Tuttugu mínútna bið eftir bólusetninguna flækir málið Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2020 20:28 Ragnheiður Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu. Lögreglan Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir flókið að skipuleggja bólusetningu við kórónuveirunni og horfa þurfi til ýmissa sviðsmynda. Eitt flækjustigið felist til dæmis í því að þeir sem eru bólusettir þurfa að bíða í 20 mínútur eftir bólusetninguna áður en þeir geta haldið brott. Undirbúningur fyrir bólusetningu við kórónuveirunni er nú í fullum gangi hér á landi en vonir eru bundnar við að hægt verði að byrja að bólusetja fljótlega eftir áramót. Ragnheiður Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að fyrst þurfi að tryggja aðgengi forgangshópa að bóluefni. „Þannig að þessa dagana erum við að kortleggja þessa forgangshópa og forskrá þá inn í okkar bólusetningarkerfi og vonum að við getum gert það fyrir miðjan desember,“ sagði Ragnheiður. Þá væri unnið að sviðsmyndum fyrir almenning, þ.e. þá sem ekki eru í forgangshópi, en bólusetning hér á landi væri þó enn háð mikilli óvissu. „Fyrir það fyrsta vitum við ekki hvenær bóluefnið kemur og síðan vitum við alls ekki hvað við fáum mikið magn í einu. Þannig að við þurfum að reiða okkur á að hafa nokkrar sviðsmyndir í gangi. Kjörstaðaskipulagið var hugsað þannig að ef við fengjum mikið magn í einu gætum við notað það,“ sagði Ragnheiður, og vísaði til skipulags sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur kynnti í dag. Hann sagði að skipulagið í Reykjavík yrði með svipuðu móti og í kosningum. Opnaðir yrðu bólusetningarstaðir í anda kjörstaða víða um borgina. Ef lítið bóluefni berst hins vegar til landsins fyrst um sinn er hægt að nýta húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut, þar sem sýnatökur við veirunni hafa farið fram undanfarna mánuði. Annað flækjustig felst í biðinni eftir bólusetninguna. Samkvæmt venjubundnu verklagi þurfa þeir sem eru bólusettir að sitja sem fastast í 20 mínútur eftir bólusetninguna. „Þetta flækir líka svolítið málið. Þetta er almennt verklag við bólusetningar. Það geta alltaf komið ofnæmisviðbrögð við bólusetningar. Þær eru mjög sjaldgæfar en þetta er verklag sem við viðhöfum, bæði í skólum og alls staðar þar sem við bólusetjum. Þannig að það flækir þetta líka svolítið, að við þurfum að taka tillit til þess, að fólkið bíði hjá okkur,“ sagði Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina. 4. desember 2020 17:05 Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00 Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Undirbúningur fyrir bólusetningu við kórónuveirunni er nú í fullum gangi hér á landi en vonir eru bundnar við að hægt verði að byrja að bólusetja fljótlega eftir áramót. Ragnheiður Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að fyrst þurfi að tryggja aðgengi forgangshópa að bóluefni. „Þannig að þessa dagana erum við að kortleggja þessa forgangshópa og forskrá þá inn í okkar bólusetningarkerfi og vonum að við getum gert það fyrir miðjan desember,“ sagði Ragnheiður. Þá væri unnið að sviðsmyndum fyrir almenning, þ.e. þá sem ekki eru í forgangshópi, en bólusetning hér á landi væri þó enn háð mikilli óvissu. „Fyrir það fyrsta vitum við ekki hvenær bóluefnið kemur og síðan vitum við alls ekki hvað við fáum mikið magn í einu. Þannig að við þurfum að reiða okkur á að hafa nokkrar sviðsmyndir í gangi. Kjörstaðaskipulagið var hugsað þannig að ef við fengjum mikið magn í einu gætum við notað það,“ sagði Ragnheiður, og vísaði til skipulags sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur kynnti í dag. Hann sagði að skipulagið í Reykjavík yrði með svipuðu móti og í kosningum. Opnaðir yrðu bólusetningarstaðir í anda kjörstaða víða um borgina. Ef lítið bóluefni berst hins vegar til landsins fyrst um sinn er hægt að nýta húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut, þar sem sýnatökur við veirunni hafa farið fram undanfarna mánuði. Annað flækjustig felst í biðinni eftir bólusetninguna. Samkvæmt venjubundnu verklagi þurfa þeir sem eru bólusettir að sitja sem fastast í 20 mínútur eftir bólusetninguna. „Þetta flækir líka svolítið málið. Þetta er almennt verklag við bólusetningar. Það geta alltaf komið ofnæmisviðbrögð við bólusetningar. Þær eru mjög sjaldgæfar en þetta er verklag sem við viðhöfum, bæði í skólum og alls staðar þar sem við bólusetjum. Þannig að það flækir þetta líka svolítið, að við þurfum að taka tillit til þess, að fólkið bíði hjá okkur,“ sagði Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina. 4. desember 2020 17:05 Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00 Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina. 4. desember 2020 17:05
Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00
Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01