Frestuðu fundinum um áhrif sóttvarnaraðgerða á íþróttastarfið í landinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2020 11:30 Perla Ruth Albertsdóttir fagnar marki hjá Framliðinu. Vísir/Daníel Þór Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var einn þeirra sem átti að ræða áhrif harðra takmarkana á íþróttastarfið í landinu en þær hafa nú staðið yfir í meira en tvo mánuði. Fundinum var frestað samdægurs. „Heilbrigð sál í hraustum líkama?“ er heiti umræðufundar á vegum „Út úr kófinu“ hópsins sem átti að fara fram í hádeginu í dag þar sem fjalla átti um afleiðingar meira en tveggja mánaða hlés á íþróttastarfið í landinu. Fundurinn átti að vera sendur út á fésbókarsíðu Sigríðar Á. Andersen en hún hefur nú tilkynnt um að honum hafi verið frestað eins og sést hér fyrir neðan. Sigríður segir að mikill áhugi sé greinilega á málinu og það sé ætlunin að koma fundarefninu fyrir á fundi sem fyrst. Fundurinn sem átti að vera hér í hádeginu í dag, um íþróttastarf á tímum sóttvarna, fellur því miður niður. Mikill áhugi...Posted by Sigríður Á. Andersen on Miðvikudagur, 2. desember 2020 Það er mikil óánægja í íþróttahreyfingunni á Íslandi um hversu mikið sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar eru látnar bitna á íþróttastarfinu í landinu enda má ekkert æfa eða keppa á Íslandi á meðan allt er á fullu í öðrum löndum í kringum okkur. „Út úr kófinu“ er hópur fólks sem vinnur að því að bæta upplýsingagjöf um kórónuveirufaraldurinn og það var áhugavert að hann ætlaði að standa fyrir fjarfundi í beinni á netinu um áhrif sóttvarnaraðgerða á íþróttastarf á Íslandi. Fundurinn átti að fara yfir þær áskoranir sem íþróttastarf í landinu stendur nú frammi fyrir vegna takmarkana sem settar hafa verið á íþróttastarf. Fundinum átti að stýra Bjarni Th. Bjarnason, formaður Skíðasambands Íslands. Hann ræðir við Guðna Bergsson, formann KSÍ, Sólveigu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Fimleikasambands Íslands, og Dr. Jón Ívar Einarsson, lækni og prófessor við Harvard Medical School. Nú er bara að vona að Sigríður og félagar komi þessum fundi á sem fyrst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Sjá meira
„Heilbrigð sál í hraustum líkama?“ er heiti umræðufundar á vegum „Út úr kófinu“ hópsins sem átti að fara fram í hádeginu í dag þar sem fjalla átti um afleiðingar meira en tveggja mánaða hlés á íþróttastarfið í landinu. Fundurinn átti að vera sendur út á fésbókarsíðu Sigríðar Á. Andersen en hún hefur nú tilkynnt um að honum hafi verið frestað eins og sést hér fyrir neðan. Sigríður segir að mikill áhugi sé greinilega á málinu og það sé ætlunin að koma fundarefninu fyrir á fundi sem fyrst. Fundurinn sem átti að vera hér í hádeginu í dag, um íþróttastarf á tímum sóttvarna, fellur því miður niður. Mikill áhugi...Posted by Sigríður Á. Andersen on Miðvikudagur, 2. desember 2020 Það er mikil óánægja í íþróttahreyfingunni á Íslandi um hversu mikið sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar eru látnar bitna á íþróttastarfinu í landinu enda má ekkert æfa eða keppa á Íslandi á meðan allt er á fullu í öðrum löndum í kringum okkur. „Út úr kófinu“ er hópur fólks sem vinnur að því að bæta upplýsingagjöf um kórónuveirufaraldurinn og það var áhugavert að hann ætlaði að standa fyrir fjarfundi í beinni á netinu um áhrif sóttvarnaraðgerða á íþróttastarf á Íslandi. Fundurinn átti að fara yfir þær áskoranir sem íþróttastarf í landinu stendur nú frammi fyrir vegna takmarkana sem settar hafa verið á íþróttastarf. Fundinum átti að stýra Bjarni Th. Bjarnason, formaður Skíðasambands Íslands. Hann ræðir við Guðna Bergsson, formann KSÍ, Sólveigu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Fimleikasambands Íslands, og Dr. Jón Ívar Einarsson, lækni og prófessor við Harvard Medical School. Nú er bara að vona að Sigríður og félagar komi þessum fundi á sem fyrst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Sjá meira