Aron frábær og Barcelona í úrslit Meistaradeildarinnar Anton Ingi Leifsson skrifar 28. desember 2020 18:34 Aron var frábær í Köln í kvöld. Martin Rose/Getty Images Aron Pálmarsson átti frábæran leik er Barcelona komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með öruggum sigri á PSG, 37-32. Aron hefur glímt við hnémeiðsli og í Sportpakkanum í gær sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, að óvíst væri hvort hann yrði með í leikjunum gegn Portúgal í undankeppni EM og svo á HM í Egyptalandi í næsta mánuði. Það var hins vegar ekki að sjá á Aroni í dag að hann ætti við meiðsli að stríða. Hann raðaði inn mörkum fyrir spænsku meistarana sem leiddu 18-14 í hálfleik. Áfram héldu þeir forystunni í síðari hálfleik og unnu Börsungar að lokum, 37-32. Aron var næst markahæsti leikmaður Barcelona í leiknum með sex mörk úr níu skotum auk þess að gefa fjölda stoðsendinga. Avancen els minuts i el Barça continua per davant! // ¡Avanzan los minutos y el Barça sigue por delante! Barça 27-24 @psghand Semifinal @ehfcl 19/20 Min 45 Lanxess Arena #ForçaBarça pic.twitter.com/P8RmdL7eg9— Barça Handbol (@FCBhandbol) December 28, 2020 Dika Mem var markahæstur Börsunga með átta mörk en Dylan Nahi skoraði níu mörk fyrir PSG og Mikkel Hansen skoraði sjö mörk. Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fer venjulega fram um mánaðamótin maí júní en var frestað um nokkra mánuði vegna kórónuveirufaraldursins og fer nú fram milli jóla og nýárs. Aron lék áður með Kiel og Veszprém og fór með báðum liðum í úrslit Meistaradeildarinnar. Hann varð Evrópumeistari með Kiel 2010 og 2012 en þessi lið mætast einmitt í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. Barcelona varð síðast Evrópumeistari 2015 þegar Guðjón Valur Sigurðsson lék með liðinu en úrslitaleikurinn fer fram í Köln annað kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Aron hefur glímt við hnémeiðsli og í Sportpakkanum í gær sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, að óvíst væri hvort hann yrði með í leikjunum gegn Portúgal í undankeppni EM og svo á HM í Egyptalandi í næsta mánuði. Það var hins vegar ekki að sjá á Aroni í dag að hann ætti við meiðsli að stríða. Hann raðaði inn mörkum fyrir spænsku meistarana sem leiddu 18-14 í hálfleik. Áfram héldu þeir forystunni í síðari hálfleik og unnu Börsungar að lokum, 37-32. Aron var næst markahæsti leikmaður Barcelona í leiknum með sex mörk úr níu skotum auk þess að gefa fjölda stoðsendinga. Avancen els minuts i el Barça continua per davant! // ¡Avanzan los minutos y el Barça sigue por delante! Barça 27-24 @psghand Semifinal @ehfcl 19/20 Min 45 Lanxess Arena #ForçaBarça pic.twitter.com/P8RmdL7eg9— Barça Handbol (@FCBhandbol) December 28, 2020 Dika Mem var markahæstur Börsunga með átta mörk en Dylan Nahi skoraði níu mörk fyrir PSG og Mikkel Hansen skoraði sjö mörk. Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fer venjulega fram um mánaðamótin maí júní en var frestað um nokkra mánuði vegna kórónuveirufaraldursins og fer nú fram milli jóla og nýárs. Aron lék áður með Kiel og Veszprém og fór með báðum liðum í úrslit Meistaradeildarinnar. Hann varð Evrópumeistari með Kiel 2010 og 2012 en þessi lið mætast einmitt í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. Barcelona varð síðast Evrópumeistari 2015 þegar Guðjón Valur Sigurðsson lék með liðinu en úrslitaleikurinn fer fram í Köln annað kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita