Hús rýmd á Seyðisfirði vegna aurskriða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2020 16:39 Þessa mynd tók Davíð Kristinsson, varaformaður Björgunarsveitarinnar Ísólfs, og sýnir hún hvar aurskriða hefur fallið á hús. Davíð Kristinsson Tvær skriður féllu úr Botnum utan við Nautaklauf á Seyðisfirði á þriðja tímanum í dag og ná nær niður á jafnsléttu. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Nokkur hús við hafa verið rýmd vegna ofanflóðahættu. Óvissustig vegna skriðuhættu er nú í gildi á Austfjörðum en því var lýst eftir að skriðurnar féllu rétt fyrir klukkan þrjú, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Tvær aurskriður féllu úr Botnum. Annarsvegar niður í Botnahlíð og hins vegar á Austurveg. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Þá hafa engar upplýsingar borist um slys á fólki. Hús rýmd og íbúar varaðir við Almannavarnir hafa ákveðið að rýma hluta af svæði C á Seyðisfirði. Rýma þarf eða vara íbúa við að hafast ekki við fjallsmegin í húsum á C-svæði undir Botnum frá Dagmálalæk að Búðará. Einnig B- og C-svæði ofan Gamla Austurvegar, og Austurveg 42, Hafnargata 18b til 38a, ofan götunnar. Sleppa má Botnahlíð 9, 11 og 13. Rauði kross Íslands hefur opnað fjöldahjálparstöð í Herðubreið á Seyðisfirði. Jafnframt er ástæða til þess að vara umsjónarmenn í síldarverksmiðjunni SR-Mjöli við skriðuhættu og óskað eftir að starfsfólk og aðrir íbúar séu upplýst um hættu a svæðinu. Hér má sjá mynd af skriðunni sem féll. Mikið hefur rignt síðustu sex sólarhringa á Austfjörðum og sem dæmi má nefna að uppsöfnuð úrkoma á Seyðisfirði er komin yfir 350 mm. Jarðvegur í neðri hluta hlíða er orðinn vatnsmettaður og skriður hafa fallið neðarlega í hlíðum bæði á Eskifirði og Seyðisfirði. Spáð er áframhaldandi úrkomu sem verður þó snjókoma niður fyrir miðjar hlíðar. Flæðir báðum megin við húsið Vilborg Diljá Jónsdóttir, íbúi í Botnhlíð, segir fyrstu skriðuna hafa fallið á húsið hennar og eiginmanns hennar um klukkan þrjú. Aurskriðan nái vel upp á gluggann sem snúi upp í fjallið. „Svo flæðir sitt hvoru megin við húsið. Ef þetta stoppar ekki þá flæðir inn í húsið,“ segir Diljá. Búið er að loka götunni að sögn Diljá sem er flúin á hótel en þau hjónin reka Ölduna á Seyðisfirði. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir á annan tug manna í því að rýma svæðið og vakta það. Engar lífsbjargandi aðgerðir séu í gangi en unnið sé úr greiningu með sérfærðingum í ofanflóðum varðandi hættuna á svæðinu. Vilborg Diljá Jónsdóttir, íbúi í Botnhlíð, segir fyrstu skriðuna hafa fallið á húsið hennar og eiginmanns hennar um klukkan þrjú. Aurskriðan nái vel upp á gluggann sem snúi upp í fjallið.Davíð Kristinsson Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýsa yfir óvissustigi almannavarna á Seyðisfirði eftir að tvær aurskriður féllu úr Botnum annarsvegar niður í Botnahlíð og á Austurveg. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Þá hafa engar upplýsingar borist um slys á fólki. Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á svæðinu. Tekin hefur verið ákvörðun um að rýma hluta af svæði svæði C á Seyðisfirði. Rýma þarf eða vara íbúa við að hafast ekki við fjallsmegin í húsum á C-svæði undir Botnum frá Dagmálalæk að Búðará. Einnig B- og C-svæði ofan Gamla Austurvegar, og Austurveg 42, Hafnargata 18b til 38a, ofan götunnar. Sleppa má Botnahlíð 9, 11 og 13. Rauði kross Íslands hefur opnað fjöldahjálparstöð í Herðubreið á Seyðisfirði. Jafnframt er ástæða til þess að vara umsjónarmenn í SR-Mjöli við skriðuhættu og óskað eftir að starfsfólk og aðrir íbúar séu upplýst um hættu a svæðinu. Skriðuhætta hefur verið á Austurlandi vegna mikilla rigninga undanfarna daga. Jörð er orðin vatnsmettuð eftir rigningu, snjóbráð og hlýinda síðustu daga. Tilkynning frá Landsbjörg Um kl. 14:45 féllu tvö aurflóð á Seyðisfirði – annað lítið en hitt sýnu stærra og náði að byggð. Tjón var óverulegt en einhverjir lausamunir runnu úr görðum. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi og kallað út björgunarsveitarfólk til að rýma hluta af áhrifasvæði flóðanna, vakta umferð um svæðið og huga að íbúm. Sú vinna er nú í gangi. Þessi mynd er einnig tekin í Botnahlíð.Davíð Kristinsson Vilborg segir að flæða muni inn í húsið á endanum.Davíð Kristinsson Þessar myndir tók Davíð svo á Austurvegi.Davíð Kristinsson Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
Óvissustig vegna skriðuhættu er nú í gildi á Austfjörðum en því var lýst eftir að skriðurnar féllu rétt fyrir klukkan þrjú, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Tvær aurskriður féllu úr Botnum. Annarsvegar niður í Botnahlíð og hins vegar á Austurveg. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Þá hafa engar upplýsingar borist um slys á fólki. Hús rýmd og íbúar varaðir við Almannavarnir hafa ákveðið að rýma hluta af svæði C á Seyðisfirði. Rýma þarf eða vara íbúa við að hafast ekki við fjallsmegin í húsum á C-svæði undir Botnum frá Dagmálalæk að Búðará. Einnig B- og C-svæði ofan Gamla Austurvegar, og Austurveg 42, Hafnargata 18b til 38a, ofan götunnar. Sleppa má Botnahlíð 9, 11 og 13. Rauði kross Íslands hefur opnað fjöldahjálparstöð í Herðubreið á Seyðisfirði. Jafnframt er ástæða til þess að vara umsjónarmenn í síldarverksmiðjunni SR-Mjöli við skriðuhættu og óskað eftir að starfsfólk og aðrir íbúar séu upplýst um hættu a svæðinu. Hér má sjá mynd af skriðunni sem féll. Mikið hefur rignt síðustu sex sólarhringa á Austfjörðum og sem dæmi má nefna að uppsöfnuð úrkoma á Seyðisfirði er komin yfir 350 mm. Jarðvegur í neðri hluta hlíða er orðinn vatnsmettaður og skriður hafa fallið neðarlega í hlíðum bæði á Eskifirði og Seyðisfirði. Spáð er áframhaldandi úrkomu sem verður þó snjókoma niður fyrir miðjar hlíðar. Flæðir báðum megin við húsið Vilborg Diljá Jónsdóttir, íbúi í Botnhlíð, segir fyrstu skriðuna hafa fallið á húsið hennar og eiginmanns hennar um klukkan þrjú. Aurskriðan nái vel upp á gluggann sem snúi upp í fjallið. „Svo flæðir sitt hvoru megin við húsið. Ef þetta stoppar ekki þá flæðir inn í húsið,“ segir Diljá. Búið er að loka götunni að sögn Diljá sem er flúin á hótel en þau hjónin reka Ölduna á Seyðisfirði. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir á annan tug manna í því að rýma svæðið og vakta það. Engar lífsbjargandi aðgerðir séu í gangi en unnið sé úr greiningu með sérfærðingum í ofanflóðum varðandi hættuna á svæðinu. Vilborg Diljá Jónsdóttir, íbúi í Botnhlíð, segir fyrstu skriðuna hafa fallið á húsið hennar og eiginmanns hennar um klukkan þrjú. Aurskriðan nái vel upp á gluggann sem snúi upp í fjallið.Davíð Kristinsson Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýsa yfir óvissustigi almannavarna á Seyðisfirði eftir að tvær aurskriður féllu úr Botnum annarsvegar niður í Botnahlíð og á Austurveg. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Þá hafa engar upplýsingar borist um slys á fólki. Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á svæðinu. Tekin hefur verið ákvörðun um að rýma hluta af svæði svæði C á Seyðisfirði. Rýma þarf eða vara íbúa við að hafast ekki við fjallsmegin í húsum á C-svæði undir Botnum frá Dagmálalæk að Búðará. Einnig B- og C-svæði ofan Gamla Austurvegar, og Austurveg 42, Hafnargata 18b til 38a, ofan götunnar. Sleppa má Botnahlíð 9, 11 og 13. Rauði kross Íslands hefur opnað fjöldahjálparstöð í Herðubreið á Seyðisfirði. Jafnframt er ástæða til þess að vara umsjónarmenn í SR-Mjöli við skriðuhættu og óskað eftir að starfsfólk og aðrir íbúar séu upplýst um hættu a svæðinu. Skriðuhætta hefur verið á Austurlandi vegna mikilla rigninga undanfarna daga. Jörð er orðin vatnsmettuð eftir rigningu, snjóbráð og hlýinda síðustu daga. Tilkynning frá Landsbjörg Um kl. 14:45 féllu tvö aurflóð á Seyðisfirði – annað lítið en hitt sýnu stærra og náði að byggð. Tjón var óverulegt en einhverjir lausamunir runnu úr görðum. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi og kallað út björgunarsveitarfólk til að rýma hluta af áhrifasvæði flóðanna, vakta umferð um svæðið og huga að íbúm. Sú vinna er nú í gangi. Þessi mynd er einnig tekin í Botnahlíð.Davíð Kristinsson Vilborg segir að flæða muni inn í húsið á endanum.Davíð Kristinsson Þessar myndir tók Davíð svo á Austurvegi.Davíð Kristinsson
Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýsa yfir óvissustigi almannavarna á Seyðisfirði eftir að tvær aurskriður féllu úr Botnum annarsvegar niður í Botnahlíð og á Austurveg. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Þá hafa engar upplýsingar borist um slys á fólki. Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á svæðinu. Tekin hefur verið ákvörðun um að rýma hluta af svæði svæði C á Seyðisfirði. Rýma þarf eða vara íbúa við að hafast ekki við fjallsmegin í húsum á C-svæði undir Botnum frá Dagmálalæk að Búðará. Einnig B- og C-svæði ofan Gamla Austurvegar, og Austurveg 42, Hafnargata 18b til 38a, ofan götunnar. Sleppa má Botnahlíð 9, 11 og 13. Rauði kross Íslands hefur opnað fjöldahjálparstöð í Herðubreið á Seyðisfirði. Jafnframt er ástæða til þess að vara umsjónarmenn í SR-Mjöli við skriðuhættu og óskað eftir að starfsfólk og aðrir íbúar séu upplýst um hættu a svæðinu. Skriðuhætta hefur verið á Austurlandi vegna mikilla rigninga undanfarna daga. Jörð er orðin vatnsmettuð eftir rigningu, snjóbráð og hlýinda síðustu daga. Tilkynning frá Landsbjörg Um kl. 14:45 féllu tvö aurflóð á Seyðisfirði – annað lítið en hitt sýnu stærra og náði að byggð. Tjón var óverulegt en einhverjir lausamunir runnu úr görðum. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi og kallað út björgunarsveitarfólk til að rýma hluta af áhrifasvæði flóðanna, vakta umferð um svæðið og huga að íbúm. Sú vinna er nú í gangi.
Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira