Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2020 06:43 Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag. Þetta kemur fram í viðtali við Óskar Reykdalsson, forstjóra Heilsugæslunnar, í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að búið sé að ræða við öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og að ýmsar útfærslur hafi verið ræddar við bólusetningu. Þannig hafi verið rætt um að nota kennslustofur, íþróttahús og skimunarhúsið við Suðurlandsbraut og snýr ein útfærslan að því að hafa skipulagið líkt og í kosningum, eins konar „kjörstaðaskipulag“. „Ef við tökumdæmi umkennslustofu, þá væri hægt aðbólusetja hátt í 20 manns í hverri stofu á klukkutíma. Ef við gefum okkur það að bólusett væri í 10 klukkustundir þá myndi það þýða 200 manns. Ef við segjum að það séu 50 kennslustofur í einhverjum skóla þá eru það strax 10 þúsund manns sem hægt er að bólusetja á einum degi þar,“ segir Óskar í samtali við Morgunblaðið. Bólusetningin verður viðamest á höfuðborgarsvæðinu en hver og ein heilbrigðisstofnun á landinu mun sjá um framkvæmd bólusetningarinnar. Í einhverjum tilfellum mun þurfa að fara inn á heimili fólks að sögn Óskars, til dæmis inn á hjúkrunarheimili og heimili fyrir fatlaða. „Ef við hefðum nægt bóluefni væri hægt að bólusetja alla sem vildu á örfáum dögum,“ segir Óskar. Eins og greint hefur verið frá eru vonir bundnar við að hægt verði að byrja að bólusetja fljótlega eftir áramót en fólk verður ekki skyldað í bólusetningu. Ragnheiður Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að það væri flókið að skipuleggja bólusetningu við Covid-19. Eitt flækjustigið fælist meðal annars í því að bólusettir þurfa að bíða í 20 mínútur eftir bólusetninguna áður en þeir geta haldið brott. Þá benti hún á að það væri enn óvissa varðandi það hvenær bóluefni kemur og hversu mikið magn við munum fá í einu. „Þannig að við þurfum að reiða okkur á að hafa nokkrar sviðsmyndir í gangi. Kjörstaðaskipulagið var hugsað þannig að ef við fengjum mikið magn í einu gætum við notað það,“ sagði Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við Óskar Reykdalsson, forstjóra Heilsugæslunnar, í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að búið sé að ræða við öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og að ýmsar útfærslur hafi verið ræddar við bólusetningu. Þannig hafi verið rætt um að nota kennslustofur, íþróttahús og skimunarhúsið við Suðurlandsbraut og snýr ein útfærslan að því að hafa skipulagið líkt og í kosningum, eins konar „kjörstaðaskipulag“. „Ef við tökumdæmi umkennslustofu, þá væri hægt aðbólusetja hátt í 20 manns í hverri stofu á klukkutíma. Ef við gefum okkur það að bólusett væri í 10 klukkustundir þá myndi það þýða 200 manns. Ef við segjum að það séu 50 kennslustofur í einhverjum skóla þá eru það strax 10 þúsund manns sem hægt er að bólusetja á einum degi þar,“ segir Óskar í samtali við Morgunblaðið. Bólusetningin verður viðamest á höfuðborgarsvæðinu en hver og ein heilbrigðisstofnun á landinu mun sjá um framkvæmd bólusetningarinnar. Í einhverjum tilfellum mun þurfa að fara inn á heimili fólks að sögn Óskars, til dæmis inn á hjúkrunarheimili og heimili fyrir fatlaða. „Ef við hefðum nægt bóluefni væri hægt að bólusetja alla sem vildu á örfáum dögum,“ segir Óskar. Eins og greint hefur verið frá eru vonir bundnar við að hægt verði að byrja að bólusetja fljótlega eftir áramót en fólk verður ekki skyldað í bólusetningu. Ragnheiður Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að það væri flókið að skipuleggja bólusetningu við Covid-19. Eitt flækjustigið fælist meðal annars í því að bólusettir þurfa að bíða í 20 mínútur eftir bólusetninguna áður en þeir geta haldið brott. Þá benti hún á að það væri enn óvissa varðandi það hvenær bóluefni kemur og hversu mikið magn við munum fá í einu. „Þannig að við þurfum að reiða okkur á að hafa nokkrar sviðsmyndir í gangi. Kjörstaðaskipulagið var hugsað þannig að ef við fengjum mikið magn í einu gætum við notað það,“ sagði Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira