Umdeildur kardínáli: Trump er villimaður kristinna manna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. desember 2020 12:34 Pell og Trump eru báðir umdeildir menn. Donald Trump er villimaður en hann er „okkar villimaður,“ segir kardinálinn George Pell í bókinni Prison Journal, sem fjallar meðal annars um þá 404 daga sem honum var haldið í einangrun eftir að hann var fundinn sekur um kynferðisofbeldi gegn börnum. Pell fjallar í bókinni um dómsmálið gegn sér og málefni líðandi stundar, bæði innan kirkjunnar og utan. Í því samhengi kallar hann Trump „okkar villimann“ en með „við“ á hann við kristna menn. Á blaðamannafundi í gær sagði hann að kristnir menn hefðu þá skyldu að stíga fram opinberlega og að Bandaríkjaforseti hefði lagt sitt á vogarskálarnar, ekki síst með tilnefningum sínum á dómurum í hæstarétt landsins. Tveir af þeim þremur sem Trump hefur fengið skipaða eru kaþólskir. Að öðru leyti sagðist Pell ekki viss um að Trump hefði sýnt hinu lýðræðislega ferli næga virðingu; það væri mikilvægt að allir upplifðu að hafa jöfn tækifæri hvað kosningar varðaði. Ef svo væri ekki þyrfti að færa fyrir því óyggjandi sönnunargögn; það væri óábyrgt að grafa undan trausti á opinberum stofnunum. Reykurinn sést þótt eldurinn hafi ekki fundist Pell hafði yfirumsjón með fjármálum Vatíkansins en lét af störfum árið 2017, þegar hann var sakaður um að hafa misnotað tvo 13 ára gamla kórdrengi í dómkirkjunni í Melbourne árið 1996. Við fyrstu umferð fyrir dómi komst kviðdómurinn ekki að niðurstöðu í málinu en hann var fundinn sekur samhljóða í annað sinn og dæmdur í sex ára fangelsi. Áfrýjunardómstóll staðfesti niðurstöðuna en henni var snúið þegar málið fór fyrir hæstarétt. Kardinálinn hefur sagt að fyrir liggi vísbendingar, en ekki sönnun, um að málið gegn honum tengist viðleitni hans til að gera úrbætur á fjármálum Vatíkansins. „Ég er nokkuð öruggur um að peningar fóru frá Róm til Ástralíu á þessum tíma en ég hef enga sönnun fyrir því hvar þeir enduðu,“ segir hann. Sagði hann reykinn sjást, þótt eldurinn hefði ekki fundist. Pell sagðist ekki hafa í hyggja að sækja mál á hendur ástralska ríkinu og krefjast skaðabóta en hann ver nú tíma sínum í Sydney og Vatíkaninu. Guardian sagði frá. Donald Trump Trúmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ástralía Páfagarður Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:35 Kardináli áfrýjar barnaníðsdómi Lögmenn George Pell kardinála telja að gallar hafi verið á réttarhöldum yfir honum sem enduðu með sex ára fangelsisdómi. 3. júní 2019 08:23 Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55 Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Pell fjallar í bókinni um dómsmálið gegn sér og málefni líðandi stundar, bæði innan kirkjunnar og utan. Í því samhengi kallar hann Trump „okkar villimann“ en með „við“ á hann við kristna menn. Á blaðamannafundi í gær sagði hann að kristnir menn hefðu þá skyldu að stíga fram opinberlega og að Bandaríkjaforseti hefði lagt sitt á vogarskálarnar, ekki síst með tilnefningum sínum á dómurum í hæstarétt landsins. Tveir af þeim þremur sem Trump hefur fengið skipaða eru kaþólskir. Að öðru leyti sagðist Pell ekki viss um að Trump hefði sýnt hinu lýðræðislega ferli næga virðingu; það væri mikilvægt að allir upplifðu að hafa jöfn tækifæri hvað kosningar varðaði. Ef svo væri ekki þyrfti að færa fyrir því óyggjandi sönnunargögn; það væri óábyrgt að grafa undan trausti á opinberum stofnunum. Reykurinn sést þótt eldurinn hafi ekki fundist Pell hafði yfirumsjón með fjármálum Vatíkansins en lét af störfum árið 2017, þegar hann var sakaður um að hafa misnotað tvo 13 ára gamla kórdrengi í dómkirkjunni í Melbourne árið 1996. Við fyrstu umferð fyrir dómi komst kviðdómurinn ekki að niðurstöðu í málinu en hann var fundinn sekur samhljóða í annað sinn og dæmdur í sex ára fangelsi. Áfrýjunardómstóll staðfesti niðurstöðuna en henni var snúið þegar málið fór fyrir hæstarétt. Kardinálinn hefur sagt að fyrir liggi vísbendingar, en ekki sönnun, um að málið gegn honum tengist viðleitni hans til að gera úrbætur á fjármálum Vatíkansins. „Ég er nokkuð öruggur um að peningar fóru frá Róm til Ástralíu á þessum tíma en ég hef enga sönnun fyrir því hvar þeir enduðu,“ segir hann. Sagði hann reykinn sjást, þótt eldurinn hefði ekki fundist. Pell sagðist ekki hafa í hyggja að sækja mál á hendur ástralska ríkinu og krefjast skaðabóta en hann ver nú tíma sínum í Sydney og Vatíkaninu. Guardian sagði frá.
Donald Trump Trúmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ástralía Páfagarður Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:35 Kardináli áfrýjar barnaníðsdómi Lögmenn George Pell kardinála telja að gallar hafi verið á réttarhöldum yfir honum sem enduðu með sex ára fangelsisdómi. 3. júní 2019 08:23 Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55 Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:35
Kardináli áfrýjar barnaníðsdómi Lögmenn George Pell kardinála telja að gallar hafi verið á réttarhöldum yfir honum sem enduðu með sex ára fangelsisdómi. 3. júní 2019 08:23
Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55
Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent