Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2020 13:04 Helga Vala segist, eftir dóm MDE í Landsréttarmálinu svokallaða, ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum. Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum nú í kjölfar dóms MDE í Landsréttarmálinu. „Það að ríkisstjórnin hafi svo lýst yfir eindregnum stuðningi við Sigríði í kjölfar niðurstöðu íslenskra dómstóla og Mannréttindadómstóls Evrópu, og hafi keppst við að kasta rýrð á hvort tveggja niðurstöðu innanlands sem erlendis hefur valdið enn frekara tjóni,“ segir Helga Vala í harðorðum pistli sem hún birti á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Pistillinn hefur vakið mikla athygli. Öllu fórnandi fyrir ráðherrastóla Helga Vala segir enn fremur: „Ég treysti ekki ríkisstjórn Íslands til að hafa hagsmuni almennings og grundvallaratriði eins og þrígreiningu ríkisvalds í forgrunni við ákvarðanatöku sína. Þau hafa lýst því yfir að seta þeirra í ríkisstjórn sé þeim meira virði en grundvöllur réttarríkisins.“ Helga Vala, sem er lögmaður, fylgdist grannt með gangi mála þegar málið var flutt fyrir fjölskipuðum dómi MDE á sínum tíma. Vísir ræddi við hana þá um þann málflutning eins og sjá má í meðfylgjandi frétt. „Já, það er svartur dagur í sögu íslenskrar stjórnskipunar,“ segir Helga Vala nú. Hætta á rofi í samfélagssátt Fréttastofa hefur rætt við þær Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Áslaugu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem og fráfarandi dómsmálaráðherra, Sigríði Á Andersen en þær allar telja af og frá að dómurinn þýði að í landinu ríki réttaróvissa. Sigríður telur reyndar dóminn engu breyta. Helga Vala er á öndverðum meiði. Hún segir réttarríkið eina af grunnstoðum samfélagsins. „Það að borgarar geti treyst því að fá mál sín rekin fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum er grundvallarréttur sem skiptir ekki miklu máli heldur öllu máli.“ Helga Vala rekur að ákvörðunin um að koma á fót millidómstigi, Landsrétti, hafi átt að vera mikil réttarbót. „En Sigríði Á Andersen tókst, með einbeittum vilja til að hafa eigin pólitísku áhrif á skipan Landsréttar að valda réttarkerfinu á Íslandi og samfélaginu öllu miklu tjóni. Dómstólar verða að njóta trausts íbúa, því án trausts er hætta á að hér verði rof á nauðsynlegri samfélagssátt. Réttarríkið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Það að borgarar geti treyst því að fá mál sín rekin fyrir óháðum og...Posted by Helga Vala Helgadóttir on Þriðjudagur, 1. desember 2020 Það að Sigríður Á Andersen hafi farið gegn eindregnum ráðleggingum lögfræðinga ráðuneytisins segir yfirdeild mannréttindadómstólsins merki um skýran vilja til að fara ekki að settum reglum,“ segir Helga Vala og er ómyrk í máli. Hún telur alveg ljóst að það hafi ekki verið gáleysi eða misskilningur heldur einbeittur vilji til pólitískra afskipta. Landsréttarmálið Alþingi Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum nú í kjölfar dóms MDE í Landsréttarmálinu. „Það að ríkisstjórnin hafi svo lýst yfir eindregnum stuðningi við Sigríði í kjölfar niðurstöðu íslenskra dómstóla og Mannréttindadómstóls Evrópu, og hafi keppst við að kasta rýrð á hvort tveggja niðurstöðu innanlands sem erlendis hefur valdið enn frekara tjóni,“ segir Helga Vala í harðorðum pistli sem hún birti á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Pistillinn hefur vakið mikla athygli. Öllu fórnandi fyrir ráðherrastóla Helga Vala segir enn fremur: „Ég treysti ekki ríkisstjórn Íslands til að hafa hagsmuni almennings og grundvallaratriði eins og þrígreiningu ríkisvalds í forgrunni við ákvarðanatöku sína. Þau hafa lýst því yfir að seta þeirra í ríkisstjórn sé þeim meira virði en grundvöllur réttarríkisins.“ Helga Vala, sem er lögmaður, fylgdist grannt með gangi mála þegar málið var flutt fyrir fjölskipuðum dómi MDE á sínum tíma. Vísir ræddi við hana þá um þann málflutning eins og sjá má í meðfylgjandi frétt. „Já, það er svartur dagur í sögu íslenskrar stjórnskipunar,“ segir Helga Vala nú. Hætta á rofi í samfélagssátt Fréttastofa hefur rætt við þær Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Áslaugu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem og fráfarandi dómsmálaráðherra, Sigríði Á Andersen en þær allar telja af og frá að dómurinn þýði að í landinu ríki réttaróvissa. Sigríður telur reyndar dóminn engu breyta. Helga Vala er á öndverðum meiði. Hún segir réttarríkið eina af grunnstoðum samfélagsins. „Það að borgarar geti treyst því að fá mál sín rekin fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum er grundvallarréttur sem skiptir ekki miklu máli heldur öllu máli.“ Helga Vala rekur að ákvörðunin um að koma á fót millidómstigi, Landsrétti, hafi átt að vera mikil réttarbót. „En Sigríði Á Andersen tókst, með einbeittum vilja til að hafa eigin pólitísku áhrif á skipan Landsréttar að valda réttarkerfinu á Íslandi og samfélaginu öllu miklu tjóni. Dómstólar verða að njóta trausts íbúa, því án trausts er hætta á að hér verði rof á nauðsynlegri samfélagssátt. Réttarríkið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Það að borgarar geti treyst því að fá mál sín rekin fyrir óháðum og...Posted by Helga Vala Helgadóttir on Þriðjudagur, 1. desember 2020 Það að Sigríður Á Andersen hafi farið gegn eindregnum ráðleggingum lögfræðinga ráðuneytisins segir yfirdeild mannréttindadómstólsins merki um skýran vilja til að fara ekki að settum reglum,“ segir Helga Vala og er ómyrk í máli. Hún telur alveg ljóst að það hafi ekki verið gáleysi eða misskilningur heldur einbeittur vilji til pólitískra afskipta.
Landsréttarmálið Alþingi Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22
Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14