Engin sannanleg tengsl milli bólusetningarinnar og drómasýki Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2020 10:48 Faraldur H1N1-inflúensuveiru, þekkt sem svínaflensan, skall á heimsbyggðina 2009 og 2010. Vísir/Getty Engin sannanleg tengsl eru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, að því er fram kemur í nýju svari Björns Rúnars Lúðvíkssonar, prófessors í ónæmisfræði, á Vísindavefnum. Þeir sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni hafi líklega verið í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. Svínaflensufaraldurinn, faraldur H1N1-inflúensuveiru, skall á heimsbyggðina árin 2009 og 2010. Víðtækum bólusetningum var hrundið af stað og í apríl 2010 var því lýst yfir að faraldrinum væri lokið. Margvísleg langvarandi veikindi komu í ljós hjá hluta þess fólks sem sýktist af svínaflensu. Þá fór að bera á háværri umræðu um hugsanleg tengsl sýkingarinnar við drómasýki, sjaldgæf veikindi sem lýsa sér með skyndilegri syfju og svefnflogum. Tvö form sjúkdómsins eru til; annað er talið vera sjálfsónæmissjúkdómur sem veldur skemmdum á taugum í undirstúku heilans. Upp úr 2010 komu upp vangaveltur um hugsanleg tengsl sjúkdómsins við bólusetningu gegn svínaflensunni, oftast nefnd í tengslum við Pandemrix-bóluefnið. Talið er að um 30,5 milljónir manna hafi verið bólusettir í Evrópu með lyfinu. Innan þessara landa voru að minnsta kosti átta mismunandi bóluefni notuð, af þeim voru þrjú sem innihéldu svonefnda ónæmisglæða (e. adjuvant) til að koma af stað ónæmissvari, segir í svari Björns. Í Bandaríkjunum voru um það bil 90 milljónir manna bólusettir, en ekkert þeirra bóluefna voru með ónæmisglæða. „Vandi þessa máls er að verulega erfitt getur verið að leggja áreiðanlegt mat á það hvort um raunveruleg tengsl geti verið að ræða milli sjaldgæfra sjúkdóma (til dæmis drómasýki) og bólusetningar þegar um svo víðtæka þátttöku er að ræða,“ segir Björn. Niðurstöður úr nýlegri safngreiningu benda til þess að algengi drómasýki meðal bólusettra barna hafi verið um 5,4 tilfelli fyrir hverja 100 þúsund bólusettra og um eitt tilfelli fyrir hverja 181 þúsund bólusettra hjá fullorðnum. „Þetta er töluvert lægra en heildaralgengi sjúkdómsins á ári hverju. Þegar kom að öðrum bóluefnum voru engin tengsl milli bólusetningar og drómasýki. Átti þetta bæði við bóluefni með og án ónæmisglæða,“ segir Björn. Höfundar greiningarinnar hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin sannanleg tengsl væru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, „nema hugsanlega sem verulega sjaldgæf hliðarverkun meðal barna og unglinga í þeim tilvikum þegar Pandemrix-bóluefnið var notað.“ „Hins vegar verður að taka einnig með í reikninginn að líklega voru einstaklingar sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. Að endingu er rétt að minna á að veruleg og margvísleg önnur heilsufarsleg einkenni fylgdu þessum skæða heimsfaraldri inflúensu, rétt eins og við sjáum með víðtækari hætti í núverandi heimsfaraldri SARS-CoV-2 með ófyrirséðum langtímaáhrifum,“ segir Björn. Bólusetningar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Svínaflensufaraldurinn, faraldur H1N1-inflúensuveiru, skall á heimsbyggðina árin 2009 og 2010. Víðtækum bólusetningum var hrundið af stað og í apríl 2010 var því lýst yfir að faraldrinum væri lokið. Margvísleg langvarandi veikindi komu í ljós hjá hluta þess fólks sem sýktist af svínaflensu. Þá fór að bera á háværri umræðu um hugsanleg tengsl sýkingarinnar við drómasýki, sjaldgæf veikindi sem lýsa sér með skyndilegri syfju og svefnflogum. Tvö form sjúkdómsins eru til; annað er talið vera sjálfsónæmissjúkdómur sem veldur skemmdum á taugum í undirstúku heilans. Upp úr 2010 komu upp vangaveltur um hugsanleg tengsl sjúkdómsins við bólusetningu gegn svínaflensunni, oftast nefnd í tengslum við Pandemrix-bóluefnið. Talið er að um 30,5 milljónir manna hafi verið bólusettir í Evrópu með lyfinu. Innan þessara landa voru að minnsta kosti átta mismunandi bóluefni notuð, af þeim voru þrjú sem innihéldu svonefnda ónæmisglæða (e. adjuvant) til að koma af stað ónæmissvari, segir í svari Björns. Í Bandaríkjunum voru um það bil 90 milljónir manna bólusettir, en ekkert þeirra bóluefna voru með ónæmisglæða. „Vandi þessa máls er að verulega erfitt getur verið að leggja áreiðanlegt mat á það hvort um raunveruleg tengsl geti verið að ræða milli sjaldgæfra sjúkdóma (til dæmis drómasýki) og bólusetningar þegar um svo víðtæka þátttöku er að ræða,“ segir Björn. Niðurstöður úr nýlegri safngreiningu benda til þess að algengi drómasýki meðal bólusettra barna hafi verið um 5,4 tilfelli fyrir hverja 100 þúsund bólusettra og um eitt tilfelli fyrir hverja 181 þúsund bólusettra hjá fullorðnum. „Þetta er töluvert lægra en heildaralgengi sjúkdómsins á ári hverju. Þegar kom að öðrum bóluefnum voru engin tengsl milli bólusetningar og drómasýki. Átti þetta bæði við bóluefni með og án ónæmisglæða,“ segir Björn. Höfundar greiningarinnar hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin sannanleg tengsl væru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, „nema hugsanlega sem verulega sjaldgæf hliðarverkun meðal barna og unglinga í þeim tilvikum þegar Pandemrix-bóluefnið var notað.“ „Hins vegar verður að taka einnig með í reikninginn að líklega voru einstaklingar sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. Að endingu er rétt að minna á að veruleg og margvísleg önnur heilsufarsleg einkenni fylgdu þessum skæða heimsfaraldri inflúensu, rétt eins og við sjáum með víðtækari hætti í núverandi heimsfaraldri SARS-CoV-2 með ófyrirséðum langtímaáhrifum,“ segir Björn.
Bólusetningar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira