Bóluefnavandi ríkisstjórnarinnar Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 23. desember 2020 14:46 Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú er uppi varðandi bólusetningu landsmanna vegna COVID 19. Undanfarið hafa birst mjög misvísandi upplýsingar um þá samninga sem gerðir hafa verið um bóluefni og ekki síður hvernig bólusetningu verður háttað. Þar vegast upplýsingaóreiða og ráðaleysi stjórnvalda á. Því er nauðsynlegt að ríkisstjórnin verði knúin svara sem fyrst um áreiðanlegar og nákvæmar upplýsingar um hver raunveruleg staða er á samningum um virk og nothæf bóluefni og hvernig bólusetning þjóðarinnar mun ganga fyrir sig og hvenær þess er að vænta að þjóðlíf geti færst í hefðbundið horf. Staðan núna Eins og staðan lítur út núna eru ekki horfur á að nema um 25 þúsund Íslendingar verði búnir að fá bóluefni í lok 1. ársfjórðungs komandi árs. Um leið er á huldu hvernig bólusetningu verður háttað á 2. ársfjórðungi og þeim þriðja. Í gær var send út tilkynning frá stjórnvöldum um samning við lyfjaframleiðandan Janssen. Um var að ræða þriðja samning íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen var sagður tryggja bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. Áður var búið að gera samning um bóluefni frá Pfizer fyrir 85.000 einstaklinga og Astra Zenca fyrir 115.000 einstaklinga. Möguleikar okkar Vandinn við þessa samninga er sá að aðeins Pfizer framleiðir samþykkt lyf í dag. Það er einungis hugsanlegt að það verði hægt að hefja framleiðslu á lyfi Janssen í lok 3. ársfjórðungs næst árs og því hugsanlegt að bólusetning með því verði ekki fyrr en í lok árs 2021 eða fram á árið 2022. Það mun valda miklum skaða fyrir almenning og fyrirtæki í landinu. Af þessu sést að við getum á þessari stundu aðeins treyst á lyf frá Pfizer enda eina lyfið sem hefur verið heimilað hér á landi. Öll lönd keppst nú við að reyna að tryggja sér lyf frá þeim og mörg hafa þegar náð samningum um slíkt. Á sam atíma ríkir fullkomin óvissa um hvenær hægt verður að hefja framleiðslu á lyfi hjá Astra Zenca. Beinir samningar Það er brýnt að ríkisstjórnin reyni að koma á beinum samningaviðræðum við Pfizer og þá Moderna, sem er annar framleiðandi sem er með samþykkt lyf. Til að tryggja hag og öryggi almennings á Íslandi verður ríkistjórnin að virkja alla þá sem unnt er, og þar með talda einkaaðila, til þess að koma að viðræðum við Pfizer og Moderna þannig að hægt sé að fá afhent virk og nothæf lyf sem fyrst. Það verður ekki unað við að bíða lengur og fytlgjast með í fjarlægð hvernig aðrar þjóðir haga sínum málum í von um að molar detti af þeirra borðum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í SV-kjördæm Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú er uppi varðandi bólusetningu landsmanna vegna COVID 19. Undanfarið hafa birst mjög misvísandi upplýsingar um þá samninga sem gerðir hafa verið um bóluefni og ekki síður hvernig bólusetningu verður háttað. Þar vegast upplýsingaóreiða og ráðaleysi stjórnvalda á. Því er nauðsynlegt að ríkisstjórnin verði knúin svara sem fyrst um áreiðanlegar og nákvæmar upplýsingar um hver raunveruleg staða er á samningum um virk og nothæf bóluefni og hvernig bólusetning þjóðarinnar mun ganga fyrir sig og hvenær þess er að vænta að þjóðlíf geti færst í hefðbundið horf. Staðan núna Eins og staðan lítur út núna eru ekki horfur á að nema um 25 þúsund Íslendingar verði búnir að fá bóluefni í lok 1. ársfjórðungs komandi árs. Um leið er á huldu hvernig bólusetningu verður háttað á 2. ársfjórðungi og þeim þriðja. Í gær var send út tilkynning frá stjórnvöldum um samning við lyfjaframleiðandan Janssen. Um var að ræða þriðja samning íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen var sagður tryggja bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. Áður var búið að gera samning um bóluefni frá Pfizer fyrir 85.000 einstaklinga og Astra Zenca fyrir 115.000 einstaklinga. Möguleikar okkar Vandinn við þessa samninga er sá að aðeins Pfizer framleiðir samþykkt lyf í dag. Það er einungis hugsanlegt að það verði hægt að hefja framleiðslu á lyfi Janssen í lok 3. ársfjórðungs næst árs og því hugsanlegt að bólusetning með því verði ekki fyrr en í lok árs 2021 eða fram á árið 2022. Það mun valda miklum skaða fyrir almenning og fyrirtæki í landinu. Af þessu sést að við getum á þessari stundu aðeins treyst á lyf frá Pfizer enda eina lyfið sem hefur verið heimilað hér á landi. Öll lönd keppst nú við að reyna að tryggja sér lyf frá þeim og mörg hafa þegar náð samningum um slíkt. Á sam atíma ríkir fullkomin óvissa um hvenær hægt verður að hefja framleiðslu á lyfi hjá Astra Zenca. Beinir samningar Það er brýnt að ríkisstjórnin reyni að koma á beinum samningaviðræðum við Pfizer og þá Moderna, sem er annar framleiðandi sem er með samþykkt lyf. Til að tryggja hag og öryggi almennings á Íslandi verður ríkistjórnin að virkja alla þá sem unnt er, og þar með talda einkaaðila, til þess að koma að viðræðum við Pfizer og Moderna þannig að hægt sé að fá afhent virk og nothæf lyf sem fyrst. Það verður ekki unað við að bíða lengur og fytlgjast með í fjarlægð hvernig aðrar þjóðir haga sínum málum í von um að molar detti af þeirra borðum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í SV-kjördæm
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun