Brynjari fannst KKÍ fara of geyst af stað: „Hefðu átt að grípa inn í og byrja að spila í janúar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. desember 2020 12:33 Brynjar Þór Björnsson var geystur í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. @Stöð 2 Sport Skjáskot Brynjar Þór Björnsson hefði viljað sjá KKÍ og ÍSÍ taka betri ákvarðanir í kórónuveirufaraldrinum og æfingabanninu sem hefur ríkt á Íslandi síðan í byrjun október. Brynjar Þór Björnsson, körfuboltamaður í KR, segir að hann hefði viljað sjá forystu ÍSÍ koma fyrr inn og hjálpa afreksíþróttafólki að fá að æfa. Þetta sagði Brynjar í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Hvorki hefur verið leikið né æfður körfubolti síðan í byrjun október en Brynjar er reynslumikill og hann heldur sér vel við. Hann æfir vel, passar hvað hann er að borða en segir að þetta komi væntanlega verr við yngri leikmennina. „Maður reynir að halda sér í góðu standi. Maður er orðinn 32 ára og er kominn með ákveðna þekkingu í hverju maður er góður. Þetta er kannski öðruvísi ef maður væri yngri og enn æstari í að æfa. Maður reynir að hugsa vel um líkamann, borða hollt og bæta ekki of mörgum kílóum á sig. Maður reynir að bæta sig í einhverju öðru heldur en körfubolta,“ sagði Brynjar. Brynjar Þór segir að KKÍ, þegar boltinn var stöðvaður í október, hefði í fyrsta lagi átt að hefja leik í janúar. Hann skildi ekki af hverju væri verið að drífa sig svona mikið. „Auðvitað er þetta leiðigjarnt en ég hugsaði í október þegar við fórum í stopp að KKÍ hefði bara átt að grípa inn í og segja að við spilum ekki fyrr en í janúar. Mér fannst það meira segja í haust að áður en við byrjuðum að spila og æfa; af hverju erum við að drífa okkur svona mikið og af hverju eru liðin að draga þrjá til fjóra leikmenn til sín þegar óvissan er svona mikil.“ „Þetta er búið að kosta körfuboltafélög gríðarlegan pening og þetta eru peningar sem fólk er að safna saman til að borga leikmönnunum laun. Það er hart í ári en mér fannst við fara of hratt af stað í Domino's deildinni en ég vona að við fáum að spila í janúar og klára tímabilið.“ Brynjar tók ákvörðun í fyrstu bylgjunni að mæta ekki í leik KR gegn Stjörnunni. Sú ákvörðun vakti mikið umtal en eftir á að hyggja sér Brynjar ekki eftir henni. „Ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Það voru öll fyrirtæki að hætta með sínar samkomur. Það var verið að fresta árshátíðum og stórum viðburðum en íþróttafélögin sátu eftir,“ sagði Brynjar. Hann skorar einnig á forystuna að láta meira í sér heyra. „Við viljum heyra meira í ÍSÍ að fá að æfa. Mér finnst eins og forysta ÍSÍ sitji á hakanum með að taka ákvarðanir. Að beita sínum áhrifum á bæði íþróttalífið og Alþingismennirnir að pressa að við fáum að æfa. Við vonumst til þess að þau læri af þessu og verði fljótari til ef svipað kemur upp aftur. Vonandi þarf ÍSÍ þá ekki að treysta á að leikmennirnir pressi á þetta heldur en þeir sjálfir.“ Allt innslagið með umræðunni um æfingabannið má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um æfingabann Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brynjar valdi fimm manna „íslenskt“ úrvalslið áratugarins og sagði Pavel þann besta Það var líf og fjör er Brynjar Þór Björnsson heimsótti Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 20:00 „2018 tímabilið í KR var hrein martröð“ Brynjar Þór Björnsson gerði upp tímann hjá Tindastóli í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 11:31 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, körfuboltamaður í KR, segir að hann hefði viljað sjá forystu ÍSÍ koma fyrr inn og hjálpa afreksíþróttafólki að fá að æfa. Þetta sagði Brynjar í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Hvorki hefur verið leikið né æfður körfubolti síðan í byrjun október en Brynjar er reynslumikill og hann heldur sér vel við. Hann æfir vel, passar hvað hann er að borða en segir að þetta komi væntanlega verr við yngri leikmennina. „Maður reynir að halda sér í góðu standi. Maður er orðinn 32 ára og er kominn með ákveðna þekkingu í hverju maður er góður. Þetta er kannski öðruvísi ef maður væri yngri og enn æstari í að æfa. Maður reynir að hugsa vel um líkamann, borða hollt og bæta ekki of mörgum kílóum á sig. Maður reynir að bæta sig í einhverju öðru heldur en körfubolta,“ sagði Brynjar. Brynjar Þór segir að KKÍ, þegar boltinn var stöðvaður í október, hefði í fyrsta lagi átt að hefja leik í janúar. Hann skildi ekki af hverju væri verið að drífa sig svona mikið. „Auðvitað er þetta leiðigjarnt en ég hugsaði í október þegar við fórum í stopp að KKÍ hefði bara átt að grípa inn í og segja að við spilum ekki fyrr en í janúar. Mér fannst það meira segja í haust að áður en við byrjuðum að spila og æfa; af hverju erum við að drífa okkur svona mikið og af hverju eru liðin að draga þrjá til fjóra leikmenn til sín þegar óvissan er svona mikil.“ „Þetta er búið að kosta körfuboltafélög gríðarlegan pening og þetta eru peningar sem fólk er að safna saman til að borga leikmönnunum laun. Það er hart í ári en mér fannst við fara of hratt af stað í Domino's deildinni en ég vona að við fáum að spila í janúar og klára tímabilið.“ Brynjar tók ákvörðun í fyrstu bylgjunni að mæta ekki í leik KR gegn Stjörnunni. Sú ákvörðun vakti mikið umtal en eftir á að hyggja sér Brynjar ekki eftir henni. „Ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Það voru öll fyrirtæki að hætta með sínar samkomur. Það var verið að fresta árshátíðum og stórum viðburðum en íþróttafélögin sátu eftir,“ sagði Brynjar. Hann skorar einnig á forystuna að láta meira í sér heyra. „Við viljum heyra meira í ÍSÍ að fá að æfa. Mér finnst eins og forysta ÍSÍ sitji á hakanum með að taka ákvarðanir. Að beita sínum áhrifum á bæði íþróttalífið og Alþingismennirnir að pressa að við fáum að æfa. Við vonumst til þess að þau læri af þessu og verði fljótari til ef svipað kemur upp aftur. Vonandi þarf ÍSÍ þá ekki að treysta á að leikmennirnir pressi á þetta heldur en þeir sjálfir.“ Allt innslagið með umræðunni um æfingabannið má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um æfingabann Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brynjar valdi fimm manna „íslenskt“ úrvalslið áratugarins og sagði Pavel þann besta Það var líf og fjör er Brynjar Þór Björnsson heimsótti Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 20:00 „2018 tímabilið í KR var hrein martröð“ Brynjar Þór Björnsson gerði upp tímann hjá Tindastóli í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 11:31 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Brynjar valdi fimm manna „íslenskt“ úrvalslið áratugarins og sagði Pavel þann besta Það var líf og fjör er Brynjar Þór Björnsson heimsótti Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 20:00
„2018 tímabilið í KR var hrein martröð“ Brynjar Þór Björnsson gerði upp tímann hjá Tindastóli í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 11:31