart þeim? „Nú er þetta komið í veldisvöxt hvað ykkur í framvarðasveit varðar og hjá þeim sem stjórna landinu,“ segir Sigurður og hann telur upp nokkur dæmi sem hann segir að stangist á og séu til marks um að þarna sé ekki samræmi: Þórdís Kolbrún Reykfjörð var staðin að því að sýna hópmynd af sér og sínum vinkonum að skemmta sér. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fóru nær allir saman á Hótel Rangá þar sem kom upp hópsmit. Þorgerður Katrín fór út úr bænum í golf. Landakot þar sem hópsmit kom upp! Stjórnvöldum var kunnugt um að húsið stæðist ekki sóttvarnir en gerðu ekkert í málunum. Landamærin voru nær opnuð upp á gátt í sumar þegar veiran var að færast í vöxt allstaðar annarsstaðar í heiminum. Víðir Reynisson bauð fólki utanað landi gistingu og fjölda fólks í heimsókn en um leið er mælst til þess að við héðan af Höfuðborgarsvæðinu förum ekki út á land. Sigurður klykkir út með því að segja, undrandi: Svo eigum við þjóðin að treysta ykkur! Eftir höfðinu dansa limirnir Enn einn sem veltir fyrir sér þessari þröngu stöðu er Þórður Snær Júlíusson en það gerir hann í leiðaraskrifum á Kjarnanum. Pistill hans er undir yfirskriftinni: Hvað gerist ef Víðir hættir að hlýða Víði? Þórður Snær gefur engan afslátt. Segir meðal annars: „Hegðun Víðis er ekki í samræmi við það sem hann hefur verið að boða, sem ein helsta rödd aðgerða sem krefjast mikilla fórna frá fullt af fólki. Fórna sem fela í sér fjarvistir frá ástvinum. Félagslega einangrun, tapað lífsviðurværi og oft á tíðum bæði líkamlega og andlega erfiðleika. Það gera flestir mistök í þessum málum, enda flókin í framkvæmd. Sá sem þetta skrifar er ekki undantekning þar á. Víðir er mannlegur eins og við hin, hefur staðið sig feikilega vel við fordæmalausar aðstæður og honum eru sendar batakveðjur. En það verður að gera ríkari kröfur til þeirra sem sinna valdboðinu að vera fyrirmyndir. Sérstaklega þar sem yfirvöld hafa gengist upp í því að fá fólk til að „Hlýða Víði“. Eftir höfðinu dansa limirnir.“
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki samskipti við nokkurn mann“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum sínum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Hann vill ekki segja hvað í þeim felst nákvæmlega þar sem ráðherra sé enn með þær til skoðunar en ítrekar að í ljósi bakslags í faraldrinum síðastliðna dagana telji hann ekki mikið tilefni til tilslakana. 30. nóvember 2020 08:37 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki samskipti við nokkurn mann“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum sínum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Hann vill ekki segja hvað í þeim felst nákvæmlega þar sem ráðherra sé enn með þær til skoðunar en ítrekar að í ljósi bakslags í faraldrinum síðastliðna dagana telji hann ekki mikið tilefni til tilslakana. 30. nóvember 2020 08:37