Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda gæti orðið allt að 45 prósent Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2020 11:28 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í sumar þar sem kynntar voru 48 aðgerðir nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að lágmarksframlag Íslands varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi fari að öllum líkindum úr 29 prósentum í 40 til 45 prósent innan þess sameiginlega markmiðs Noregs og ríkja Evrópusambandsins um að draga úr losun um 55 prósent til ársins 2030. „Í núverandi stöðu þá er markmiðið sem er sameiginlegt með Íslandi, Evrópusambandinu og Noregi 40 prósenta samdráttur og þar af er Ísland með um 29 prósenta markmið. Við lýsum þessu yfir núna, að þetta markmið fari úr 40 prósentum í 55 prósent, og það þýðir auðvitað að hlutur Íslands eykst en það liggur ekki endanlega fyrir hvert endanlegt markmið fyrir Ísland verður en þetta endurspeglar að það fer töluvert upp okkar,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín segir að íslensk stjórnvöld vilji gera betur í þessum málum og standa sig vel. „Þannig að við sjáum fyrir okkur að þarna getum við farið hæglega yfir 40 prósenta markmiðið í samdrætti í losun. Það teljum við að sé hægt að gera meðal annars með þeim aðgerðum sem við kynntum núna í júní þar sem eru kynntar 48 aðgerðir sem við teljum í raun og veru að við munum ná fara umfram markmiðið sem gengumst undir í Parísarsáttmálanum en til þess að ná þessu markmiði um 55 prósentin þá munum við þurfa að gera enn betur og efla aðgerðir okkar enn frekar. Krafan á Ísland hefur verið um 29 prósent inn í 40 prósenta markmiðinu. Hún yrði einhvers staðar á bilinu 40 til 45 prósent ef evrópska heildarmarkmiðið yrði hækkað upp í 55 prósent,“ segir Katrín. Eins og áður segir er nú gerð krafa um að minnsta kosti 29 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Um er að ræða losun sem fellur utan hins svokallað ETS-kerfis en losun innan ETS hvað Ísland varðar er einkum á sviði stóriðju og flugs. Þar bera fyrirtækin sjálf ábyrgð innan samevrópsks viðskiptakerfis. „Önnur losun, s.s. frá samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og meðferð úrgangs, er á beinni ábyrgð einstakra ríkja, sem taka á sig tölulega skuldbindingu varðandi þá losun,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í morgun. Þannig hefur til dæmis lágmarksframlag Grikklands verið 16 prósent miðað við árið 2005, Noregs 40 prósent, Tékklands 14 prósent og Þýskalands 38 prósent. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
„Í núverandi stöðu þá er markmiðið sem er sameiginlegt með Íslandi, Evrópusambandinu og Noregi 40 prósenta samdráttur og þar af er Ísland með um 29 prósenta markmið. Við lýsum þessu yfir núna, að þetta markmið fari úr 40 prósentum í 55 prósent, og það þýðir auðvitað að hlutur Íslands eykst en það liggur ekki endanlega fyrir hvert endanlegt markmið fyrir Ísland verður en þetta endurspeglar að það fer töluvert upp okkar,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín segir að íslensk stjórnvöld vilji gera betur í þessum málum og standa sig vel. „Þannig að við sjáum fyrir okkur að þarna getum við farið hæglega yfir 40 prósenta markmiðið í samdrætti í losun. Það teljum við að sé hægt að gera meðal annars með þeim aðgerðum sem við kynntum núna í júní þar sem eru kynntar 48 aðgerðir sem við teljum í raun og veru að við munum ná fara umfram markmiðið sem gengumst undir í Parísarsáttmálanum en til þess að ná þessu markmiði um 55 prósentin þá munum við þurfa að gera enn betur og efla aðgerðir okkar enn frekar. Krafan á Ísland hefur verið um 29 prósent inn í 40 prósenta markmiðinu. Hún yrði einhvers staðar á bilinu 40 til 45 prósent ef evrópska heildarmarkmiðið yrði hækkað upp í 55 prósent,“ segir Katrín. Eins og áður segir er nú gerð krafa um að minnsta kosti 29 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Um er að ræða losun sem fellur utan hins svokallað ETS-kerfis en losun innan ETS hvað Ísland varðar er einkum á sviði stóriðju og flugs. Þar bera fyrirtækin sjálf ábyrgð innan samevrópsks viðskiptakerfis. „Önnur losun, s.s. frá samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og meðferð úrgangs, er á beinni ábyrgð einstakra ríkja, sem taka á sig tölulega skuldbindingu varðandi þá losun,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í morgun. Þannig hefur til dæmis lágmarksframlag Grikklands verið 16 prósent miðað við árið 2005, Noregs 40 prósent, Tékklands 14 prósent og Þýskalands 38 prósent.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira