„Ég er sár og ég er reiður“ Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2020 11:29 Viggó Haraldur Viggósson segir að nú sé verið að svipta sig og fjölskyldu sinni lífsviðurværinu. Golfhermastað hans var lokað en á meðan er fjöldi hliðstæðrar starfsemi opin. Hann telur sig mega sæta svívirðilegri mismunun. visir/vilhelm Viggó Haraldur Viggósson eigandi Golfklúbbsins telur sig mega sæta svívirðilegri mismunun. „Mér er nokkuð niðri fyrir, ég hef áhyggjur og líður ekki vel, ég er sár og ég er reiður.“ Svo hefst áhrifamikil ræða sem Viggó setti fram á Facebooksíðu sinni í gærkvöldi. Nú eru rúmir fjórir sólahringar frá því að lögreglan lokaði Golfklúbbnum, fyrirtæki Viggós, með offorsi að sögn eigandans. Með aðgerðunum er hann sviptur lífsviðurværi sínu. Vísir greindi frá því fyrir fjórum dögum þegar lögreglan lokaði stað hans, þar sem hann býður upp á að gang að golfhermum. Síðan hefur ekkert gerst Viggó til mikillar gremju. Hann telur sig mega sæta valdníðslu af hálfu lögreglu og mismunun því sambærileg starfsemi er opin. Áhrifarík ræða Viggó ritaði harðorðan pistil auk þess sem hann birtir myndbandsbrot af sér í golfhermi þar sem hann fer yfir málin. Og sendir þeim sem hann telur standa að baki aðförinni á hendur sér jökulkalda jólakveðju. Óhætt er að segja að framsetningin sé áhrifarík því milli málsgreina slær hann föst golfhögg í einum herma sinna. Líklega er Golfklúbburinn eina fyrirtækið í landinu sem hefur fengið slíka meðferð, að sögn Viggós. Hann talar um aðför sem eigi sér enga stoð í lögum. „Lögreglu hefði verið í lófa lagið að beita öðrum aðferðum, en kaus að sparka á versta stað.“ Viggó Haraldur segir aðferðina eitt en hvernig þetta allt er til komið annað. „Samkvæmt dagbók lögreglu, en það er eina opinbera gagnið sem ég hef í málinu, er aðförin gerð að áeggjan ÍSÍ. Þar segir orðrétt „Fyrr í dag kom ábending frá ÍSÍ að umræddur staður væri með golfherma opna…“! Hvernig má það vera að ÍSÍ fari fram með þessum hætti?“ spyr Viggó en fær engin svör. Aðrir sambærilegir staðir opnir Viggó segir blasa við að hann megi sæta mismunun. Lokað hafi verið hjá sér með „leifturaðgerð“, fólk hafi ekki einu sinni fengið að gera upp, svo mikið lá á að loka. En hvað með aðra sambærilega starfsemi? Gildi sama hættumatið þar, spyr Viggó. „Keiluhöllin starfar áfram óáreitt; ég hefði átt von á því að sveitin sem lokaði hjá mér hefði farið rakleiðis yfir götuna til að skella í lás þar. Sama gildir um Minigarðinn (minigolf), Bullseye (pílustaður), Rush (trampólíngarður), Flyover Iceland (flughermir), Golfsvítan (golfhermar), Golffélagið (golfhermar), kvikmyndahús o.s.frv. Nú þá mega æfingasvæðin Básar og Hraunkot vera opin.“ Viggó segir ekki vera að benda á þessa staði svo rokið verði til og þeim lokað. „Þvert á móti þá er ég að kalla eftir því að fá að vera opinn eins og þeir.“ Viggó segist blasa við að hann eigi engra annarra úrkosta völ en leita réttar síns. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
„Mér er nokkuð niðri fyrir, ég hef áhyggjur og líður ekki vel, ég er sár og ég er reiður.“ Svo hefst áhrifamikil ræða sem Viggó setti fram á Facebooksíðu sinni í gærkvöldi. Nú eru rúmir fjórir sólahringar frá því að lögreglan lokaði Golfklúbbnum, fyrirtæki Viggós, með offorsi að sögn eigandans. Með aðgerðunum er hann sviptur lífsviðurværi sínu. Vísir greindi frá því fyrir fjórum dögum þegar lögreglan lokaði stað hans, þar sem hann býður upp á að gang að golfhermum. Síðan hefur ekkert gerst Viggó til mikillar gremju. Hann telur sig mega sæta valdníðslu af hálfu lögreglu og mismunun því sambærileg starfsemi er opin. Áhrifarík ræða Viggó ritaði harðorðan pistil auk þess sem hann birtir myndbandsbrot af sér í golfhermi þar sem hann fer yfir málin. Og sendir þeim sem hann telur standa að baki aðförinni á hendur sér jökulkalda jólakveðju. Óhætt er að segja að framsetningin sé áhrifarík því milli málsgreina slær hann föst golfhögg í einum herma sinna. Líklega er Golfklúbburinn eina fyrirtækið í landinu sem hefur fengið slíka meðferð, að sögn Viggós. Hann talar um aðför sem eigi sér enga stoð í lögum. „Lögreglu hefði verið í lófa lagið að beita öðrum aðferðum, en kaus að sparka á versta stað.“ Viggó Haraldur segir aðferðina eitt en hvernig þetta allt er til komið annað. „Samkvæmt dagbók lögreglu, en það er eina opinbera gagnið sem ég hef í málinu, er aðförin gerð að áeggjan ÍSÍ. Þar segir orðrétt „Fyrr í dag kom ábending frá ÍSÍ að umræddur staður væri með golfherma opna…“! Hvernig má það vera að ÍSÍ fari fram með þessum hætti?“ spyr Viggó en fær engin svör. Aðrir sambærilegir staðir opnir Viggó segir blasa við að hann megi sæta mismunun. Lokað hafi verið hjá sér með „leifturaðgerð“, fólk hafi ekki einu sinni fengið að gera upp, svo mikið lá á að loka. En hvað með aðra sambærilega starfsemi? Gildi sama hættumatið þar, spyr Viggó. „Keiluhöllin starfar áfram óáreitt; ég hefði átt von á því að sveitin sem lokaði hjá mér hefði farið rakleiðis yfir götuna til að skella í lás þar. Sama gildir um Minigarðinn (minigolf), Bullseye (pílustaður), Rush (trampólíngarður), Flyover Iceland (flughermir), Golfsvítan (golfhermar), Golffélagið (golfhermar), kvikmyndahús o.s.frv. Nú þá mega æfingasvæðin Básar og Hraunkot vera opin.“ Viggó segir ekki vera að benda á þessa staði svo rokið verði til og þeim lokað. „Þvert á móti þá er ég að kalla eftir því að fá að vera opinn eins og þeir.“ Viggó segist blasa við að hann eigi engra annarra úrkosta völ en leita réttar síns.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira