Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2020 09:09 Í yfirlýsingu frá Samherja, sem gefin var út í síðustu viku, sagði að lögreglan í Namibíu hefði engar tilraunir gert til að hafa afskipti af núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum félaga tengdum Samherja. Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. Þetta kemur fram í frétt Namibian Sun. Skjölin sem vitnað er í eru sögð koma frá Ríkissaksóknara Namibíu en ekki er útskýrt nánar hvaða skjöl um er að ræða. Í fréttinni segir einnig að mögulega gætu mennirnir tveir verið framseldir til Namibíu. Samkvæmt Namibian Sun er um að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálastjóra Samherja á Kýpur, og Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia. Í yfirlýsingu frá Samherja, sem gefin var út í síðustu viku, sagði að lögreglan í Namibíu hefði engar tilraunir gert til að hafa afskipti af núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum félaga tengdum Samherja. Namibian Sun vitnar einnig í yfirlýsingu Samherja um að ekki hafi verið reynt að ná tali af starfsmönnunum sem nefndir eru í skjölunum. Þar segir einnig að yfirvöld í Namibíu hafi engan lagagrunn til að krefjast framsals íslenskra ríkisborgara, þar sem ekkert framsalssamkomulag sé til staðar. Í frétt miðilsins segir einnig að embætti ríkissaksóknara telji líkur á því að hægt yrði að dæma Esja Holding, Mermaria Seafood, Saga Seafood og Esja Investments fyrir spillingu. Það eru félög sem tengjast rekstri Samherja í Namibíu og víðar. Ríkissaksóknari Namibíu sakar Samherja um að hafa borgað mútur til að koma höndum yfir hrossamakrílskvóta í Namibíu. Embættið hefur áætlað að ólöglegur ávinningur Samherja vegna þessa sé metinn á 547 milljónir namibíudollara, eða um 4,7 milljarða króna. Þessu hefur Samherji hafnað alfarið. Í annarri yfirlýsingu sem gefin var út í síðustu viku segir að áætlun Ríkissaksóknara feli í sér áætlaðar heildartekjur áður en skattar og gjöld hafi verið dregin frá. Ekkert hafi verið minnst á skatta, gjöld og annan rekstrarkostnað. Þá bendir félagið á að útgerðin í Namibíu hefði þegar uppi var staðið, verið rekin með tapi á tímabilinu 2012-2018. Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48 Meintur ólöglegur ágóði Samherja sagður 4,7 milljarðar Meintur ólöglegur ágóði sem Samherji fékk af milliríkjasamningi namibískra og angólskra yfirvalda er metinn á um 4,7 milljarða íslenskra króna. Ríkisútvarpið greinir frá og hefur upp úr beiðni sem namibískur saksóknari hefur lagt fram fyrir dómstól í Namibíu. 30. nóvember 2020 22:42 Þorsteinn segir Samherjafólk ofsótt af siðlausu Ríkisútvarpinu Forstjórinn birtir opið bréf til starfsfólks fyrirtækisins þar sem hann fordæmir enn og aftur fréttaflutning RÚV ohf. og kallar hann siðlausan. 4. september 2020 10:48 Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Namibian Sun. Skjölin sem vitnað er í eru sögð koma frá Ríkissaksóknara Namibíu en ekki er útskýrt nánar hvaða skjöl um er að ræða. Í fréttinni segir einnig að mögulega gætu mennirnir tveir verið framseldir til Namibíu. Samkvæmt Namibian Sun er um að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálastjóra Samherja á Kýpur, og Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia. Í yfirlýsingu frá Samherja, sem gefin var út í síðustu viku, sagði að lögreglan í Namibíu hefði engar tilraunir gert til að hafa afskipti af núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum félaga tengdum Samherja. Namibian Sun vitnar einnig í yfirlýsingu Samherja um að ekki hafi verið reynt að ná tali af starfsmönnunum sem nefndir eru í skjölunum. Þar segir einnig að yfirvöld í Namibíu hafi engan lagagrunn til að krefjast framsals íslenskra ríkisborgara, þar sem ekkert framsalssamkomulag sé til staðar. Í frétt miðilsins segir einnig að embætti ríkissaksóknara telji líkur á því að hægt yrði að dæma Esja Holding, Mermaria Seafood, Saga Seafood og Esja Investments fyrir spillingu. Það eru félög sem tengjast rekstri Samherja í Namibíu og víðar. Ríkissaksóknari Namibíu sakar Samherja um að hafa borgað mútur til að koma höndum yfir hrossamakrílskvóta í Namibíu. Embættið hefur áætlað að ólöglegur ávinningur Samherja vegna þessa sé metinn á 547 milljónir namibíudollara, eða um 4,7 milljarða króna. Þessu hefur Samherji hafnað alfarið. Í annarri yfirlýsingu sem gefin var út í síðustu viku segir að áætlun Ríkissaksóknara feli í sér áætlaðar heildartekjur áður en skattar og gjöld hafi verið dregin frá. Ekkert hafi verið minnst á skatta, gjöld og annan rekstrarkostnað. Þá bendir félagið á að útgerðin í Namibíu hefði þegar uppi var staðið, verið rekin með tapi á tímabilinu 2012-2018.
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48 Meintur ólöglegur ágóði Samherja sagður 4,7 milljarðar Meintur ólöglegur ágóði sem Samherji fékk af milliríkjasamningi namibískra og angólskra yfirvalda er metinn á um 4,7 milljarða íslenskra króna. Ríkisútvarpið greinir frá og hefur upp úr beiðni sem namibískur saksóknari hefur lagt fram fyrir dómstól í Namibíu. 30. nóvember 2020 22:42 Þorsteinn segir Samherjafólk ofsótt af siðlausu Ríkisútvarpinu Forstjórinn birtir opið bréf til starfsfólks fyrirtækisins þar sem hann fordæmir enn og aftur fréttaflutning RÚV ohf. og kallar hann siðlausan. 4. september 2020 10:48 Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48
Meintur ólöglegur ágóði Samherja sagður 4,7 milljarðar Meintur ólöglegur ágóði sem Samherji fékk af milliríkjasamningi namibískra og angólskra yfirvalda er metinn á um 4,7 milljarða íslenskra króna. Ríkisútvarpið greinir frá og hefur upp úr beiðni sem namibískur saksóknari hefur lagt fram fyrir dómstól í Namibíu. 30. nóvember 2020 22:42
Þorsteinn segir Samherjafólk ofsótt af siðlausu Ríkisútvarpinu Forstjórinn birtir opið bréf til starfsfólks fyrirtækisins þar sem hann fordæmir enn og aftur fréttaflutning RÚV ohf. og kallar hann siðlausan. 4. september 2020 10:48
Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01