Hallbera: Hélt mögulega að þetta væri búið Anton Ingi Leifsson skrifar 21. desember 2020 09:30 Hallbera í leik gegn Svíum á Laugardalsvelli í undankeppni EM. vísir/vilhelm Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir er spennt fyrir því að leika í atvinnumennsku á nýjan leik. Vinstri bakvörðurinn segir jafn framt að umræðan í kringum íslenska kvennalandsliðið á dögunum hafi verið óvægin. Hallbera samdi við AIK í Stokkhólmi þar sem hún mun leika á næstu leiktíð en Hallbera hefur áður leikið í Svíþjóð. Hún er spennt fyrir því að fara aftur til Svíþjóðar en AIK er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni. „Ég þarf að búa mig undir það að þetta verður aðeins öðruvísi barátta en undanfarin ár þar sem ég hef verið í toppbaráttunni,“ sagði Hallbera í Sportpakkanum í gærkvöldi. Hallbera er á leið út í nám og þurfti því að finna sér lið í Stokkhólmi, sem tókst. Hún segir að í fyrsta skipti hafi fótboltinn verið í öðru sæti. „Þetta er eiginlega fyrsta ákvörðunin sem ég tek með fótboltann sem: Þetta reddast. Ég varð að finna mér lið í Stokkhólmi og sem betur fer voru einhverjir sem vildu fá mig. Það er ekkert sjálfgefið að hlaupa út í atvinnumennsku 34 ára gömul.“ Evrópumótinu kvenna, sem átti að fara fram á næsta ári, var frestað um eitt ár og fyrst um sinn hélt Hallbera þá að landsliðsferlinum hjá sér væri mögulega lokið. „Ég viðurkenni að fyrst þegar þessu móti var frestað þá hélt ég að þetta væri mögulega bara búið. Líkaminn er í góðu standi og ég er að halda í við hraða og annað. Meðan það er þannig þá finnst mér ég eiga fullt erindi í þetta enn þá.“ „Það er búið að vera rót á ýmsu tengdu landsliðinu og ég held að það sé öllu til góðs að þessu móti sé frestað.“ Jón Þór Hauksson lét af störfum sem landsliðsþjálfari á dögunum eftir atvik sem átti sér stað í fögnuði íslenska liðsins í Ungverjalandi. Hallbera sagði umræðuna óvægna. „Það var mikið af sögum og útskýringum sem voru ekki réttar. Það er erfitt að fylgjast með umræðu þegar hún er óvægin; bæði gagnvart þjálfaranum og leikmönnum.“ „Mér finnst umhugsunarefni að oft er ágætt að anda inn og út áður en maður tjáir sig um einhver svona málefni,“ sagði Hallbera. Klippa: Hallbera Guðný Gísladóttir er spennt fyrir nýjum áskorunum Íslenski boltinn Valur KSÍ Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Hallbera samdi við AIK í Stokkhólmi þar sem hún mun leika á næstu leiktíð en Hallbera hefur áður leikið í Svíþjóð. Hún er spennt fyrir því að fara aftur til Svíþjóðar en AIK er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni. „Ég þarf að búa mig undir það að þetta verður aðeins öðruvísi barátta en undanfarin ár þar sem ég hef verið í toppbaráttunni,“ sagði Hallbera í Sportpakkanum í gærkvöldi. Hallbera er á leið út í nám og þurfti því að finna sér lið í Stokkhólmi, sem tókst. Hún segir að í fyrsta skipti hafi fótboltinn verið í öðru sæti. „Þetta er eiginlega fyrsta ákvörðunin sem ég tek með fótboltann sem: Þetta reddast. Ég varð að finna mér lið í Stokkhólmi og sem betur fer voru einhverjir sem vildu fá mig. Það er ekkert sjálfgefið að hlaupa út í atvinnumennsku 34 ára gömul.“ Evrópumótinu kvenna, sem átti að fara fram á næsta ári, var frestað um eitt ár og fyrst um sinn hélt Hallbera þá að landsliðsferlinum hjá sér væri mögulega lokið. „Ég viðurkenni að fyrst þegar þessu móti var frestað þá hélt ég að þetta væri mögulega bara búið. Líkaminn er í góðu standi og ég er að halda í við hraða og annað. Meðan það er þannig þá finnst mér ég eiga fullt erindi í þetta enn þá.“ „Það er búið að vera rót á ýmsu tengdu landsliðinu og ég held að það sé öllu til góðs að þessu móti sé frestað.“ Jón Þór Hauksson lét af störfum sem landsliðsþjálfari á dögunum eftir atvik sem átti sér stað í fögnuði íslenska liðsins í Ungverjalandi. Hallbera sagði umræðuna óvægna. „Það var mikið af sögum og útskýringum sem voru ekki réttar. Það er erfitt að fylgjast með umræðu þegar hún er óvægin; bæði gagnvart þjálfaranum og leikmönnum.“ „Mér finnst umhugsunarefni að oft er ágætt að anda inn og út áður en maður tjáir sig um einhver svona málefni,“ sagði Hallbera. Klippa: Hallbera Guðný Gísladóttir er spennt fyrir nýjum áskorunum
Íslenski boltinn Valur KSÍ Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira