Matvæla- og lyfjaeftirlitið gefur heimild til notkunar umframbóluefnis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. desember 2020 06:33 Í lyfjaglösunum eiga að vera fimm skammtar en í sumum hafa fundist allt að sjö. epa/Pfizer Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir notkun umframefnis í lyfjaglösum sem innhalda Covid-19 bóluefnið frá Pfizer og BioNTech. Ákvörðunin var tekin eftir að í ljós kom að í sumum glösum mátti finna allt að tvo auka skammta en samkvæmt Guardian gæti þetta þýtt að birgðir Bandaríkjamanna af bóluefninu séu 40% meiri en gert var ráð fyrir. Pfizer hefur ekki tekið afstöðu til notkunar viðbótarefnisins og hefur bent þeim sem hafa umsjón með bólusetningum að hafa samband við viðeigandi stofnanir. Politico hefur eftir fræðamanni að það sé algengt að framleiðendur setji aðeins meira í lyfjaglös þar sem gert sé ráð fyrir að eitthvað fari til spillis. Lyfjasérfræðingurinn Erin Fox við University of Utah segir þó óvenjulegt að finna heila aukaskammta afgangs í glösunum. Sharon Castillo, talskona Pfizer, sagði í yfirlýsingu til Washington Post að umframmagnið í lyfjaglösunum, sem eiga að innihalda fimm skammta, sé mismikið eftir því hvaða nálar og sprautur séu notaðar. En jafnvel þótt FDA hafi gefið heimild fyrir notkun aukaskammtanna er þó mælt gegn því að blanda skömmtum saman milli glasa. Eftirlitsaðilar vestanhafs munu taka til umfjöllunar í dag beiðni lyfjafyrirtækisins Moderna um neyðarheimild vegna bóluefnis fyrirtækisins gegn Covid-19. Þá munu Joe Biden, kjörinn forseti, og varaforsetinn Mike Pence verða bólusettir opinberlega fljótlega. Pence jafnvel á morgun og Biden líklega í næstu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Ákvörðunin var tekin eftir að í ljós kom að í sumum glösum mátti finna allt að tvo auka skammta en samkvæmt Guardian gæti þetta þýtt að birgðir Bandaríkjamanna af bóluefninu séu 40% meiri en gert var ráð fyrir. Pfizer hefur ekki tekið afstöðu til notkunar viðbótarefnisins og hefur bent þeim sem hafa umsjón með bólusetningum að hafa samband við viðeigandi stofnanir. Politico hefur eftir fræðamanni að það sé algengt að framleiðendur setji aðeins meira í lyfjaglös þar sem gert sé ráð fyrir að eitthvað fari til spillis. Lyfjasérfræðingurinn Erin Fox við University of Utah segir þó óvenjulegt að finna heila aukaskammta afgangs í glösunum. Sharon Castillo, talskona Pfizer, sagði í yfirlýsingu til Washington Post að umframmagnið í lyfjaglösunum, sem eiga að innihalda fimm skammta, sé mismikið eftir því hvaða nálar og sprautur séu notaðar. En jafnvel þótt FDA hafi gefið heimild fyrir notkun aukaskammtanna er þó mælt gegn því að blanda skömmtum saman milli glasa. Eftirlitsaðilar vestanhafs munu taka til umfjöllunar í dag beiðni lyfjafyrirtækisins Moderna um neyðarheimild vegna bóluefnis fyrirtækisins gegn Covid-19. Þá munu Joe Biden, kjörinn forseti, og varaforsetinn Mike Pence verða bólusettir opinberlega fljótlega. Pence jafnvel á morgun og Biden líklega í næstu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22