Biden ætlar að tilnefna Buttigieg í embætti samgönguráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2020 23:46 Pete Buttigieg yrði fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að sitja í ríkisstjórn Bandaríkjanna. EPA/JIM LO SCALZO Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að skipa Pete Buttigieg í embætti samgönguráðherra Bandaríkjanna. Þetta hafa fjölmiðlar vestanhafs eftir heimildarmönnum sínum. Buttigieg, sem kallaður er Mayor Pete, því hann var borgarstjóri South Bend í Indiana, bauð sig fram til forseta í forvali Demókrataflokksins og þá gegn Biden. Gengi Buttigieg fór fram úr væntingum sérfræðinga í fyrstu ríkjunum þar sem atkvæðagreiðsla fór fram og varð hann meðal þeirra fremstu í forvalinu. Framboð hans datt þó aftur úr þegar á leið og að endingu hætti hann og gekk til liðs við framboð Bidens. Í kjölfarið fór Biden fögrum orðum um borgarstjórann fyrrverandi og líkti honum við látinn son sinn, Beau. Hann sagði það mesta hrós sem hann gæti veitt nokkrum manni eða konu. Verði hann tilnefndur og staðfestur í embættið af öldungadeildarþingmönnum yrði Buttigieg fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að sitja í ríkisstjórnarembætti í Bandaríkjunum. Buttigieg var kosinn borgarstjóri árið 2011, þá einungis 29 ára gamall og varð hann þá yngsti borgarstjóri Bandaríkjanna í borg með fleiri en hundrað þúsund íbúa. Hann þjónaði í flota Bandaríkjanna og tók 7 mánaða leyfi frá embætti sínu árið 2014 og var sendur til Afganistan. Buttigieg útskrifaðist úr Harvard og býr í South Bend ásamt eiginmanni sínum. Sjá einnig: Pete Buttigieg sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa hagsmunasamtök LGBTQ-fólks þegar lýst yfir stuðningi við tilnefningu Buttigieg, þó hún hafi ekki verið tilkynnt opinberlega. Leiðtogar Black Lives Matter hreyfingarinnar í South Bend hafa þó lýst yfir óánægju sinni. Leiðtogi hreyfingarinnar þar segir að Buttigieg hafi beitt lögreglunni harkalega gegn svörtu fólki í borginni. Hreyfingin hafði áður látið óánægju sína með Buttigieg ljósa í kosningabaráttunni í fyrra eftiri að svartur íbúi South Bend var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni. Biden hefur heitið því að fjárfesta verulega í innviðum í Bandaríkjunum og á sama tíma draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í frétt Washington Post segir að framtíð Buttigieg í bandarískri pólitík gæti ráðist í embættinu og hvort honum muni ganga vel þar. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Gengi Buttigieg fór fram úr væntingum sérfræðinga í fyrstu ríkjunum þar sem atkvæðagreiðsla fór fram og varð hann meðal þeirra fremstu í forvalinu. Framboð hans datt þó aftur úr þegar á leið og að endingu hætti hann og gekk til liðs við framboð Bidens. Í kjölfarið fór Biden fögrum orðum um borgarstjórann fyrrverandi og líkti honum við látinn son sinn, Beau. Hann sagði það mesta hrós sem hann gæti veitt nokkrum manni eða konu. Verði hann tilnefndur og staðfestur í embættið af öldungadeildarþingmönnum yrði Buttigieg fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að sitja í ríkisstjórnarembætti í Bandaríkjunum. Buttigieg var kosinn borgarstjóri árið 2011, þá einungis 29 ára gamall og varð hann þá yngsti borgarstjóri Bandaríkjanna í borg með fleiri en hundrað þúsund íbúa. Hann þjónaði í flota Bandaríkjanna og tók 7 mánaða leyfi frá embætti sínu árið 2014 og var sendur til Afganistan. Buttigieg útskrifaðist úr Harvard og býr í South Bend ásamt eiginmanni sínum. Sjá einnig: Pete Buttigieg sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa hagsmunasamtök LGBTQ-fólks þegar lýst yfir stuðningi við tilnefningu Buttigieg, þó hún hafi ekki verið tilkynnt opinberlega. Leiðtogar Black Lives Matter hreyfingarinnar í South Bend hafa þó lýst yfir óánægju sinni. Leiðtogi hreyfingarinnar þar segir að Buttigieg hafi beitt lögreglunni harkalega gegn svörtu fólki í borginni. Hreyfingin hafði áður látið óánægju sína með Buttigieg ljósa í kosningabaráttunni í fyrra eftiri að svartur íbúi South Bend var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni. Biden hefur heitið því að fjárfesta verulega í innviðum í Bandaríkjunum og á sama tíma draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í frétt Washington Post segir að framtíð Buttigieg í bandarískri pólitík gæti ráðist í embættinu og hvort honum muni ganga vel þar.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira