Argentínskur þingmaður vill setja Maradona á peningaseðil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 07:31 Diego Maradona með heimsbikarinn eftir sigurinn á HM í Mexíkó 1986. Getty/Peter Robinson Argentína hefur verið í sárum síðan að þjóðin missti goðsögnina sína Diego Armando Maradona í lok nóvember og Argentínumenn hafa verið duglegir að heiðra sína stærstu fótboltahetju. Diego Armando Maradona var eins og guð í heimalandinu og missir argentínsku þjóðarinnar er því mikill þegar hann lést 25. nóvember síðastliðinn. Þingmaður að nafni Norma Durango í Argentínu vill ganga mjög langt í því að tryggja minningu Maradona og heimsmeistaratitilsins frá 1986. Umræddur þingmaður hefur lagt það til að Maradona verði settur á peningaseðil en hann hefur lagt inn þingstillögu um málið. Argentina moves to put Diego Maradona on bank notes: https://t.co/6IedrdxvST— Andrew Downie (@adowniebrazil) December 8, 2020 Þingmaðurinn vill að mynd af Maradona verði sett á þúsund pesa seðilinn en hann jafngildir rétt rúmlega 1500 íslenskum krónum. Myndin sem kemur til greina er myndin af Maradona að skora með hendi guðs á móti Englandi í átta liða úrslitunum á HM í Mexíkó 1986. Auðvitað er einnig líklegt að mynd af Maradona með heimsbikarinn eða að skora hið magnaða seinna mark á móti Englandi kæmu báðar sterklega til greina. Norma Durango segir að þessi tillaga sé ekki aðeins sett fram til heiðra minningu Maradona því að hún sé einnig hagsýn. „Þessi hugmynd er ekki aðeins sett fram til að heiðra okkar mikilvægustu hetju heldur er þetta einnig spurning um peninga. Okkur finnst að ferðamenn myndu vilja taka Maradona seðilinn aftur með sér heim,“ sagði Norma Durango. Norma Durango segist hafa fengið mikil viðbrögð við tillögunni þó að allir séu ekki sammála henni. Myndin á þúsund pesa seðlinum í dag er af þjóðarfuglinum, hinum rauða ofnfugli eða Rufous hornero. Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Diego Armando Maradona var eins og guð í heimalandinu og missir argentínsku þjóðarinnar er því mikill þegar hann lést 25. nóvember síðastliðinn. Þingmaður að nafni Norma Durango í Argentínu vill ganga mjög langt í því að tryggja minningu Maradona og heimsmeistaratitilsins frá 1986. Umræddur þingmaður hefur lagt það til að Maradona verði settur á peningaseðil en hann hefur lagt inn þingstillögu um málið. Argentina moves to put Diego Maradona on bank notes: https://t.co/6IedrdxvST— Andrew Downie (@adowniebrazil) December 8, 2020 Þingmaðurinn vill að mynd af Maradona verði sett á þúsund pesa seðilinn en hann jafngildir rétt rúmlega 1500 íslenskum krónum. Myndin sem kemur til greina er myndin af Maradona að skora með hendi guðs á móti Englandi í átta liða úrslitunum á HM í Mexíkó 1986. Auðvitað er einnig líklegt að mynd af Maradona með heimsbikarinn eða að skora hið magnaða seinna mark á móti Englandi kæmu báðar sterklega til greina. Norma Durango segir að þessi tillaga sé ekki aðeins sett fram til heiðra minningu Maradona því að hún sé einnig hagsýn. „Þessi hugmynd er ekki aðeins sett fram til að heiðra okkar mikilvægustu hetju heldur er þetta einnig spurning um peninga. Okkur finnst að ferðamenn myndu vilja taka Maradona seðilinn aftur með sér heim,“ sagði Norma Durango. Norma Durango segist hafa fengið mikil viðbrögð við tillögunni þó að allir séu ekki sammála henni. Myndin á þúsund pesa seðlinum í dag er af þjóðarfuglinum, hinum rauða ofnfugli eða Rufous hornero.
Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira