Fullkomin óreiða Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 28. desember 2020 06:00 Við þingmenn Miðflokksins fórum fram á að Alþingi væri kallað saman milli jóla- og nýárs til þess að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú blasir við vegna bólusetningar gegn Covid 19. Forsætisráðherra hefur talað mikið gegn upplýsingaóreiðu en enginn hefur skotið sig jafn oft í fótinn en hennar eigin ráðherra undanfarið. Forsætisráðherra neyddist til að yfirtaka forræði bóluefnasamnings, örugglega að kröfu Sjálfstæðisflokksins, sem líður afar illa í eigin skinni. Óþolinmæði sjálfstæðismanna er orðin áþreifanleg. Þjóðin á það skilið að fá réttar upplýsingar, góðar eða slæmar. Hnökrarnir Það er rétt að vekja athygli á því að fyrstu fréttir um hnökra í ferlinu komu fram þann 15. desember. Þá sagði heilbrigðisráðherra skort vera á hráefnum hjá framleiðanda Pfizer. Þann 17. desember staðfesti sóttvarnarlæknir að mun minna af bóluefni kæmi til landsins á næstunni en búist hafði verið við og jók við það óvissu um hvenær hjarðónæmi yrði náð. Búið var að auka væntingar verulega, væntingar sem urðu að engu. Tilkynnt var að áfram yrðu kórónuveiruaðgerðir í gildi fram á mitt ár 2021 að minnsta kosti. Næstu daga fengum við fréttir um að þetta væri ekki svona óljóst, að allt væri á áætlun en mikilvægast væri að ná að bólusetja forgangshópana, framlínufólkið og viðkvæmu hópana. Á þriðja degi jóla var það svo sagt að við þyrftum að bíða eftir bóluefni fram eftir ári, vissulega væri búið að tryggja okkur nægt bóluefni en aldrei var tryggt að það kæmi fljótt og örugglega. Að auki var sagt að fylgjast þurfi með verkun bóluefnisins en vissulega hefði verið betra að hafa tryggt bóluefni til landsins fyrr en útlit er fyrir núna. Fullkomin upplýsingaóreiða. Engar áhyggjur Óreiðan er svo mikil að til þess að lægja öldur hafa tveir menn lagt í þann leiðangur að tryggja kaup á meira bóluefni fyrir landsmenn. Þeir funda með lyfjaframleiðendum á næstu dögum með það í huga að Íslendingar verði hluti af rannsókn lyfjaframleiðandans. Ef allt gengur eftir væri hægt að bólusetja fyrr, aflétta takmörkunum og fylgjast með hugsanlegum aukaverkunum. Engar áhyggjur þurfi að hafa, allt miði að því sama – nema hraðar. Þetta skal ákveða án umræðu og út frá þeirri forsendu að allflestir muni taka þátt í rannsókninni til þess að eiga kost á nokkuð eðlilegu lífi sem fyrst. Biðin langa Það er ljóst að mikið er í húfi, auðvitað heilsa landsmanna, samvera með ættingjum og ástvinum, líðan fjölskyldna, framfærsla einstaklinga, rekstur fyrirtækja, ferðaþjónustan eins og hún leggur sig, heilbrigðiskerfið, efnahagur landsins og margt fleira. Mikið er undir. Ef viðræður bera ekki árangur þá þarf fólk að bíða fram á mitt næsta sumar með að heimsækja ástvini og ættingja á hjúkrunarheimili landsins. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma, bæði ungir og aldnir þurfa áfram einangrun, sama fólk og hefur nánast lokað sig af síðustu níu mánuði. Enn verður að kveðja ástvini í gegnum tölvubúnað, engin snerting engin nánd. Engin áætlun hefur komið fram um hvernig eigi að halda áfram ef landsmenn þurfa að bíða fram á mitt næsta ár eftir hjarðónæmi, hvernig og hvenær á að aflétta takmörkunum og hvort sama fyrirkomulag verði um land allt. Atvinnulífið verður áfram í óvissu og mun sæta takmörkunum. Ferðaþjónustan sem riðar til falls er við það að missa þolinmæðina, enda voru gefin fyrirheit um að nú fari senn að birta og að ferðamenn komi til landsins á ný eins og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði í fréttum „fólk er aftur farið að láta sig dreyma um ferðalög eftir að fréttir um bóluefnið bárust fyrir um tveimur mánuðum síðan“. En það var jú áður en óreiðan komst upp á yfirborðið. Höfundur er þingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Við þingmenn Miðflokksins fórum fram á að Alþingi væri kallað saman milli jóla- og nýárs til þess að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú blasir við vegna bólusetningar gegn Covid 19. Forsætisráðherra hefur talað mikið gegn upplýsingaóreiðu en enginn hefur skotið sig jafn oft í fótinn en hennar eigin ráðherra undanfarið. Forsætisráðherra neyddist til að yfirtaka forræði bóluefnasamnings, örugglega að kröfu Sjálfstæðisflokksins, sem líður afar illa í eigin skinni. Óþolinmæði sjálfstæðismanna er orðin áþreifanleg. Þjóðin á það skilið að fá réttar upplýsingar, góðar eða slæmar. Hnökrarnir Það er rétt að vekja athygli á því að fyrstu fréttir um hnökra í ferlinu komu fram þann 15. desember. Þá sagði heilbrigðisráðherra skort vera á hráefnum hjá framleiðanda Pfizer. Þann 17. desember staðfesti sóttvarnarlæknir að mun minna af bóluefni kæmi til landsins á næstunni en búist hafði verið við og jók við það óvissu um hvenær hjarðónæmi yrði náð. Búið var að auka væntingar verulega, væntingar sem urðu að engu. Tilkynnt var að áfram yrðu kórónuveiruaðgerðir í gildi fram á mitt ár 2021 að minnsta kosti. Næstu daga fengum við fréttir um að þetta væri ekki svona óljóst, að allt væri á áætlun en mikilvægast væri að ná að bólusetja forgangshópana, framlínufólkið og viðkvæmu hópana. Á þriðja degi jóla var það svo sagt að við þyrftum að bíða eftir bóluefni fram eftir ári, vissulega væri búið að tryggja okkur nægt bóluefni en aldrei var tryggt að það kæmi fljótt og örugglega. Að auki var sagt að fylgjast þurfi með verkun bóluefnisins en vissulega hefði verið betra að hafa tryggt bóluefni til landsins fyrr en útlit er fyrir núna. Fullkomin upplýsingaóreiða. Engar áhyggjur Óreiðan er svo mikil að til þess að lægja öldur hafa tveir menn lagt í þann leiðangur að tryggja kaup á meira bóluefni fyrir landsmenn. Þeir funda með lyfjaframleiðendum á næstu dögum með það í huga að Íslendingar verði hluti af rannsókn lyfjaframleiðandans. Ef allt gengur eftir væri hægt að bólusetja fyrr, aflétta takmörkunum og fylgjast með hugsanlegum aukaverkunum. Engar áhyggjur þurfi að hafa, allt miði að því sama – nema hraðar. Þetta skal ákveða án umræðu og út frá þeirri forsendu að allflestir muni taka þátt í rannsókninni til þess að eiga kost á nokkuð eðlilegu lífi sem fyrst. Biðin langa Það er ljóst að mikið er í húfi, auðvitað heilsa landsmanna, samvera með ættingjum og ástvinum, líðan fjölskyldna, framfærsla einstaklinga, rekstur fyrirtækja, ferðaþjónustan eins og hún leggur sig, heilbrigðiskerfið, efnahagur landsins og margt fleira. Mikið er undir. Ef viðræður bera ekki árangur þá þarf fólk að bíða fram á mitt næsta sumar með að heimsækja ástvini og ættingja á hjúkrunarheimili landsins. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma, bæði ungir og aldnir þurfa áfram einangrun, sama fólk og hefur nánast lokað sig af síðustu níu mánuði. Enn verður að kveðja ástvini í gegnum tölvubúnað, engin snerting engin nánd. Engin áætlun hefur komið fram um hvernig eigi að halda áfram ef landsmenn þurfa að bíða fram á mitt næsta ár eftir hjarðónæmi, hvernig og hvenær á að aflétta takmörkunum og hvort sama fyrirkomulag verði um land allt. Atvinnulífið verður áfram í óvissu og mun sæta takmörkunum. Ferðaþjónustan sem riðar til falls er við það að missa þolinmæðina, enda voru gefin fyrirheit um að nú fari senn að birta og að ferðamenn komi til landsins á ný eins og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði í fréttum „fólk er aftur farið að láta sig dreyma um ferðalög eftir að fréttir um bóluefnið bárust fyrir um tveimur mánuðum síðan“. En það var jú áður en óreiðan komst upp á yfirborðið. Höfundur er þingmaður Miðflokksins
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar