Júlían tognaður aftan í læri og gæti misst af RIG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2020 16:31 Júlían þurfti að æfa við ansi þröngar aðstæður á tímum samkomubanns á þessu ári. Það gæti hafa leitt til þess að hann tognaði aftan í læri nýverið. VÍSIR/VILHELM Júlían J.K. Jóhannson, íþróttamaður ársins 2019 og heimsmethafi í réttstöðulyftu í sínum flokki, gæti misst af Reykjavík International Games sem hefjast eftir sjö vikur þar sem hann tognaði aftan í læri nýverið. Júlían hefur verið einkar óheppinn með meiðsli undanfarin ár, allavega þegar kemur að undirbúningi fyrir RIG. Hann fór yfir þetta á Twitter-síðu sinni í dag. Bæði 2016 og 2017 tognaði hann í brjóstvöðva skömmu fyrir mót. Árið 2018 var hann að glíma við tognun í miðbaki og í fyrra var þreyttur og meiddur. Undirbúningur undir Reykjavík International Games:2016: Tognaði í brjóstvöðva 2017: Tognaði í brjóstvöðva 2018: Tognaði í miðbaki 2019: þreyttur og meiddur2020: enn 7 vikur í mót en tognaði í brjóstvöðva í nóvember og tognaði í aftanlærisvöðva á föstudaginn.— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) December 14, 2020 Júlían er eins og áður sagði heimsmethafi í réttstöðulyftu í sínum þyngdarflokk ásamt því að eiga öll Íslandsmetin í sama flokki. Það er bekkpressu, hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðu. Hann stefnir enn á að taka þátt í mótinu þó tíminn verði að leiða í ljós hvort það gangi upp. „Ég alla vega stefni á að ná mótinu en erfitt að segja núna. Það eru alltaf nokkrar vikur sem en fara í að jafna sig þannig þetta kemur betur í ljós eftir því sem líður á mánuðinn. En þetta er tvísýnt núna en ég vona það besta. Þetta er svona eins og þríeykið segir ástandið er tvísýnt núna en þetta kemur betur í ljós á næstu sjö til tíu dögum,“ sagði Júlían í stuttu spjalli við Vísi. Júlían segir jafnframt frá því á Twitter að sennilega hafi margt spilað inn í og leitt til þess að hann tognaði. Nefnir hann slæma æfingaðstöðu og ómarkvissar æfingar vegna kórónufaraldursins sem og minni svefn en vanalega þar sem hann er nýbakaður faðir. Hann segist þó nokkuð sáttur með árið í heild sinni. Heilt yfir samt bara gott ár. Margir sigrar inn á milli. M.a. fyrrnefnt föðurhlutverk, tvö góð mót þar sem ég varð Íslandsmeistari í réttstöðulyftu og svo Íslandsmeistari í kraftlyftingum.Áfram gakk.— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) December 14, 2020 Kraftlyftingar Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sjá meira
Júlían hefur verið einkar óheppinn með meiðsli undanfarin ár, allavega þegar kemur að undirbúningi fyrir RIG. Hann fór yfir þetta á Twitter-síðu sinni í dag. Bæði 2016 og 2017 tognaði hann í brjóstvöðva skömmu fyrir mót. Árið 2018 var hann að glíma við tognun í miðbaki og í fyrra var þreyttur og meiddur. Undirbúningur undir Reykjavík International Games:2016: Tognaði í brjóstvöðva 2017: Tognaði í brjóstvöðva 2018: Tognaði í miðbaki 2019: þreyttur og meiddur2020: enn 7 vikur í mót en tognaði í brjóstvöðva í nóvember og tognaði í aftanlærisvöðva á föstudaginn.— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) December 14, 2020 Júlían er eins og áður sagði heimsmethafi í réttstöðulyftu í sínum þyngdarflokk ásamt því að eiga öll Íslandsmetin í sama flokki. Það er bekkpressu, hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðu. Hann stefnir enn á að taka þátt í mótinu þó tíminn verði að leiða í ljós hvort það gangi upp. „Ég alla vega stefni á að ná mótinu en erfitt að segja núna. Það eru alltaf nokkrar vikur sem en fara í að jafna sig þannig þetta kemur betur í ljós eftir því sem líður á mánuðinn. En þetta er tvísýnt núna en ég vona það besta. Þetta er svona eins og þríeykið segir ástandið er tvísýnt núna en þetta kemur betur í ljós á næstu sjö til tíu dögum,“ sagði Júlían í stuttu spjalli við Vísi. Júlían segir jafnframt frá því á Twitter að sennilega hafi margt spilað inn í og leitt til þess að hann tognaði. Nefnir hann slæma æfingaðstöðu og ómarkvissar æfingar vegna kórónufaraldursins sem og minni svefn en vanalega þar sem hann er nýbakaður faðir. Hann segist þó nokkuð sáttur með árið í heild sinni. Heilt yfir samt bara gott ár. Margir sigrar inn á milli. M.a. fyrrnefnt föðurhlutverk, tvö góð mót þar sem ég varð Íslandsmeistari í réttstöðulyftu og svo Íslandsmeistari í kraftlyftingum.Áfram gakk.— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) December 14, 2020
Kraftlyftingar Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sjá meira