„Þetta er bara slysagildra“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2020 22:14 Sjö ára sonur Jóns og Rúnu við opið á holræsinu í dag, þar sem hann var á ferð í fylgd foreldra sinna. Rúna Gunnarsdóttir Foreldrar í Kórahverfi í Kópavogi telja frágangi á svæði í kringum Kórinn, þar sem ung börn eru iðulega að leik, víða ábótavant. Opið holræsi á svæðinu sé til dæmis mikil slysagildra. Sex ára barn féll þrjá metra niður um loftræstistokk á svæðinu í sumar. Jón Björgvinsson og Rúna Gunnarsdóttir gengu fram á umrætt holræsi við Kórinn, skammt frá unglingadeild Höðruvallaskóla og hesthúsunum við Heimsenda, síðdegis í dag. Þau telja ræsið um 1,5 metra djúpt – sem þau meta talsverða dýpt fyrir lítil börn. „Þetta er ekki óskaplega djúpt í sjálfu sér en þetta er meira en nógu djúpt fyrir gutta sem er sjö ára eins og okkar. Og svo er þetta hættulegt, það eru járn þarna sem standa út úr, þetta er bara slysagildra,“ segir Jón. „Svo eru rimlar til að klifra ofan í, ætlaðir fyrir vinnumenn, og þetta er opið og krakkarnir hafa þá í rauninni stiga til að fara þarna ofan í. Þá gera þeir það bara. Og svo er rörið þarna inn úr, þannig að það er hægt að leika sér að því að skríða þar inn,“ segir Rúna. Jón telur þetta síst betra en frágangur við loftræstistokk á svæðinu í sumar, þar sem varð slys í júní. Þá féll sex ára barn þrjá metra niður um stokkinn fyrir utan Kórinn. Ekki hafði verið gengið almennilega frá grind sem barnið gekk yfir, með áðurgreindum afleiðingum. Barnið fékk skurð á höfuð og braut tennur við fallið. Fram kom í frétt Vísis af málinu í sumar að Kópavogsbær liti málið alvarlegum augum og að lögreglan hefði það nú til rannsóknar. Jón telur ekki nógu vel hafa verið gengið frá loftræstistokknum eftir slysið í sumar. Ein málmklemma hafi verið skrúfuð niður en afgangurinn verið festur með plastfestingum, sem Jón segir að hafi strax farið fækkandi í sumar. Hann tekur þó fram að hann hafi ekki kannað stöðuna á festingunum nýlega. „Það var lagað með því að setja svona rafmagnsbensli úr plasti til að festa ristina, halda grindunum saman. En þetta er allt á hreyfingu hjá þeim og það er sama hvað þeir setja á þetta, þessar ristar eru alltaf lausar nema að farið verði í stærri framkvæmdir, sem ekki hefur verið farið í,“ segir Jón. Loftmynd af svæðinu í kringum Kórinn, íþróttamiðstöð HK í Kópavogi.Skjáskot/google Jón og Rúna segja mikinn umgang ungra barna um svæðið og þau leiki sér þar mjög gjarnan. Þeim þykir öryggi í kringum litla tjörn á svæðinu einnig ábótavant; aðgengi að henni sé ekki takmarkað fyrir utan nokkur skilti. „En það heldur ekki frá þessum guttum sem eru varla farnir að lesa,“ segir Rúna. Jón telur ljóst að betra utanumhald þurfi á svæðinu. „Það virðist einhvern veginn vera með fjandi margt að það er farið af stað að gera eitthvað, eins og þarna. Það er ekki eins og lokið hafi verið tekið af þessu holræsi heldur er allur hlemmurinn, stúturinn og allt saman tekið upp úr, og það er ekki eins og þetta hafi verið gert í gær. Það er eins og enginn sé að fylgjast með, það er ekkert utanumhald um hlutina. Það sama er með þessa tjörn þarna. Jú, jú, það er búið að setja upp skilti en þetta er svona drentjörn og einhvern tímann fyllist hún af vatni og þá er einmitt yfirflæði yfir í holræsið,“ segir Jón. Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Jón Björgvinsson og Rúna Gunnarsdóttir gengu fram á umrætt holræsi við Kórinn, skammt frá unglingadeild Höðruvallaskóla og hesthúsunum við Heimsenda, síðdegis í dag. Þau telja ræsið um 1,5 metra djúpt – sem þau meta talsverða dýpt fyrir lítil börn. „Þetta er ekki óskaplega djúpt í sjálfu sér en þetta er meira en nógu djúpt fyrir gutta sem er sjö ára eins og okkar. Og svo er þetta hættulegt, það eru járn þarna sem standa út úr, þetta er bara slysagildra,“ segir Jón. „Svo eru rimlar til að klifra ofan í, ætlaðir fyrir vinnumenn, og þetta er opið og krakkarnir hafa þá í rauninni stiga til að fara þarna ofan í. Þá gera þeir það bara. Og svo er rörið þarna inn úr, þannig að það er hægt að leika sér að því að skríða þar inn,“ segir Rúna. Jón telur þetta síst betra en frágangur við loftræstistokk á svæðinu í sumar, þar sem varð slys í júní. Þá féll sex ára barn þrjá metra niður um stokkinn fyrir utan Kórinn. Ekki hafði verið gengið almennilega frá grind sem barnið gekk yfir, með áðurgreindum afleiðingum. Barnið fékk skurð á höfuð og braut tennur við fallið. Fram kom í frétt Vísis af málinu í sumar að Kópavogsbær liti málið alvarlegum augum og að lögreglan hefði það nú til rannsóknar. Jón telur ekki nógu vel hafa verið gengið frá loftræstistokknum eftir slysið í sumar. Ein málmklemma hafi verið skrúfuð niður en afgangurinn verið festur með plastfestingum, sem Jón segir að hafi strax farið fækkandi í sumar. Hann tekur þó fram að hann hafi ekki kannað stöðuna á festingunum nýlega. „Það var lagað með því að setja svona rafmagnsbensli úr plasti til að festa ristina, halda grindunum saman. En þetta er allt á hreyfingu hjá þeim og það er sama hvað þeir setja á þetta, þessar ristar eru alltaf lausar nema að farið verði í stærri framkvæmdir, sem ekki hefur verið farið í,“ segir Jón. Loftmynd af svæðinu í kringum Kórinn, íþróttamiðstöð HK í Kópavogi.Skjáskot/google Jón og Rúna segja mikinn umgang ungra barna um svæðið og þau leiki sér þar mjög gjarnan. Þeim þykir öryggi í kringum litla tjörn á svæðinu einnig ábótavant; aðgengi að henni sé ekki takmarkað fyrir utan nokkur skilti. „En það heldur ekki frá þessum guttum sem eru varla farnir að lesa,“ segir Rúna. Jón telur ljóst að betra utanumhald þurfi á svæðinu. „Það virðist einhvern veginn vera með fjandi margt að það er farið af stað að gera eitthvað, eins og þarna. Það er ekki eins og lokið hafi verið tekið af þessu holræsi heldur er allur hlemmurinn, stúturinn og allt saman tekið upp úr, og það er ekki eins og þetta hafi verið gert í gær. Það er eins og enginn sé að fylgjast með, það er ekkert utanumhald um hlutina. Það sama er með þessa tjörn þarna. Jú, jú, það er búið að setja upp skilti en þetta er svona drentjörn og einhvern tímann fyllist hún af vatni og þá er einmitt yfirflæði yfir í holræsið,“ segir Jón.
Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira