Ástarpungar í umbúðum frá kvenfélagskonum á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. desember 2020 20:04 Margrét Tryggvadóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar með prjónana sína en hún segist vera mjög stolt af sínum konum í félaginu, sem taka þátt í verkefninu á fullum krafti. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kvenfélagskonur á Hvolsvelli slá ekki slöku við í heimsfaraldri því þær prjóna út í eitt því þær ætla sér að prjóna þrjú hundruð hluti í sérstöku áheitaprjóni. Það er gaman að heimsækja kvenfélagskonurnar sem prjóna af kappi með grímurnar sínar og þar sem gleðin er við völd. Oftast prjóna þær einar og sér heima hjá sér í áheitaprjóninu en stundum koma þær saman í félagsaðstöðu félagsins og prjóna og hlægja saman. „Við erum að prjóna á fullum krafti og við ætlum að ná í þrjú hundruð hluti fyrir 1. Febrúar næstkomandi. Við erum nú þegar komin með yfir hundrað, þannig að ég hef engar áhyggjur af því að við náum þessu ekki. Konurnar eru ótrúlega duglegar að prjóna og það er fullt af konum utan félagsins, sem eru líka að prjóna,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar á Hvolsvelli. Kvenfélagskonurnar á Hvolsvelli hittast stundum til að prjóna og gæta þá að öllum sóttvörnum en oftast prjóna þær bara heima hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við ætlum að gefa þetta í Konukot, Kvennaathvarfið, Frú Ragnheiði, Gistiskýlið og fleiri svona staði þar sem fólk á lítið. Síðan rennur ágóðinn af áheitunum til björgunarsveitanna því björgunarsveitirnar hérna á Suðurlandi eru ótrúlega öflugar,“ bætir Margrét við. Guðný Þórunn Ólafsdóttir átti hugmyndina að áheitaverkefni félagsins, sem stendur yfir til 1. febrúar 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét segir að þegar verkefninu ljúki þá verði kvenfélagskonurnar búnar að prjóna í þrjátíu daga samfellt. Hún segir ótrúlega gefandi og gaman að taka þátt í verkefni eins og þessu og eldmóðurinn við prjónaskapinn hjá kvenfélagskonunum sé ótrúlegur. Mjög góð aðstaða er fyrir konurnar í Kvenfélaginu Einingu á Hvolsvelli þar sem þær geta komið saman og unnið að ýmsum góðgerðarmálum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Næsta verkefni kvenfélagsins verður að prjóna ástarpunga í umbúðum eins og þær kalla verkefnið, í kringum bóndadaginn en konurnar hafa gert nokkrar tilraunir með þannig prjón, sem þær eru ánægðar og stoltar með. Næsta verkefni félagsins verður að prjóna ástarpunga í umbúðum eins og þessa hér en þeir verða seldir í kringum bóndadaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Félagasamtök Bóndadagur Föndur Prjónaskapur Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Það er gaman að heimsækja kvenfélagskonurnar sem prjóna af kappi með grímurnar sínar og þar sem gleðin er við völd. Oftast prjóna þær einar og sér heima hjá sér í áheitaprjóninu en stundum koma þær saman í félagsaðstöðu félagsins og prjóna og hlægja saman. „Við erum að prjóna á fullum krafti og við ætlum að ná í þrjú hundruð hluti fyrir 1. Febrúar næstkomandi. Við erum nú þegar komin með yfir hundrað, þannig að ég hef engar áhyggjur af því að við náum þessu ekki. Konurnar eru ótrúlega duglegar að prjóna og það er fullt af konum utan félagsins, sem eru líka að prjóna,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar á Hvolsvelli. Kvenfélagskonurnar á Hvolsvelli hittast stundum til að prjóna og gæta þá að öllum sóttvörnum en oftast prjóna þær bara heima hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við ætlum að gefa þetta í Konukot, Kvennaathvarfið, Frú Ragnheiði, Gistiskýlið og fleiri svona staði þar sem fólk á lítið. Síðan rennur ágóðinn af áheitunum til björgunarsveitanna því björgunarsveitirnar hérna á Suðurlandi eru ótrúlega öflugar,“ bætir Margrét við. Guðný Þórunn Ólafsdóttir átti hugmyndina að áheitaverkefni félagsins, sem stendur yfir til 1. febrúar 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét segir að þegar verkefninu ljúki þá verði kvenfélagskonurnar búnar að prjóna í þrjátíu daga samfellt. Hún segir ótrúlega gefandi og gaman að taka þátt í verkefni eins og þessu og eldmóðurinn við prjónaskapinn hjá kvenfélagskonunum sé ótrúlegur. Mjög góð aðstaða er fyrir konurnar í Kvenfélaginu Einingu á Hvolsvelli þar sem þær geta komið saman og unnið að ýmsum góðgerðarmálum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Næsta verkefni kvenfélagsins verður að prjóna ástarpunga í umbúðum eins og þær kalla verkefnið, í kringum bóndadaginn en konurnar hafa gert nokkrar tilraunir með þannig prjón, sem þær eru ánægðar og stoltar með. Næsta verkefni félagsins verður að prjóna ástarpunga í umbúðum eins og þessa hér en þeir verða seldir í kringum bóndadaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Félagasamtök Bóndadagur Föndur Prjónaskapur Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels