Íslenskt fullveldi og Mannréttindadómstóll Evrópu Ólafur Ísleifsson skrifar 20. desember 2020 10:00 Í dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu 1. desember sl. er meðal annars vikið að dómum Hæstaréttar Íslands og málsmeðferð Alþingis við afgreiðslu málsins. Dómurinn sýnist einkum snúast um hvort rökstuðningur Hæstaréttar fyrir því að dómarar Landsréttar séu skipaðir sem lögmætir handhafar dómsvalds í lagalegum og stjórnskipulegum skilningi hafi verið fullnægjandi. Athygli vekur að Í dómi yfirdeildar Mannréttindadómstólsins er fjallað um hvernig við hæfi sé að Alþingi Íslendinga greiði atkvæði um tiltekið mál. Mér er ekki ljóst hvernig Mannréttindadómstóll Evrópu getur fjallað með þessum hætti um störf Alþingis. Hver og einn alþingismaður gat kallað eftir annarri framkvæmd. Þetta þýðir að atkvæðagreiðslan fór fram samkvæmt ákvörðun Alþingis, ákvörðun lýðræðislega kjörinna fulltrúa á fullvalda löggjafarsamkomu þjóðarinnar. Mér er tjáð af kunnugum að leitun muni að dæmi um að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi talað með þvílíkum hætti til löggjafarþings í Evrópu. Má ég leyfa mér minna á að Ísland er friðsælt ríki og farsælt. Ísland er lýðræðisríki og réttarríki, Ísland er menningarríki og hér býr menntuð og hæfileikarík þjóð. Ísland er fullvalda ríki með djúpar rætur í alþjóðlegu samstarfi. Mér er ekki ljóst hvernig Mannréttindadómstóll Evrópu getur talað til æðstu stofnunar fullvalda ríkis með þeim hætti sem gert er í umræddum dómi. Eins og sagt var af forsetastóli fyrir skemmstu: Enginn segir Alþingi fyrir verkum. Enginn. Ég tel að allir alþingismenn ættu að sameinast um að mótmæla því hvernig talað er til Alþingis í dómi Mannréttindadómstólsins og það á fullveldisdegi Íslendinga. Ég mótmæli því fyrir mitt leyti. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Greinin er samhljóða ræðu sem höfundur flutti á Alþingi 15. desember síðastliðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu 1. desember sl. er meðal annars vikið að dómum Hæstaréttar Íslands og málsmeðferð Alþingis við afgreiðslu málsins. Dómurinn sýnist einkum snúast um hvort rökstuðningur Hæstaréttar fyrir því að dómarar Landsréttar séu skipaðir sem lögmætir handhafar dómsvalds í lagalegum og stjórnskipulegum skilningi hafi verið fullnægjandi. Athygli vekur að Í dómi yfirdeildar Mannréttindadómstólsins er fjallað um hvernig við hæfi sé að Alþingi Íslendinga greiði atkvæði um tiltekið mál. Mér er ekki ljóst hvernig Mannréttindadómstóll Evrópu getur fjallað með þessum hætti um störf Alþingis. Hver og einn alþingismaður gat kallað eftir annarri framkvæmd. Þetta þýðir að atkvæðagreiðslan fór fram samkvæmt ákvörðun Alþingis, ákvörðun lýðræðislega kjörinna fulltrúa á fullvalda löggjafarsamkomu þjóðarinnar. Mér er tjáð af kunnugum að leitun muni að dæmi um að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi talað með þvílíkum hætti til löggjafarþings í Evrópu. Má ég leyfa mér minna á að Ísland er friðsælt ríki og farsælt. Ísland er lýðræðisríki og réttarríki, Ísland er menningarríki og hér býr menntuð og hæfileikarík þjóð. Ísland er fullvalda ríki með djúpar rætur í alþjóðlegu samstarfi. Mér er ekki ljóst hvernig Mannréttindadómstóll Evrópu getur talað til æðstu stofnunar fullvalda ríkis með þeim hætti sem gert er í umræddum dómi. Eins og sagt var af forsetastóli fyrir skemmstu: Enginn segir Alþingi fyrir verkum. Enginn. Ég tel að allir alþingismenn ættu að sameinast um að mótmæla því hvernig talað er til Alþingis í dómi Mannréttindadómstólsins og það á fullveldisdegi Íslendinga. Ég mótmæli því fyrir mitt leyti. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Greinin er samhljóða ræðu sem höfundur flutti á Alþingi 15. desember síðastliðinn.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar