Líf eða dauði hjá Man. United í orkudrykkjalandi Anton Ingi Leifsson skrifar 8. desember 2020 12:01 Það er pressa á Norðmanninum í kvöld. Matthew Peters/Getty Manchester United þarf að minnsta kosti jafntefli gegn Leipzig til að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er allt undir hjá Manchester United í síðustu umferð H-riðils Meistaradeildar Evrópu en liðið mætir RB Leipzig í Þýskalandi í kvöld. Liðinu sem er kennt við orkudrykkjaframleiðandann Red Bull en sömu eigendur eiga Leipzig og eiga Red Bull. United verður án bæði Anthony Martial og Edinson Cavani sem meiddust í leiknum gegn Southampton um helgina. Í þokkabót kom umboðsmaður Paul Pogba fram í gær og sagði að hann ætti að yfirgefa félagið. Líklega ekki undirbúningurinn sem Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær hafði hugsað sér fyrir leikinn í kvöld en United er áður en flautað til leiks á toppi riðilsins. United er með bestu markatöluna, sex mörk í plús en United, PSG og Leipzig eru öll með níu stig. Istanbul Basaksehir er svo á botni riðilsins með þrjú stig en þeir heimsækja PSG, sem United einmitt tapaði fyrir í síðustu umferð. Liðin þrjú berjast um tvö sæti í 16-liða úrslitunum. Our final group-stage game of the 2020/21 Champions League campaign come on United! #MUFC #UCL— Manchester United (@ManUtd) December 8, 2020 Eftir góðan útisigra á Leipzig og PSG þá tapaði United í Istanbul og tapaði einnig á heimavelli gegn PSG í síðustu umferð í leik sem hefði getað fallið báðu megin. Því er liðið með bakið upp við vegg í Þýskalandi í kvöld. Jafntefli mun duga United í kvöld þar sem þá heldur enska stórliðið Leipzig fyrir aftan sig en Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur væntanlega lært af útreiðinni sem þeir þýsku fengu í fyrri leiknum á Old Trafford sem þeir töpuðu 5-0. Staða liðanna í deildunum heima fyrir er ekki svo ólík. Leipzig er í þriðja sætinu í Þýskalandi, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern, en United er í sjötta sætinu á Englandi fimm stigum á eftir Tottenham. Sem sagt; eru að elta toppliðin en hafa hópana í að gera tilkall. Head coach Julian #Nagelsmann and @angel_tasende69 preview tomorrow's huge game #RBLeipzig #RBLMUN #UCL pic.twitter.com/9ypsACU5hP— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) December 7, 2020 Leikurinn á Red Bull Arena í kvöld hefst klukkan 20.00 og er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Hitað verður upp fyrir leikinn frá klukkan 19.30 og öllum leikjum kvöldsins verður svo gerð góð skil í Meistaradeildarmörkunum með Gumma Ben er þeim lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Það er allt undir hjá Manchester United í síðustu umferð H-riðils Meistaradeildar Evrópu en liðið mætir RB Leipzig í Þýskalandi í kvöld. Liðinu sem er kennt við orkudrykkjaframleiðandann Red Bull en sömu eigendur eiga Leipzig og eiga Red Bull. United verður án bæði Anthony Martial og Edinson Cavani sem meiddust í leiknum gegn Southampton um helgina. Í þokkabót kom umboðsmaður Paul Pogba fram í gær og sagði að hann ætti að yfirgefa félagið. Líklega ekki undirbúningurinn sem Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær hafði hugsað sér fyrir leikinn í kvöld en United er áður en flautað til leiks á toppi riðilsins. United er með bestu markatöluna, sex mörk í plús en United, PSG og Leipzig eru öll með níu stig. Istanbul Basaksehir er svo á botni riðilsins með þrjú stig en þeir heimsækja PSG, sem United einmitt tapaði fyrir í síðustu umferð. Liðin þrjú berjast um tvö sæti í 16-liða úrslitunum. Our final group-stage game of the 2020/21 Champions League campaign come on United! #MUFC #UCL— Manchester United (@ManUtd) December 8, 2020 Eftir góðan útisigra á Leipzig og PSG þá tapaði United í Istanbul og tapaði einnig á heimavelli gegn PSG í síðustu umferð í leik sem hefði getað fallið báðu megin. Því er liðið með bakið upp við vegg í Þýskalandi í kvöld. Jafntefli mun duga United í kvöld þar sem þá heldur enska stórliðið Leipzig fyrir aftan sig en Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur væntanlega lært af útreiðinni sem þeir þýsku fengu í fyrri leiknum á Old Trafford sem þeir töpuðu 5-0. Staða liðanna í deildunum heima fyrir er ekki svo ólík. Leipzig er í þriðja sætinu í Þýskalandi, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern, en United er í sjötta sætinu á Englandi fimm stigum á eftir Tottenham. Sem sagt; eru að elta toppliðin en hafa hópana í að gera tilkall. Head coach Julian #Nagelsmann and @angel_tasende69 preview tomorrow's huge game #RBLeipzig #RBLMUN #UCL pic.twitter.com/9ypsACU5hP— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) December 7, 2020 Leikurinn á Red Bull Arena í kvöld hefst klukkan 20.00 og er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Hitað verður upp fyrir leikinn frá klukkan 19.30 og öllum leikjum kvöldsins verður svo gerð góð skil í Meistaradeildarmörkunum með Gumma Ben er þeim lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira