Gerir Ajax usla í fyrstu heimsókn sinni á Anfield í 54 ár? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2020 10:30 Daley Blind og Roberto Firmino með augun á boltanum í fyrri leik Ajax og Liverpool í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. getty/Dean Mouhtaropoulos Liverpool tekur á móti Ajax í D-riðli Meistaradeildar Evrópu klukkan 20:00 í kvöld. Með sigri tryggja Englandsmeistararnir sér sæti í sextán-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hollenskur sigur sprengir riðilinn í loft upp. Eftir fjórar umferðir er Liverpool á toppi D-riðils með níu stig, tveimur stigum á undan Ajax og Atalanta. Midtjylland rekur lestina án stiga. Ajax er á undan Atalanta vegna fleiri marka á útivelli í fyrri leik liðanna sem endaði með 2-2 jafntefli. Á sama tíma og Liverpool og Ajax mætast í kvöld tekur Atalanta á móti Midtjylland. Þótt Liverpool og Ajax séu tvö af stærstu liðum Evrópuboltans er þetta aðeins fjórði leikur liðanna frá upphafi. Þau mættust í sextán liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða tímabilið 1966-67. Ajax vann fyrri leikinn í Amsterdam, 5-1. Johan Cruyff skoraði eitt marka Ajax. Seinni leikurinn á Anfield endaði svo með 2-2 jafntefli. Cruyff skoraði bæði mörk Ajax og Roger Hunt, nýbakaður heimsmeistari með enska landsliðinu, bæði mörk Liverpool. Leikurinn fór fram 14. desember 1966. Leikur Liverpool og Ajax í kvöld verður því fyrsti leikur liðanna á Anfield í 54 ár. Liverpool vann 0-1 sigur á Ajax í fyrri leik liðanna í D-riðli Meistaradeildarinnar 21. október. Sjálfsmark argentínska varnarmannsins Nicolás Tagliafico tryggði Rauða hernum stigin þrjú. Síðast þegar Ajax mætti ensku liði á Englandi voru átta mörk skoruð. Það var í eftirminnilegu 4-4 jafntefli Ajax og Chelsea á Stamford Brigde í fyrra. Ajax komst í 1-4 en missti svo tvo menn af velli og leikinn niður í jafntefli. Ajax hefur alls 29 sinnum mætt enskum liðum í Evrópukeppnum. Hollendingarnir hafa unnið níu leiki, gert átta jafntefli og tapað tólf leikjum. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Brighton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Tvö mörk voru dæmd af Englandsmeisturunum í leiknum og þeir fengu á sig tvær vítaspyrnur. Á meðan vann Ajax 0-5 útisigur á Emmen í hollensku úrvalsdeildinni. Davy Klaassen, Zakaria Labyad, Lassina Traoré, Jurgen Ekkelenkamp og Quincy Promes skoruðu mörk Ajax sem er með 27 stig á toppi hollensku deildarinnar, tveimur stigum á undan Vitesse Arnheim. Ajax hefur gengið flest í haginn á þessu tímabili og aðeins tapað tveimur leikjum; gegn Liverpool og Groningen í hollensku deildinni. Ajax hefur unnið síðustu sex leiki sína í öllum keppnum og skorað samtals 22 mörk í þeim. Leikur Liverpool og Ajax hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Fleiri fréttir Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Sjá meira
Eftir fjórar umferðir er Liverpool á toppi D-riðils með níu stig, tveimur stigum á undan Ajax og Atalanta. Midtjylland rekur lestina án stiga. Ajax er á undan Atalanta vegna fleiri marka á útivelli í fyrri leik liðanna sem endaði með 2-2 jafntefli. Á sama tíma og Liverpool og Ajax mætast í kvöld tekur Atalanta á móti Midtjylland. Þótt Liverpool og Ajax séu tvö af stærstu liðum Evrópuboltans er þetta aðeins fjórði leikur liðanna frá upphafi. Þau mættust í sextán liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða tímabilið 1966-67. Ajax vann fyrri leikinn í Amsterdam, 5-1. Johan Cruyff skoraði eitt marka Ajax. Seinni leikurinn á Anfield endaði svo með 2-2 jafntefli. Cruyff skoraði bæði mörk Ajax og Roger Hunt, nýbakaður heimsmeistari með enska landsliðinu, bæði mörk Liverpool. Leikurinn fór fram 14. desember 1966. Leikur Liverpool og Ajax í kvöld verður því fyrsti leikur liðanna á Anfield í 54 ár. Liverpool vann 0-1 sigur á Ajax í fyrri leik liðanna í D-riðli Meistaradeildarinnar 21. október. Sjálfsmark argentínska varnarmannsins Nicolás Tagliafico tryggði Rauða hernum stigin þrjú. Síðast þegar Ajax mætti ensku liði á Englandi voru átta mörk skoruð. Það var í eftirminnilegu 4-4 jafntefli Ajax og Chelsea á Stamford Brigde í fyrra. Ajax komst í 1-4 en missti svo tvo menn af velli og leikinn niður í jafntefli. Ajax hefur alls 29 sinnum mætt enskum liðum í Evrópukeppnum. Hollendingarnir hafa unnið níu leiki, gert átta jafntefli og tapað tólf leikjum. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Brighton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Tvö mörk voru dæmd af Englandsmeisturunum í leiknum og þeir fengu á sig tvær vítaspyrnur. Á meðan vann Ajax 0-5 útisigur á Emmen í hollensku úrvalsdeildinni. Davy Klaassen, Zakaria Labyad, Lassina Traoré, Jurgen Ekkelenkamp og Quincy Promes skoruðu mörk Ajax sem er með 27 stig á toppi hollensku deildarinnar, tveimur stigum á undan Vitesse Arnheim. Ajax hefur gengið flest í haginn á þessu tímabili og aðeins tapað tveimur leikjum; gegn Liverpool og Groningen í hollensku deildinni. Ajax hefur unnið síðustu sex leiki sína í öllum keppnum og skorað samtals 22 mörk í þeim. Leikur Liverpool og Ajax hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Fleiri fréttir Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn