WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2020 22:43 Vísindamenn WHO virðast á einu máli um að litlar líkur séu á því að okkur takist að útrýma SARS-CoV-2. epa/Jagadeesh Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni. Þá segja þeir að þrátt fyrir að faraldurinn hafi verið alvarlegur, sé hann ekki endilega „sá stóri“. David Heymann, sem fer fyrir ráðgjafahóp WHO í smitsjúkdómum, segir það „örlög“ SARS-CoV-2 að verða landlæg (e. endemic) þrátt fyrir bólusetningar. Veiran muni halda áfram að stökkbreytast, sérstaklega þar sem mikið er um smit. „Sem betur fer búum við að úrræðum til að bjarga lífum og það í bland við almennt heilbrigði mun gera okkur kleift að læra að lifa með Covid-19,“ sagði Heymann á blaðamannafundi í dag. Ekki trygging fyrir útrýmingu veirunnar Mark Ryan, sem fer fyrir viðbragðshóp WHO, sagði að veiran yrði áfram ógn en hófleg ógn ef nógu margir yrðu bólusettir. Hann sagði að koma þyrfti í ljós hversu margir myndu þiggja bólusetningu, áður en hægt væri að leggja mat á hvort það væri raunhæft að freista þess að útrýma veirunni. „Tilvist bóluefnis, jafnvel bóluefnis sem virkar vel, er ekki trygging fyrir útrýmingu smitsjúkdóms. Það er mjög hátt mark að ætla að ná.“ Covid-19 faraldurinn virðist hafa farið algjörlega úr böndunum í Bretlandi, þar sem stjórnvöld íhuga nú afar íþyngjandi takmarkanir.epa/Andy Rain Ryan sagði tilgang bóluefnis fyrst og fremst að bjarga lífum og vernda viðkvæma en útrýming væri fjarlægur draumur. Þá varaði hann við því að næsti faraldur gæti orðið alvarlegri. „Þessi heimsfaraldur hefur verið alvarlegur ... hann hefur haft áhrif á öllum svæðum þessarar plánetu. En þetta er ekki endilega sá stóri,“ sagði Ryan. SARS-CoV-2 hefði verið vakning. „Við erum læra, núna, hvernig við getum gert betur,“ sagði hann. „Við búum í síflóknara alþjóðasamfélagi. Ef það er eitthvað sem við verðum að læra af þessum faraldri, öllum harmleiknum og missinum, þá er það að taka okkur saman í andlitinu. Við þurfum að heiðra þá sem við höfum misst með því að verða betri í því sem við gerum á hverjum degi.“ Ekki víst að bóluefnin komi í veg fyrir smit Yfirvísindamaður WHO, Soumya Swaminathan, sagði að bólusetning ætti ekki að verða til þess að fólk hætti að huga að persónubundnum sóttvörnum. Bóluefnin myndu koma í veg fyrir einkenni, alvarleg veikindi og dauðsföll en það væri óvíst hvort þau myndu stöðva smit. „Ég tel okkur ekki hafa sönnunargögn þess efnis að neitt bóluefnanna komi í veg fyrir sýkingu og að fólk smiti aðra,“ sagði hún. „Þannig að við verðum að gera ráð fyrir að fólk sem hefur verið bólusett þurfi að gera sömu varúðarráðstafanir.“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, sagði nýju ári fylgja nýjar áskoranir. „Til dæmis ný afbrigði Covid-19 og að aðstoða þá sem eru orðnir þreyttir á faraldrinum að halda áfram að berjast við hann,“ sagði hann. Hann sagðist fagna þeim stórkostlega árangri sem hefði náðst en starfsmenn WHO myndu ekki hvílast fyrr en allir hefðu aðgang að bóluefnunum gegn Covid-19. Guardian sagði frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Þá segja þeir að þrátt fyrir að faraldurinn hafi verið alvarlegur, sé hann ekki endilega „sá stóri“. David Heymann, sem fer fyrir ráðgjafahóp WHO í smitsjúkdómum, segir það „örlög“ SARS-CoV-2 að verða landlæg (e. endemic) þrátt fyrir bólusetningar. Veiran muni halda áfram að stökkbreytast, sérstaklega þar sem mikið er um smit. „Sem betur fer búum við að úrræðum til að bjarga lífum og það í bland við almennt heilbrigði mun gera okkur kleift að læra að lifa með Covid-19,“ sagði Heymann á blaðamannafundi í dag. Ekki trygging fyrir útrýmingu veirunnar Mark Ryan, sem fer fyrir viðbragðshóp WHO, sagði að veiran yrði áfram ógn en hófleg ógn ef nógu margir yrðu bólusettir. Hann sagði að koma þyrfti í ljós hversu margir myndu þiggja bólusetningu, áður en hægt væri að leggja mat á hvort það væri raunhæft að freista þess að útrýma veirunni. „Tilvist bóluefnis, jafnvel bóluefnis sem virkar vel, er ekki trygging fyrir útrýmingu smitsjúkdóms. Það er mjög hátt mark að ætla að ná.“ Covid-19 faraldurinn virðist hafa farið algjörlega úr böndunum í Bretlandi, þar sem stjórnvöld íhuga nú afar íþyngjandi takmarkanir.epa/Andy Rain Ryan sagði tilgang bóluefnis fyrst og fremst að bjarga lífum og vernda viðkvæma en útrýming væri fjarlægur draumur. Þá varaði hann við því að næsti faraldur gæti orðið alvarlegri. „Þessi heimsfaraldur hefur verið alvarlegur ... hann hefur haft áhrif á öllum svæðum þessarar plánetu. En þetta er ekki endilega sá stóri,“ sagði Ryan. SARS-CoV-2 hefði verið vakning. „Við erum læra, núna, hvernig við getum gert betur,“ sagði hann. „Við búum í síflóknara alþjóðasamfélagi. Ef það er eitthvað sem við verðum að læra af þessum faraldri, öllum harmleiknum og missinum, þá er það að taka okkur saman í andlitinu. Við þurfum að heiðra þá sem við höfum misst með því að verða betri í því sem við gerum á hverjum degi.“ Ekki víst að bóluefnin komi í veg fyrir smit Yfirvísindamaður WHO, Soumya Swaminathan, sagði að bólusetning ætti ekki að verða til þess að fólk hætti að huga að persónubundnum sóttvörnum. Bóluefnin myndu koma í veg fyrir einkenni, alvarleg veikindi og dauðsföll en það væri óvíst hvort þau myndu stöðva smit. „Ég tel okkur ekki hafa sönnunargögn þess efnis að neitt bóluefnanna komi í veg fyrir sýkingu og að fólk smiti aðra,“ sagði hún. „Þannig að við verðum að gera ráð fyrir að fólk sem hefur verið bólusett þurfi að gera sömu varúðarráðstafanir.“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, sagði nýju ári fylgja nýjar áskoranir. „Til dæmis ný afbrigði Covid-19 og að aðstoða þá sem eru orðnir þreyttir á faraldrinum að halda áfram að berjast við hann,“ sagði hann. Hann sagðist fagna þeim stórkostlega árangri sem hefði náðst en starfsmenn WHO myndu ekki hvílast fyrr en allir hefðu aðgang að bóluefnunum gegn Covid-19. Guardian sagði frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira