Stjarnan selur fyrirliða sinn til Svíþjóðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2020 16:10 Alex Þór Hauksson kveður Stjörnuna og spilar í Svíþjóð á næsta tímabili. Vísir/Vilhelm Stjarnan hefur samþykkt tilboð frá Öster í Alex Þór Hauksson, fyrirliða liðsins og leikmanns 21 árs landsliðs Íslands. Alex Þór Hauksson var fyrirliði Stjörnunnar í sumar en hann er 21 árs gamall síðan í lok nóvember og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 72 leiki fyrir Stjörnuna í efstu deild. Alex Þór er öflugur og vinnusamur miðjumaður sem hefur skorað nokkur frábær mörk með langskotum í Pepsi Max deildinni. Östers IF hefur fjórum sinnum orðið sænskur meistari en Skagamaðurinn Teitur Þórðarson lék með liðinu þegar það var síðast Svíþjóðarmeistari árið 1981. Liðið endaði í fjórða sæti í sæsnku b-deildinni á síðasta tímabili en var tólf stigum frá sæti í úrvalsdeildinni. „Við vissum að Alex hefur haft metnað til þess að stiga skrefið út og núna þegar tækifærið gafst vildum við styðja við bakið á honum til að þróa sinn leik enn frekar. Við óskum Alex innilega til hamingju og munum fylgjast stolt með honum á komandi árum og vitum að hann mun einn góðan veðurdag snúa til baka í bláa búninginn,“ sagði Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistarflokksráðs karla, í fréttatilkynningu Stjörnunnar. Alex Þór gaf einnig frá sér yfirlýsingu við þessi tímamót. „Eftir fjögur góð tímabil fyrir framan bestu stuðningsmenn landsins er ég mjög þakklátur að hafa fengið að taka þátt í fullt af stórum leikjum og vinna bikarmeistaratitill sem og að kynnast öllu því góða fólki sem er innan Stjörnunnar. Það hefur verið mikill heiður að fá að vera fyrirliði liðsins en ég hef ákveðið að það sé kominn tími á nýja áskorun hjá mér og hlakka ég til að taka við nýju hlutverki sem fulltrúi Stjörnunnar á erlendri grundu. Takk fyrir mig kæra Stjörnufólk og ég hlakka til að fá að setja bláu treyjuna aftur á mig,“ Alex Þór Hauksson. Alex kveður! Stjarnan hefur samþykkt tilboð fra O ster i Alex Þo r Hauksson. Alex hefur verið mikilvægur partur af...Posted by Stjarnan FC on Miðvikudagur, 23. desember 2020 Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Stjarnan Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Alex Þór Hauksson var fyrirliði Stjörnunnar í sumar en hann er 21 árs gamall síðan í lok nóvember og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 72 leiki fyrir Stjörnuna í efstu deild. Alex Þór er öflugur og vinnusamur miðjumaður sem hefur skorað nokkur frábær mörk með langskotum í Pepsi Max deildinni. Östers IF hefur fjórum sinnum orðið sænskur meistari en Skagamaðurinn Teitur Þórðarson lék með liðinu þegar það var síðast Svíþjóðarmeistari árið 1981. Liðið endaði í fjórða sæti í sæsnku b-deildinni á síðasta tímabili en var tólf stigum frá sæti í úrvalsdeildinni. „Við vissum að Alex hefur haft metnað til þess að stiga skrefið út og núna þegar tækifærið gafst vildum við styðja við bakið á honum til að þróa sinn leik enn frekar. Við óskum Alex innilega til hamingju og munum fylgjast stolt með honum á komandi árum og vitum að hann mun einn góðan veðurdag snúa til baka í bláa búninginn,“ sagði Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistarflokksráðs karla, í fréttatilkynningu Stjörnunnar. Alex Þór gaf einnig frá sér yfirlýsingu við þessi tímamót. „Eftir fjögur góð tímabil fyrir framan bestu stuðningsmenn landsins er ég mjög þakklátur að hafa fengið að taka þátt í fullt af stórum leikjum og vinna bikarmeistaratitill sem og að kynnast öllu því góða fólki sem er innan Stjörnunnar. Það hefur verið mikill heiður að fá að vera fyrirliði liðsins en ég hef ákveðið að það sé kominn tími á nýja áskorun hjá mér og hlakka ég til að taka við nýju hlutverki sem fulltrúi Stjörnunnar á erlendri grundu. Takk fyrir mig kæra Stjörnufólk og ég hlakka til að fá að setja bláu treyjuna aftur á mig,“ Alex Þór Hauksson. Alex kveður! Stjarnan hefur samþykkt tilboð fra O ster i Alex Þo r Hauksson. Alex hefur verið mikilvægur partur af...Posted by Stjarnan FC on Miðvikudagur, 23. desember 2020
Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Stjarnan Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira