Vísar ábyrgðinni á hendur Alþingi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2020 19:23 Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps. Vísir/Einar Árnason Það er vitleysa að „mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu“. Þetta segir Einar Freyr Elínarson, oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps, í færslu sem hann birti á Facebook fyrir stundu. Einar segir ekki að undra að salan á Hjörleifshöfða hafi vakið athygli, „enda er um að ræða mikið landflæmi og kaupendur eru að hluta til erlendir aðilar,“ segir í færslunni. Nú hátti svo að býsna stór hluti Mýrdalshrepps sé kominn í hendur erlendra aðila en þróunin sé alfarið á ábyrgð Alþingis. „Í tilviki Hjörleifshöfða liggur fyrir að fyrrum eigandi hafði margoft nálgast ríkið um að það keypti jörðina. Ekki var áhugi fyrir því,“ segir Einar. „Nú stíga fram hinir ýmsu fjarvitringar sem gjarnan vilja hafa vit fyrir okkur sem búum fjarri höfuðborginni. Þannig er talað um að námuvinnsla á svæðinu sé stórkostlegt umhverfisslys og geti ekki farið saman með ferðamennsku. Það er allt að því látið að því liggja að mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu. Þetta er auðvitað vitleysa. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur skipulagsvald í sveitarfélaginu og myndi auðvitað ekki heimila framkvæmdir sem yrðu til þess að eyðileggja upplifun ferðamanna á svæðinu. Við erum fullmeðvituð um mikilvægi ferðaþjónustunnar – við þurfum enga fjarvitringa til að útskýra það fyrir okkur.“ Einar segir vanta fjölbreyttara atvinnulíf á svæðið. Heimamenn muni ekki útiloka nýja atvinnustarfsemi ef í ljós kemur að hægt sé að standa að henni í sátt við umhverfi og samfélag. „Að þessu sögðu þá finnst mér þróunin í jarðasöfnun mjög varhugaverð og hef oft rætt um að Alþingi þurfi að bregðast við. Öll umræða þarf hins vegar að byggja á staðreyndum og þess vegna fann ég mig knúinn að bregða niður pennanum,“ segir Einar að lokum. Nokkur orð vegna sölu Hjörleifshöfða. Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um söluna á Hjörleifshöfða. Það er ekki að...Posted by Einar Freyr Elínarson on Tuesday, December 1, 2020 Umhverfismál Jarðakaup útlendinga Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Einar segir ekki að undra að salan á Hjörleifshöfða hafi vakið athygli, „enda er um að ræða mikið landflæmi og kaupendur eru að hluta til erlendir aðilar,“ segir í færslunni. Nú hátti svo að býsna stór hluti Mýrdalshrepps sé kominn í hendur erlendra aðila en þróunin sé alfarið á ábyrgð Alþingis. „Í tilviki Hjörleifshöfða liggur fyrir að fyrrum eigandi hafði margoft nálgast ríkið um að það keypti jörðina. Ekki var áhugi fyrir því,“ segir Einar. „Nú stíga fram hinir ýmsu fjarvitringar sem gjarnan vilja hafa vit fyrir okkur sem búum fjarri höfuðborginni. Þannig er talað um að námuvinnsla á svæðinu sé stórkostlegt umhverfisslys og geti ekki farið saman með ferðamennsku. Það er allt að því látið að því liggja að mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu. Þetta er auðvitað vitleysa. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur skipulagsvald í sveitarfélaginu og myndi auðvitað ekki heimila framkvæmdir sem yrðu til þess að eyðileggja upplifun ferðamanna á svæðinu. Við erum fullmeðvituð um mikilvægi ferðaþjónustunnar – við þurfum enga fjarvitringa til að útskýra það fyrir okkur.“ Einar segir vanta fjölbreyttara atvinnulíf á svæðið. Heimamenn muni ekki útiloka nýja atvinnustarfsemi ef í ljós kemur að hægt sé að standa að henni í sátt við umhverfi og samfélag. „Að þessu sögðu þá finnst mér þróunin í jarðasöfnun mjög varhugaverð og hef oft rætt um að Alþingi þurfi að bregðast við. Öll umræða þarf hins vegar að byggja á staðreyndum og þess vegna fann ég mig knúinn að bregða niður pennanum,“ segir Einar að lokum. Nokkur orð vegna sölu Hjörleifshöfða. Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um söluna á Hjörleifshöfða. Það er ekki að...Posted by Einar Freyr Elínarson on Tuesday, December 1, 2020
Umhverfismál Jarðakaup útlendinga Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira