„Ég veit ekki hvernig það er hægt að orða þetta skýrar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2020 11:53 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundinum í dag. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda og almannavarna í baráttunni gegn Covid-19 hafi verið mjög skýr. Hann viti ekki hvernig hægt hefði verið að orða hlutina skýrar en segir það alveg örugglega rannsóknarverkefni hvernig best sé að koma skilaboðum til fólks í faraldri sem þessum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Var Þórólfur spurður að því hvort hann teldi fólk nú leyfa sér meira því það hefði minni áhyggjur eða hvort það væru skilaboðin sem væru ómarkviss að því leyti að staðan væri góð en yfirvöld hafi áhyggjur af framhaldinu. Var spurningin í samhengi við þá staðreynd að fólk er töluvert á ferðinni núna sem sést til dæmis á umferðinni og fjölda fólks í verslunarmiðstöðvum og miðbænum um helgina. „Það er erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað það er sem gerir það að verkum að fólk er kannski aðeins farið að slaka á. Ég held að skilaboðin okkar hafi verið mjög skýr, ég veit ekki hvernig það er hægt að orða þetta skýrar. Við erum að biðla til fólks að hegða sér á ákveðinn máta og gera fólki grein fyrir því að faraldurinn gæti farið á skrið eftir um það bil eina viku ef fólk gætir ekki að sér. En þetta er alveg örugglega rannsóknarverkefni sem þyrfti að skera úr um, hvernig er best að koma skilaboðum til fólks,“ sagði Þórólfur og bætti við að það væri heldur ekki góð leið að mála myndina einhvern veginn öðruvísi en hún væri. „Maður verður bara að vera sanngjarn í þeirri túlkun sem tölurnar eru að segja okkur en þetta er til umhugsunar, það er alveg hárrétt.“ Á leið út úr þessari bylgju en lítið má út af bregða Í framsögu sinni á fundinum sagði Þórólfur faraldurinn haldast ágætlega niðri vegna þeirra sóttvarnaaðgerða sem eru í gangi og samstöðu almennings. Ljóst væri að við værum að komast út úr þessari bylgju en hins vegar þyrfti lítið til að hópsýkingar kæmu upp og myndu þá valda annarri bylgju. „Það er sérstaklega rétt að vara við því í ljósi þeirrar tíðar sem nú fer í hönd og líka í ljósi þeirra frétta sem bárust frá liðinni helgi að svo virðist sem sumir í samfélaginu hafi ekki farið að tilmælum um hópamyndanir og veisluhöld. Það er rétt að minna á það að það eru akkúrat slíkar samkomur sem hafa verið uppsprettan að þeim faraldri sem við höfum verið að fá fást við nú til þessa, eða allavega ein af þeim uppsprettum,“ sagði Þórólfur. Hann hvatti því alla eftir sem áður til þess að forðast hópamyndir og fara eftir leiðbeiningum svo það kæmi ekki önnur bylgja um jól og áramót. Þá ræddi hann einnig um þann aukna fjölda fólks sem er að koma til landsins þessa dagana en Íslendingar búsettir erlendis, til dæmis námsmenn, tínast nú heim til þess að verja jólum og áramótum hér. Þórólfur sagði þennan aukna fjölda ákveðið áhyggjuefni og minnti á mikilvægi þess að allir fari í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærunum og haldi sóttkví þar til skimun númer tvö hefur farið fram og niðurstaða liggur fyrir. „Ég vil biðla til landsmanna að leiðbeina þeim sem hingað koma og árétta að fylgt sé öllum reglum um ferðalög sem hér gilda,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Hann viti ekki hvernig hægt hefði verið að orða hlutina skýrar en segir það alveg örugglega rannsóknarverkefni hvernig best sé að koma skilaboðum til fólks í faraldri sem þessum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Var Þórólfur spurður að því hvort hann teldi fólk nú leyfa sér meira því það hefði minni áhyggjur eða hvort það væru skilaboðin sem væru ómarkviss að því leyti að staðan væri góð en yfirvöld hafi áhyggjur af framhaldinu. Var spurningin í samhengi við þá staðreynd að fólk er töluvert á ferðinni núna sem sést til dæmis á umferðinni og fjölda fólks í verslunarmiðstöðvum og miðbænum um helgina. „Það er erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað það er sem gerir það að verkum að fólk er kannski aðeins farið að slaka á. Ég held að skilaboðin okkar hafi verið mjög skýr, ég veit ekki hvernig það er hægt að orða þetta skýrar. Við erum að biðla til fólks að hegða sér á ákveðinn máta og gera fólki grein fyrir því að faraldurinn gæti farið á skrið eftir um það bil eina viku ef fólk gætir ekki að sér. En þetta er alveg örugglega rannsóknarverkefni sem þyrfti að skera úr um, hvernig er best að koma skilaboðum til fólks,“ sagði Þórólfur og bætti við að það væri heldur ekki góð leið að mála myndina einhvern veginn öðruvísi en hún væri. „Maður verður bara að vera sanngjarn í þeirri túlkun sem tölurnar eru að segja okkur en þetta er til umhugsunar, það er alveg hárrétt.“ Á leið út úr þessari bylgju en lítið má út af bregða Í framsögu sinni á fundinum sagði Þórólfur faraldurinn haldast ágætlega niðri vegna þeirra sóttvarnaaðgerða sem eru í gangi og samstöðu almennings. Ljóst væri að við værum að komast út úr þessari bylgju en hins vegar þyrfti lítið til að hópsýkingar kæmu upp og myndu þá valda annarri bylgju. „Það er sérstaklega rétt að vara við því í ljósi þeirrar tíðar sem nú fer í hönd og líka í ljósi þeirra frétta sem bárust frá liðinni helgi að svo virðist sem sumir í samfélaginu hafi ekki farið að tilmælum um hópamyndanir og veisluhöld. Það er rétt að minna á það að það eru akkúrat slíkar samkomur sem hafa verið uppsprettan að þeim faraldri sem við höfum verið að fá fást við nú til þessa, eða allavega ein af þeim uppsprettum,“ sagði Þórólfur. Hann hvatti því alla eftir sem áður til þess að forðast hópamyndir og fara eftir leiðbeiningum svo það kæmi ekki önnur bylgja um jól og áramót. Þá ræddi hann einnig um þann aukna fjölda fólks sem er að koma til landsins þessa dagana en Íslendingar búsettir erlendis, til dæmis námsmenn, tínast nú heim til þess að verja jólum og áramótum hér. Þórólfur sagði þennan aukna fjölda ákveðið áhyggjuefni og minnti á mikilvægi þess að allir fari í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærunum og haldi sóttkví þar til skimun númer tvö hefur farið fram og niðurstaða liggur fyrir. „Ég vil biðla til landsmanna að leiðbeina þeim sem hingað koma og árétta að fylgt sé öllum reglum um ferðalög sem hér gilda,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?