Seðlabankastjóri vill ný viðmið fyrir lífeyrissjóðina Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2020 20:00 Seðlabankastjóri vill ný viðmið fyrir ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðina enda hafi vaxtaumhverfið gjörbreyst frá því núverandi stefna var mótuð. Mikilvægt sé að sjóðirnir gangi í takt við stefnuna í efnahagsmálum hverju sinni. Í tekjubandormi ríkisstjórnarinnar er ríkissjóði gefnar heimildir til erlendrar lántöku upp á 650 milljarða á næsta ári. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þetta sé jákvætt. Almennt sé staðan í fjármálakerfinu góð. Mikið til af lausafé hjá ríkissjóði, lífeyrissjóðum og viðskiptabönkunum. En nú þurfi að fara að huga að fjárfestingum. Á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag lýsti seðlabankastjóri almennri ánægju með hvernig til hefði tekist með aðgerðum bankans frá því kórónuveirufaraldurinn skall á. „Við höfum náð að bregðast við veirunni, höfum náð að stabilisera krónuna, náð að lækka vexti. Við höfum náð að einhverju leyti að örva einkaneyslu. Næsti áfangi er eftir sem er fjárfesting og ný störf og að við getum komið hagkerfinu aftur af stað,” segir Ásgeir. Lífeyrissjóðirnir leika stórt hlutverk í fjármálakerfinu og fjárfestingum með sjóði upp á þúsundir milljarða. Ávöxtunarkrafa þeirra var sett á 3,5 prósenti fyrir um tveimur áratugum þegar vaxtaumhverfið var allt annað. Ásgeir segir mikilvægt að sjóðirnir móti stefnu í anda mikilvægis þeirra á fjármálamarkaði, í efnahagslífinu almennt og áhrifum á peningastefnuna. „Mér finnst það mjög erfitt að vera með uppgjörskröfu fyrir lífeyrissjóði sem er algerlega ótengd áhættulausum vöxtum eða ríkisvöxtum í landinu. Að uppgjörskrafa þeirra sé algerlega ótengd því vaxtastigi sem er í landinu,” segir seðlabankastjóri. Seðlabankinn vilji samtal við lífeyrissjóðina sem hingað til hafi gengið vel. Sett verði skýrari viðmið fyrir sjóðina og Seðlabankann og hann fái auknar heimildir til að bregðast við og tryggja stöðugleika í landinu. Seðlabankinn Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina. 16. desember 2020 12:46 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Í tekjubandormi ríkisstjórnarinnar er ríkissjóði gefnar heimildir til erlendrar lántöku upp á 650 milljarða á næsta ári. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þetta sé jákvætt. Almennt sé staðan í fjármálakerfinu góð. Mikið til af lausafé hjá ríkissjóði, lífeyrissjóðum og viðskiptabönkunum. En nú þurfi að fara að huga að fjárfestingum. Á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag lýsti seðlabankastjóri almennri ánægju með hvernig til hefði tekist með aðgerðum bankans frá því kórónuveirufaraldurinn skall á. „Við höfum náð að bregðast við veirunni, höfum náð að stabilisera krónuna, náð að lækka vexti. Við höfum náð að einhverju leyti að örva einkaneyslu. Næsti áfangi er eftir sem er fjárfesting og ný störf og að við getum komið hagkerfinu aftur af stað,” segir Ásgeir. Lífeyrissjóðirnir leika stórt hlutverk í fjármálakerfinu og fjárfestingum með sjóði upp á þúsundir milljarða. Ávöxtunarkrafa þeirra var sett á 3,5 prósenti fyrir um tveimur áratugum þegar vaxtaumhverfið var allt annað. Ásgeir segir mikilvægt að sjóðirnir móti stefnu í anda mikilvægis þeirra á fjármálamarkaði, í efnahagslífinu almennt og áhrifum á peningastefnuna. „Mér finnst það mjög erfitt að vera með uppgjörskröfu fyrir lífeyrissjóði sem er algerlega ótengd áhættulausum vöxtum eða ríkisvöxtum í landinu. Að uppgjörskrafa þeirra sé algerlega ótengd því vaxtastigi sem er í landinu,” segir seðlabankastjóri. Seðlabankinn vilji samtal við lífeyrissjóðina sem hingað til hafi gengið vel. Sett verði skýrari viðmið fyrir sjóðina og Seðlabankann og hann fái auknar heimildir til að bregðast við og tryggja stöðugleika í landinu.
Seðlabankinn Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina. 16. desember 2020 12:46 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina. 16. desember 2020 12:46