Rósa Björk til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2020 13:20 Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir gekk í dag til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar. Hún hefur setið sem óháður þingmaður á Alþingi síðastliðna þrjá mánuði, en var þar áður í þingflokki Vinstri grænna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rósu Björk sem send var á fjölmiðla. Rósa Björk segir að pólitískar áherslur sínar og Samfylkingarinnar séu nátengdar með mikilvægi á aukinn jöfnuð í samfélaginu þar sem allir geti notið sín á eigin forsendum, burtséð frá stétt eða stöðu. Það eigi líka við um frið og sjálfbærni og opið, framsækið og fjölbreytt samfélag með áherslu á virka fjölþætta utanríkisstefnu. „Að undanförnu hefur Samfylkingin að auki lagt mun meiri og skýrari þunga á loftlagsmálin, og umhverfismálin en áður og lagt fram góða áætlun um græna viðspyrnu út úr Covid-19 kreppunni. Það gerir útslagið fyrir mig þegar kemur að því að taka þessa ákvörðun um að ganga í Samfylkinguna og þingflokk hennar. Ég hlakka mjög mikið til að taka þátt í starfi Samfylkingarinnar og að leggja mitt á vogarskálarnar til að bæta íslenskt samfélag,“ segir í tilkynningunni. Þingflokksformaðurinn: „Hér á hún heima“ Eftir að Rósa Björk hefur gengið til liðs við Samfylkinguna eru nú átta þingmenn í þingflokknum. Vísir náði tali af Oddnýju G. Harðardóttur, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, skömmu eftir að tilkynningin barst og sagði hún að Rósa Björk sæti nú sinn fyrsta þingflokksfund. „Við erum afskaplega ánægð að fá Rósu Björk til liðs við okkur. Hún er öflugur þingmaður og hér á hún heima.“ Oddný segir að enn eftir að ræða setu Rósu Bjarkar í nefndum fyrir Samfylkinguna en að það sé allt til skoðunar. Átti ekki lengur samleið Rósa Björk tilkynnti um úrsögn sína úr þingflokki Vinstri grænna í september þar sem hún sagði ástæðuna vera brottvísun egypskrar fjölskyldu sem mikið var til umfjöllunar. Hún sagði þá að málið hafi endanlega opnað augu hennar fyrir því að hún ætti ekki lengur samleið með Vinstri grænum. Athygli vakti að Rósa Björk og Andrés Ingi Jónsson studdu á sínum tíma ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þau sögðu sig bæði úr þingflokknum á kjörtímabilinu. Andrés Ingi situr enn sem óháður þingmaður. Hvalreki Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í færslu á Facebook að um mikinn hvalreka að ræða fyrir þingflokkinn. „Ég hef kynnst henni ágætlega frá því við settumst á þing fyrir fjórum árum og álitið mitt á henni hefur vaxið stöðugt á þeim tíma. Hún er án efa einn sterkasti þingmaðurinn sem á sæti á Alþingi í dag og í loftlags- og utanríkismálum standast henni fáir ef einhver snúning. Vertu velkominn til okkar kæra vinkona,“ segir Logi. Það var mikill hvalreki fyrir Samfylkinguna þegar Rosa Bjork gekk til liðs við þingflokk okkar í dag. Ég hef kynnst...Posted by Logi Einarsson on Wednesday, 16 December 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rósu Björk sem send var á fjölmiðla. Rósa Björk segir að pólitískar áherslur sínar og Samfylkingarinnar séu nátengdar með mikilvægi á aukinn jöfnuð í samfélaginu þar sem allir geti notið sín á eigin forsendum, burtséð frá stétt eða stöðu. Það eigi líka við um frið og sjálfbærni og opið, framsækið og fjölbreytt samfélag með áherslu á virka fjölþætta utanríkisstefnu. „Að undanförnu hefur Samfylkingin að auki lagt mun meiri og skýrari þunga á loftlagsmálin, og umhverfismálin en áður og lagt fram góða áætlun um græna viðspyrnu út úr Covid-19 kreppunni. Það gerir útslagið fyrir mig þegar kemur að því að taka þessa ákvörðun um að ganga í Samfylkinguna og þingflokk hennar. Ég hlakka mjög mikið til að taka þátt í starfi Samfylkingarinnar og að leggja mitt á vogarskálarnar til að bæta íslenskt samfélag,“ segir í tilkynningunni. Þingflokksformaðurinn: „Hér á hún heima“ Eftir að Rósa Björk hefur gengið til liðs við Samfylkinguna eru nú átta þingmenn í þingflokknum. Vísir náði tali af Oddnýju G. Harðardóttur, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, skömmu eftir að tilkynningin barst og sagði hún að Rósa Björk sæti nú sinn fyrsta þingflokksfund. „Við erum afskaplega ánægð að fá Rósu Björk til liðs við okkur. Hún er öflugur þingmaður og hér á hún heima.“ Oddný segir að enn eftir að ræða setu Rósu Bjarkar í nefndum fyrir Samfylkinguna en að það sé allt til skoðunar. Átti ekki lengur samleið Rósa Björk tilkynnti um úrsögn sína úr þingflokki Vinstri grænna í september þar sem hún sagði ástæðuna vera brottvísun egypskrar fjölskyldu sem mikið var til umfjöllunar. Hún sagði þá að málið hafi endanlega opnað augu hennar fyrir því að hún ætti ekki lengur samleið með Vinstri grænum. Athygli vakti að Rósa Björk og Andrés Ingi Jónsson studdu á sínum tíma ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þau sögðu sig bæði úr þingflokknum á kjörtímabilinu. Andrés Ingi situr enn sem óháður þingmaður. Hvalreki Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í færslu á Facebook að um mikinn hvalreka að ræða fyrir þingflokkinn. „Ég hef kynnst henni ágætlega frá því við settumst á þing fyrir fjórum árum og álitið mitt á henni hefur vaxið stöðugt á þeim tíma. Hún er án efa einn sterkasti þingmaðurinn sem á sæti á Alþingi í dag og í loftlags- og utanríkismálum standast henni fáir ef einhver snúning. Vertu velkominn til okkar kæra vinkona,“ segir Logi. Það var mikill hvalreki fyrir Samfylkinguna þegar Rosa Bjork gekk til liðs við þingflokk okkar í dag. Ég hef kynnst...Posted by Logi Einarsson on Wednesday, 16 December 2020 Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23