Hinn almenni borgari geti ekki keppt við yfirburði ríkisins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. desember 2020 19:20 Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir það miður að fólki gefist ekki kostur á að sækja um gjafsókn við málarekstur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Íslenska ríkið hafi yfirburði sem almennur borgari geti ekki keppt við. Allir eigi að hafa jafnan aðgang að dómstólum, óháð stöðu. Líkt og fram hefur komið beið íslenska ríkið lægri hlut fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða, en málið er tilkomið í kjölfar stefnu manns sem hafði hlotið dóm vegna umferðalagabrots. Hann stóð straum af öllum kostnaði sjálfur en fékk að lokum dæmdan málskostnað upp á 20 þúsund evrur, eða um þrjár milljónir króna, sem Berglind segir aðeins dropa í hafið. „Þetta er stofnun [íslenska ríkið] með fullt af lögmönnum innanborðs. Þeir nutu aðstoðar erlendra sérfræðinga og innlendra sérfræðinga, með tilheyrandi kostnaði. Þá fengu þeir til að mynda átta milljón króna viðbótarfjárveitingu úr ríkissjóði til þess að standa straum af rekstri þess máls fyrir yfirdeildinni,“ segir hún. „Og svo á hinn bóginn þá er einstaklingur úti í bæ sem telur sig ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar. Hann leggur af stað í vegferð án nokkurs bakhjarls, án þess að fá gjafsókn frá gagnaðila sínum, íslenska ríkinu, og í rauninni bara með lögmanninn sér við hlið,“ bætir Berglind við og segir að vekja þurfi athygli á þessum aðstöðumun aðila. „Það er liður í réttarríkinu að borgarar hafi aðgang að dómstólum og geti leitað til dómstóla til þess að fá úrlausn sinna mála. Og sá réttur hann þarf að vera ekki bara í orði heldur líka á borði,“ segir Berglind. „Það er eitthvað sem mér finnst að ætti að skoða, að gera einstaklingum kleift að reka mál úti í Evrópu, fyrir Mannréttindadómstólnum og geta sótt um opinbera réttaraðstoð í því skyni.“ Landsréttarmálið Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Líkt og fram hefur komið beið íslenska ríkið lægri hlut fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða, en málið er tilkomið í kjölfar stefnu manns sem hafði hlotið dóm vegna umferðalagabrots. Hann stóð straum af öllum kostnaði sjálfur en fékk að lokum dæmdan málskostnað upp á 20 þúsund evrur, eða um þrjár milljónir króna, sem Berglind segir aðeins dropa í hafið. „Þetta er stofnun [íslenska ríkið] með fullt af lögmönnum innanborðs. Þeir nutu aðstoðar erlendra sérfræðinga og innlendra sérfræðinga, með tilheyrandi kostnaði. Þá fengu þeir til að mynda átta milljón króna viðbótarfjárveitingu úr ríkissjóði til þess að standa straum af rekstri þess máls fyrir yfirdeildinni,“ segir hún. „Og svo á hinn bóginn þá er einstaklingur úti í bæ sem telur sig ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar. Hann leggur af stað í vegferð án nokkurs bakhjarls, án þess að fá gjafsókn frá gagnaðila sínum, íslenska ríkinu, og í rauninni bara með lögmanninn sér við hlið,“ bætir Berglind við og segir að vekja þurfi athygli á þessum aðstöðumun aðila. „Það er liður í réttarríkinu að borgarar hafi aðgang að dómstólum og geti leitað til dómstóla til þess að fá úrlausn sinna mála. Og sá réttur hann þarf að vera ekki bara í orði heldur líka á borði,“ segir Berglind. „Það er eitthvað sem mér finnst að ætti að skoða, að gera einstaklingum kleift að reka mál úti í Evrópu, fyrir Mannréttindadómstólnum og geta sótt um opinbera réttaraðstoð í því skyni.“
Landsréttarmálið Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira