Áhyggjuefni að fólkið viti ekki hvar eða hvernig það smitaðist Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2020 12:33 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að hluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í gær hafi engin tengsl við aðra smitaða. Þetta sé vísbending um útbreiðslu veirunnar. Hann áréttar að nú sé mikill áhættutími genginn í garð. Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af átta í sóttkví. Fjórir sem greindust voru þannig ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að tölurnar séu heldur hærri en undanfarna daga. „Vel að merkja voru tekin fleiri sýni í gær en oft áður. En það sem kannski vekur áhyggjur er að það eru fjórir utan sóttkvíar og svo veit ég að fólk hefur verið að smitast sem hefur ekki tengsl við neinn og við vitum ekkert hvaðan þetta kemur. Sem segir okkur að veiran sé þarna úti,“ segir Þórólfur. „Og það vekur áhyggjur um það, í svona óróleika eins og er í samfélaginu núna þar sem margir eru á faraldsfæti, að fara um allt, fara í búðir og litlar veislur, að þetta geti blossað upp. Og það er það sem ég hef áhyggjur af núna.“ Verður fróðlegt að fylgjast með helginni Talsvert var fjallað um hópamyndanir síðustu helgi. Lögreglu bárust tugir tilkynninga um samkvæmi og þá vöktu fjölmennir útitónleikar á Laugavegi athygli. Þórólfur veit ekki til þess að neinn hafi greinst í tengslum við helgina – að minnsta kosti ekki enn. Einhverjir hafi greinst í tengslum við fyrri hópsýkingar á vinnustöðum og í skólum. „En svo eru líka að koma inn einstaklingar sem vita ekkert hvar þeir hafa smitast og hafa ekki verið endilega í þessum hópamyndunum niðri í bæ. Það er ekki komið fram enn þá en verður fróðlegt að sjá hvað gerist núna um helgina hvað það varðar. En þetta er áhættutími sem er í gangi núna og það er akkúrat þess vegna sem við erum með þessar hörðu aðgerðir í gangi núna,“ segir Þórólfur. Inntur eftir því hvort búast megi við því að tölur yfir nýsmitaða hækki næstu daga kveðst Þórólfur ekki vilja spá því. „En maður hefur ákveðnar áhyggjur af því að það gæti gerst, já.“ Líður vel í sóttkví Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er nú að skipuleggja sýnatökuna yfir jóladagana sem nú fara í hönd. „Hvort það verður hluta úr degi eða hvort verður lokað til dæmis á jóladag, það á eftir að koma í ljós og ég geri ráð fyrir að þau muni auglýsa það,“ segir Þórólfur. Greint var frá því í gær að Þórólfur væri kominn í sóttkví eftir að smit kom upp hjá sóttvarnasviði landlæknisembættisins. Þórólfur fór í sýnatöku í gær og reyndist neikvæður fyrir veirunni. „Ég hef það fínt, mér líður vel. Náttúrulega leiðinlegt að vera í sóttkví en þetta hafa mörg þúsund Íslendingar þurft að ganga í gegnum þannig að mér er svosem engin vorkunn. Ég sit bara á skrifstofunni og vinn bara, það er verst að geta ekki komist heim til sín og verið með fjölskyldunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tólf greindust innanlands Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átta þeirra sem greindust voru í sóttkví, en fjórir ekki. 18. desember 2020 10:50 Áhyggjufullur yfir smærri hópamyndunum um jólin Sóttvarnalæknir segist áhyggjufullur yfir því að fólk safnist saman í mörgum litlum hópum yfir hátíðarnar. Enn sé mikil hætta á því að kórónuveiran dreifist manna á milli og segir hann ekki þurfa nema einn einstakling sem fer í marga litla hópa til þess að eitt stórt hópsmit blasi við okkur. 17. desember 2020 18:12 Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. 17. desember 2020 16:41 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Þurfa að finna nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af átta í sóttkví. Fjórir sem greindust voru þannig ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að tölurnar séu heldur hærri en undanfarna daga. „Vel að merkja voru tekin fleiri sýni í gær en oft áður. En það sem kannski vekur áhyggjur er að það eru fjórir utan sóttkvíar og svo veit ég að fólk hefur verið að smitast sem hefur ekki tengsl við neinn og við vitum ekkert hvaðan þetta kemur. Sem segir okkur að veiran sé þarna úti,“ segir Þórólfur. „Og það vekur áhyggjur um það, í svona óróleika eins og er í samfélaginu núna þar sem margir eru á faraldsfæti, að fara um allt, fara í búðir og litlar veislur, að þetta geti blossað upp. Og það er það sem ég hef áhyggjur af núna.“ Verður fróðlegt að fylgjast með helginni Talsvert var fjallað um hópamyndanir síðustu helgi. Lögreglu bárust tugir tilkynninga um samkvæmi og þá vöktu fjölmennir útitónleikar á Laugavegi athygli. Þórólfur veit ekki til þess að neinn hafi greinst í tengslum við helgina – að minnsta kosti ekki enn. Einhverjir hafi greinst í tengslum við fyrri hópsýkingar á vinnustöðum og í skólum. „En svo eru líka að koma inn einstaklingar sem vita ekkert hvar þeir hafa smitast og hafa ekki verið endilega í þessum hópamyndunum niðri í bæ. Það er ekki komið fram enn þá en verður fróðlegt að sjá hvað gerist núna um helgina hvað það varðar. En þetta er áhættutími sem er í gangi núna og það er akkúrat þess vegna sem við erum með þessar hörðu aðgerðir í gangi núna,“ segir Þórólfur. Inntur eftir því hvort búast megi við því að tölur yfir nýsmitaða hækki næstu daga kveðst Þórólfur ekki vilja spá því. „En maður hefur ákveðnar áhyggjur af því að það gæti gerst, já.“ Líður vel í sóttkví Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er nú að skipuleggja sýnatökuna yfir jóladagana sem nú fara í hönd. „Hvort það verður hluta úr degi eða hvort verður lokað til dæmis á jóladag, það á eftir að koma í ljós og ég geri ráð fyrir að þau muni auglýsa það,“ segir Þórólfur. Greint var frá því í gær að Þórólfur væri kominn í sóttkví eftir að smit kom upp hjá sóttvarnasviði landlæknisembættisins. Þórólfur fór í sýnatöku í gær og reyndist neikvæður fyrir veirunni. „Ég hef það fínt, mér líður vel. Náttúrulega leiðinlegt að vera í sóttkví en þetta hafa mörg þúsund Íslendingar þurft að ganga í gegnum þannig að mér er svosem engin vorkunn. Ég sit bara á skrifstofunni og vinn bara, það er verst að geta ekki komist heim til sín og verið með fjölskyldunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tólf greindust innanlands Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átta þeirra sem greindust voru í sóttkví, en fjórir ekki. 18. desember 2020 10:50 Áhyggjufullur yfir smærri hópamyndunum um jólin Sóttvarnalæknir segist áhyggjufullur yfir því að fólk safnist saman í mörgum litlum hópum yfir hátíðarnar. Enn sé mikil hætta á því að kórónuveiran dreifist manna á milli og segir hann ekki þurfa nema einn einstakling sem fer í marga litla hópa til þess að eitt stórt hópsmit blasi við okkur. 17. desember 2020 18:12 Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. 17. desember 2020 16:41 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Þurfa að finna nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Tólf greindust innanlands Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átta þeirra sem greindust voru í sóttkví, en fjórir ekki. 18. desember 2020 10:50
Áhyggjufullur yfir smærri hópamyndunum um jólin Sóttvarnalæknir segist áhyggjufullur yfir því að fólk safnist saman í mörgum litlum hópum yfir hátíðarnar. Enn sé mikil hætta á því að kórónuveiran dreifist manna á milli og segir hann ekki þurfa nema einn einstakling sem fer í marga litla hópa til þess að eitt stórt hópsmit blasi við okkur. 17. desember 2020 18:12
Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. 17. desember 2020 16:41