Telur yfirdeild MDE ganga of langt í gagnrýni á Hæstarétt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2020 13:45 Eiríkur Elís Þorláksson er deildarforseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík. Vísir Deildarforseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík þykir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu ganga býsna langt í gagnrýni á Hæstarétt. Það gæti farið svo að Landsréttarmálið í heild sinni verði hluti af námsefni laganema næstu áratugina því lögfræðilegu álitamálin séu fjölmörg. Í nýföllnum dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu er færð fram gagnrýni yfirdeildarinnar á alla þætti ríkisvaldsins á Íslandi sem komu að Landsréttarmálinu. Yfirdeildin finnur að meðferð málsins á Alþingi, í Hæstarétti og í meðförum framkvæmdavaldsins. Sigríður Andersen þáverandi dómsmálaráðherra hefði virt að vettugi grundvallarmálsmeðferðarreglur við skipan dómara. Í dómnum segir að Hæstarétti hefði að endingu ekki tekist að draga réttar ályktanir út frá eigin niðurstöðum um að lagaumgjörð hefði verið brotin í málinu. Ekki sé fullnægjandi að álykta sem svo að dómi sé komið á fót með lögum ef reglur um skipan dómara hafi ekki verið fylgt. Í raun hefðu allir öryggisventlar brugðist sem hefðu átt að hindra brot þáverandi dómsmálaráðherra. Eiríki Elís Þorlákssyni, deildarforseta lagadeildar HR, þykir yfirdeildin, aftur á móti, seilast ansi langt í gagnrýni sinni á Hæstarétt. „Hún er frekar ósanngjörn í sjálfu sér vegna þess að þarna er verið að beita einhverri túlkun eða mótun á þessari 6. grein Mannréttindasáttmálans sem lá ekkert fyrir þegar Hæstiréttur kvað upp sinn dóm. Þannig að það er erfitt að segja að Hæstarétti hafi verið kunnugt um þessa „kríteríu“ sem dómstóllinn úti notar. Það má líka benda á það í því samhengi að yfirdeildin notar allt annan rökstuðning, allt aðrar „kríteríur“ og aðra aðferðafræði í raun heldur en undirréttur Mannréttindadómstólsins gerði. Þess vegna hefði verið erfitt fyrir Hæstarétt að átta sig á því hvaða kröfur eru gerðar hvað varðar túlkun á þessari 6. grein, og eftir atvikum, má það sama segja um ráðherrann og Alþingi.“ Hvaða næstu skref myndir þú telja að væru heillavænlegust í kjölfar dómsins? „Það er stjórnvalda að ákvarða það. Það hefur verið talað um alls konar réttaróvissu í kjölfarið á þessu. Ég held að það sé svo sem alls ekki. Dómstóllinn úti segir í rauninni að það leiði ekkert sjálfkrafa til þess að mál verði tekin upp sem voru kveðin upp af þeim dómurum sem voru taldir ólöglega skipaðir. Þannig að það fer þá bara eftir hverju máli fyrir sig og eftir atvikum hvað þeir vilja gera sem hafa fengið dóm hjá þeim sem voru taldir ólöglega skipaðir. Það er undir þeim komið og eftir þeim „mekanisma“ sem er í íslenskum lögum hvernig tekið verður á því. Svo er það reyndar þannig að með þessa svokölluðu ólöglegu skipan, að þetta varðaði þessa fjóra dómara sem voru ekki metnir fimmtán hæfastir í mati dómnefndar sem mat hæfi dómaranna og það liggur núna fyrir að þrír af þessum fjórum dómurum hafa fengið skipun á ný. […] Óvissan er þá kannski um þann eina dómara sem ekki hefur sótt um á ný og ekki fengið skipun á ný.“ En það er samt sem áður grafalvarlegt fyrir íslenska ríkið að fá á sig slíkan áfellisdóm. Hvaða afleiðingar telur þú að dómurinn hafi í för með sér fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu? „Ég veit það svo sem ekki. Þarna er látið reyna á eitthvað atriði sem varðar túlkun á 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu og þarna virðist vera að dómstóllinn í Strasbourg sé í raun að móta þessa reglu. Ég held að valdhafar á Íslandi sem fá mjög mikla gagnrýni; Hæstiréttur, framkvæmdavaldið og Alþingi, hefðu ekki getað áttað sig á þessari túlkun, sérstaklega í ljósi þess að túlkunin innan Mannréttindadómstólsins er misjöfn eftir því hvort um er að ræða undirdeildina eða yfirdeildina. Auðvitað er það bara þannig að þegar svona dómur kemur þá verða stjórnvöld að skoða það hvort og þá hvernig eigi að grípa til aðgerða í kjölfarið.“ Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík blés til málþings um dóm yfirdeildarinnar nú í hádeginu. Fjallað var um forsendur og niðurstöður dómsins og hugsanleg viðbrögð við honum; bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Hægt er að horfa á málþingið hér á Vísi. Heldurðu að Landsréttarmálið verði lesefni fyrir laganema í Háskólanum í Reykjavík næstu áratugina? „Jú kannski. Það eru allavega fullt af lögfræðilegum álitamálum sem vakna. Það hafa auðvitað fallið nokkrir dómar Hæstaréttar um þetta álitamál, út af þessu tiltekna máli og út frá ýmsum öngum þess og svo kemur þessi dómur Mannréttindadómstólsins, undirréttar og yfirdeildarinnar og það er að minnsta kosti nóg efni til að skoða.“ Landsréttarmálið Mannréttindadómstóll Evrópu Dómstólar Tengdar fréttir Bein útsending: Sérfræðingar ræða dóm MDE í Landsréttarmálinu Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málþingi í dag á milli 12:00-13:30 um dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópa í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, svonefnt Landsréttarmál. 3. desember 2020 11:31 Ábyrg stjórnvöld lagfæra annmarka, segir Katrín um dóm MDE Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er skýr um að málsmeðferð við skipan nýrra dómara við Landsrétt árið 2017 var ekki í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. 2. desember 2020 18:22 Hefur alltaf séð mjög eftir „já“-inu Fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar, sem sat á Alþingi þegar Landsréttarmálið var afgreitt snemmsumars 2017, segist alltaf hafa séð mjög eftir því að hafa greitt atkvæði með málinu. Þá segir hann Sjálfstæðisflokkinn hafa beitt aðra stjórnarflokka miklum þrýstingi í málinu á sínum tíma og lýsir hótunum um stjórnarslit „við minnsta tilefni“. 1. desember 2020 23:22 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Í nýföllnum dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu er færð fram gagnrýni yfirdeildarinnar á alla þætti ríkisvaldsins á Íslandi sem komu að Landsréttarmálinu. Yfirdeildin finnur að meðferð málsins á Alþingi, í Hæstarétti og í meðförum framkvæmdavaldsins. Sigríður Andersen þáverandi dómsmálaráðherra hefði virt að vettugi grundvallarmálsmeðferðarreglur við skipan dómara. Í dómnum segir að Hæstarétti hefði að endingu ekki tekist að draga réttar ályktanir út frá eigin niðurstöðum um að lagaumgjörð hefði verið brotin í málinu. Ekki sé fullnægjandi að álykta sem svo að dómi sé komið á fót með lögum ef reglur um skipan dómara hafi ekki verið fylgt. Í raun hefðu allir öryggisventlar brugðist sem hefðu átt að hindra brot þáverandi dómsmálaráðherra. Eiríki Elís Þorlákssyni, deildarforseta lagadeildar HR, þykir yfirdeildin, aftur á móti, seilast ansi langt í gagnrýni sinni á Hæstarétt. „Hún er frekar ósanngjörn í sjálfu sér vegna þess að þarna er verið að beita einhverri túlkun eða mótun á þessari 6. grein Mannréttindasáttmálans sem lá ekkert fyrir þegar Hæstiréttur kvað upp sinn dóm. Þannig að það er erfitt að segja að Hæstarétti hafi verið kunnugt um þessa „kríteríu“ sem dómstóllinn úti notar. Það má líka benda á það í því samhengi að yfirdeildin notar allt annan rökstuðning, allt aðrar „kríteríur“ og aðra aðferðafræði í raun heldur en undirréttur Mannréttindadómstólsins gerði. Þess vegna hefði verið erfitt fyrir Hæstarétt að átta sig á því hvaða kröfur eru gerðar hvað varðar túlkun á þessari 6. grein, og eftir atvikum, má það sama segja um ráðherrann og Alþingi.“ Hvaða næstu skref myndir þú telja að væru heillavænlegust í kjölfar dómsins? „Það er stjórnvalda að ákvarða það. Það hefur verið talað um alls konar réttaróvissu í kjölfarið á þessu. Ég held að það sé svo sem alls ekki. Dómstóllinn úti segir í rauninni að það leiði ekkert sjálfkrafa til þess að mál verði tekin upp sem voru kveðin upp af þeim dómurum sem voru taldir ólöglega skipaðir. Þannig að það fer þá bara eftir hverju máli fyrir sig og eftir atvikum hvað þeir vilja gera sem hafa fengið dóm hjá þeim sem voru taldir ólöglega skipaðir. Það er undir þeim komið og eftir þeim „mekanisma“ sem er í íslenskum lögum hvernig tekið verður á því. Svo er það reyndar þannig að með þessa svokölluðu ólöglegu skipan, að þetta varðaði þessa fjóra dómara sem voru ekki metnir fimmtán hæfastir í mati dómnefndar sem mat hæfi dómaranna og það liggur núna fyrir að þrír af þessum fjórum dómurum hafa fengið skipun á ný. […] Óvissan er þá kannski um þann eina dómara sem ekki hefur sótt um á ný og ekki fengið skipun á ný.“ En það er samt sem áður grafalvarlegt fyrir íslenska ríkið að fá á sig slíkan áfellisdóm. Hvaða afleiðingar telur þú að dómurinn hafi í för með sér fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu? „Ég veit það svo sem ekki. Þarna er látið reyna á eitthvað atriði sem varðar túlkun á 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu og þarna virðist vera að dómstóllinn í Strasbourg sé í raun að móta þessa reglu. Ég held að valdhafar á Íslandi sem fá mjög mikla gagnrýni; Hæstiréttur, framkvæmdavaldið og Alþingi, hefðu ekki getað áttað sig á þessari túlkun, sérstaklega í ljósi þess að túlkunin innan Mannréttindadómstólsins er misjöfn eftir því hvort um er að ræða undirdeildina eða yfirdeildina. Auðvitað er það bara þannig að þegar svona dómur kemur þá verða stjórnvöld að skoða það hvort og þá hvernig eigi að grípa til aðgerða í kjölfarið.“ Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík blés til málþings um dóm yfirdeildarinnar nú í hádeginu. Fjallað var um forsendur og niðurstöður dómsins og hugsanleg viðbrögð við honum; bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Hægt er að horfa á málþingið hér á Vísi. Heldurðu að Landsréttarmálið verði lesefni fyrir laganema í Háskólanum í Reykjavík næstu áratugina? „Jú kannski. Það eru allavega fullt af lögfræðilegum álitamálum sem vakna. Það hafa auðvitað fallið nokkrir dómar Hæstaréttar um þetta álitamál, út af þessu tiltekna máli og út frá ýmsum öngum þess og svo kemur þessi dómur Mannréttindadómstólsins, undirréttar og yfirdeildarinnar og það er að minnsta kosti nóg efni til að skoða.“
Landsréttarmálið Mannréttindadómstóll Evrópu Dómstólar Tengdar fréttir Bein útsending: Sérfræðingar ræða dóm MDE í Landsréttarmálinu Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málþingi í dag á milli 12:00-13:30 um dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópa í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, svonefnt Landsréttarmál. 3. desember 2020 11:31 Ábyrg stjórnvöld lagfæra annmarka, segir Katrín um dóm MDE Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er skýr um að málsmeðferð við skipan nýrra dómara við Landsrétt árið 2017 var ekki í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. 2. desember 2020 18:22 Hefur alltaf séð mjög eftir „já“-inu Fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar, sem sat á Alþingi þegar Landsréttarmálið var afgreitt snemmsumars 2017, segist alltaf hafa séð mjög eftir því að hafa greitt atkvæði með málinu. Þá segir hann Sjálfstæðisflokkinn hafa beitt aðra stjórnarflokka miklum þrýstingi í málinu á sínum tíma og lýsir hótunum um stjórnarslit „við minnsta tilefni“. 1. desember 2020 23:22 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Bein útsending: Sérfræðingar ræða dóm MDE í Landsréttarmálinu Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málþingi í dag á milli 12:00-13:30 um dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópa í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, svonefnt Landsréttarmál. 3. desember 2020 11:31
Ábyrg stjórnvöld lagfæra annmarka, segir Katrín um dóm MDE Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er skýr um að málsmeðferð við skipan nýrra dómara við Landsrétt árið 2017 var ekki í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. 2. desember 2020 18:22
Hefur alltaf séð mjög eftir „já“-inu Fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar, sem sat á Alþingi þegar Landsréttarmálið var afgreitt snemmsumars 2017, segist alltaf hafa séð mjög eftir því að hafa greitt atkvæði með málinu. Þá segir hann Sjálfstæðisflokkinn hafa beitt aðra stjórnarflokka miklum þrýstingi í málinu á sínum tíma og lýsir hótunum um stjórnarslit „við minnsta tilefni“. 1. desember 2020 23:22