Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2020 13:48 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að Lyfjastofnun Evrópu veiti lyfinu markaðsleyfi í síðasta lagi 29. desember. Tekið er fram í tilkynningu ráðuneytisins að líklegt sé að notuð verði fleiri en ein tegund bóluefna hér á landi. Gera megi ráð fyrir að bóluefnin kunni að henta ólíkum hópum með mismunandi hætti sem getur haft áhrif á forgangsröðunina, samanber reglugerð þar að lútandi. Tryggðir hafa verið samningar af Íslands hálfu við tvo bóluefnaframleiðendur, Pfizer og AstraZeneca, og sá þriðji er í burðarliðnum, að því er segir í tilkynningu. Í tilkynningu frá 3. desember kom fram að fyrir lægju drög að samningi við lyfjafyrirtækin Moderna og Janssen (Johnson & Johnson). Samtals tryggja samningarnir þrír bóluefni fyrir rúmlega 280.000 einstaklinga en komið hefur fram að bólusetja þurfi allt að 250 þúsund manns hér á landi til að ná hjarðónæmi. Áætlun og tölvukerfi í burðarliðnum Embætti sóttvarnalæknis vinnur nú að því að skipuleggja og samræma bólusetningu á landsvísu og stefnt er að því að birta áætlun um bólusetningu í næstu viku. Í áætluninni munu m.a. koma fram upplýsingar um forgangsröðun við bólusetningu, hvar bólusetning mun fara fram með hliðsjón af því magni sem berst hverju sinni, hvernig fólk verður boðað í bólusetningu og skráning þess. Þá er nú þegar farið að setja inn upplýsingar um bólusetningu á vefinn Covid.is og fyrirhugað er að kynna skipulag bólusetningar þar þegar áætlun liggur fyrir. Einnig er unnið að þróun á tölvukerfi til að styðja við bólusetningar. Kerfið byggir á því kerfi sem þróað hefur verið fyrir skimun á landamærum en er núna notað fyrir nær allar Covid-sýnatökur hér á landi. Kerfið verður notað til að bjóða stærri hópum í bólusetningu með skilaboðum í Heilsuveru og strikamerkjum. Kerfið mun einnig styðja við utanumhald stærri og smærri forgangshópa. Áætlað er að fyrsta útgáfa kerfisins verði tilbúin til notkunar þriðjudaginn 15. desember nk. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57 Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Ferðahugur í Íslendingum í kjölfar bóluefnafrétta Íslendingar eru margir farnir að huga að sólarlandaferðum á næsta ári í ljósi fregna af bóluefni. Erlendir ferðamenn eru farnir að sýna landinu áhuga á ný. 9. desember 2020 18:31 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að Lyfjastofnun Evrópu veiti lyfinu markaðsleyfi í síðasta lagi 29. desember. Tekið er fram í tilkynningu ráðuneytisins að líklegt sé að notuð verði fleiri en ein tegund bóluefna hér á landi. Gera megi ráð fyrir að bóluefnin kunni að henta ólíkum hópum með mismunandi hætti sem getur haft áhrif á forgangsröðunina, samanber reglugerð þar að lútandi. Tryggðir hafa verið samningar af Íslands hálfu við tvo bóluefnaframleiðendur, Pfizer og AstraZeneca, og sá þriðji er í burðarliðnum, að því er segir í tilkynningu. Í tilkynningu frá 3. desember kom fram að fyrir lægju drög að samningi við lyfjafyrirtækin Moderna og Janssen (Johnson & Johnson). Samtals tryggja samningarnir þrír bóluefni fyrir rúmlega 280.000 einstaklinga en komið hefur fram að bólusetja þurfi allt að 250 þúsund manns hér á landi til að ná hjarðónæmi. Áætlun og tölvukerfi í burðarliðnum Embætti sóttvarnalæknis vinnur nú að því að skipuleggja og samræma bólusetningu á landsvísu og stefnt er að því að birta áætlun um bólusetningu í næstu viku. Í áætluninni munu m.a. koma fram upplýsingar um forgangsröðun við bólusetningu, hvar bólusetning mun fara fram með hliðsjón af því magni sem berst hverju sinni, hvernig fólk verður boðað í bólusetningu og skráning þess. Þá er nú þegar farið að setja inn upplýsingar um bólusetningu á vefinn Covid.is og fyrirhugað er að kynna skipulag bólusetningar þar þegar áætlun liggur fyrir. Einnig er unnið að þróun á tölvukerfi til að styðja við bólusetningar. Kerfið byggir á því kerfi sem þróað hefur verið fyrir skimun á landamærum en er núna notað fyrir nær allar Covid-sýnatökur hér á landi. Kerfið verður notað til að bjóða stærri hópum í bólusetningu með skilaboðum í Heilsuveru og strikamerkjum. Kerfið mun einnig styðja við utanumhald stærri og smærri forgangshópa. Áætlað er að fyrsta útgáfa kerfisins verði tilbúin til notkunar þriðjudaginn 15. desember nk.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57 Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Ferðahugur í Íslendingum í kjölfar bóluefnafrétta Íslendingar eru margir farnir að huga að sólarlandaferðum á næsta ári í ljósi fregna af bóluefni. Erlendir ferðamenn eru farnir að sýna landinu áhuga á ný. 9. desember 2020 18:31 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57
Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03
Ferðahugur í Íslendingum í kjölfar bóluefnafrétta Íslendingar eru margir farnir að huga að sólarlandaferðum á næsta ári í ljósi fregna af bóluefni. Erlendir ferðamenn eru farnir að sýna landinu áhuga á ný. 9. desember 2020 18:31