Náðu fimm skömmtum en ekki sex úr hverju glasi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2020 10:20 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Egill Aðeins náðust fimm skammtar úr hverju glasi af bóluefni Pfizer og BioNTech sem kom til landsins í gær en ekki sex eins og vonast var til. Reiknað er með að bólusetning á höfuðborgarsvæðinu klárist í dag. Þegar bólusetningar hófust í Bandaríkjunum kom í ljós að í lyfjaglösunum leyndust allt að sjö skammtar, í stað fimm. Þá gaf Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heimild fyrir því að viðbótarskammtarnir yrðu nýttir. Vísir greindi frá því í gær að útlit væri fyrir að hægt yrði að ná sex skömmtum af bóluefni úr hverju glasi sem barst til landsins í gær. Skammtarnir hefðu þannig talið tólf þúsund en ekki tíu þúsund. Þurftu að hætta við stóra planið Ríkisútvarpið greindi fyrst frá því í morgun að skammtar í hverju glasi hefðu þó, þegar uppi var staðið, aðeins reynst fimm. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höguðborgarsvæðisins staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Við vorum búin að fá fréttir fyrir fram að hugsanlega væri hægt að fá sjötta skammtinum úr hverju glasi en það náðist ekki. Maður þarf að ná heilum sjötta skammtinum úr hverju glasi til að mega nota það. Það er örlítill afgangur í hverju glasi en það næst ekki heill skammtur til viðbótar,“ segir Ragnheiður. „Við vorum samt með stórt plan ef við hefðum náð sjötta skammtinum. Við vorum búin að undirbúa að geta farið á fleiri dagdvalir fyrir aldraða en þurftum að hætta við það, því miður. Það hefði verið frábært.“ Gengið ótrúlega vel Um 1.500 manns voru bólusettir í gær og ráðgert er að alls verði bólusettir um 2.220 með þessum fyrstu skömmtum. Þau sem eftir eru verða bólusett í dag en lagt er upp með að klára hjúkrunarheimilin. „Svo erum við að taka mjög mikið af sambýlum sem eru metin eins og hjúkrunarheimili, þar sem eru skjólstæðingar sem þurfa mikla þjónustu. Við lentum í miklum vandræðum með mörg þessara sambýla þegar komu upp sýkingar eða grunur um sýkingar,“ segir Ragnheiður. Íbúar á þeim sambýlum sem metin eru ígildi hjúkrunarheimila, þ.e. í forgangshópi þrjú samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra, í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fá því bólusetningu með þessari fyrstu sendingu. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel í heildina og ekkert komið upp á. Löggan hjálpar okkur líka rosalega vel, keyrir út bóluefnið, þannig að þetta gengur rosalega vel.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30. desember 2020 07:18 Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 30. desember 2020 07:06 Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. 29. desember 2020 22:36 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Þegar bólusetningar hófust í Bandaríkjunum kom í ljós að í lyfjaglösunum leyndust allt að sjö skammtar, í stað fimm. Þá gaf Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heimild fyrir því að viðbótarskammtarnir yrðu nýttir. Vísir greindi frá því í gær að útlit væri fyrir að hægt yrði að ná sex skömmtum af bóluefni úr hverju glasi sem barst til landsins í gær. Skammtarnir hefðu þannig talið tólf þúsund en ekki tíu þúsund. Þurftu að hætta við stóra planið Ríkisútvarpið greindi fyrst frá því í morgun að skammtar í hverju glasi hefðu þó, þegar uppi var staðið, aðeins reynst fimm. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höguðborgarsvæðisins staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Við vorum búin að fá fréttir fyrir fram að hugsanlega væri hægt að fá sjötta skammtinum úr hverju glasi en það náðist ekki. Maður þarf að ná heilum sjötta skammtinum úr hverju glasi til að mega nota það. Það er örlítill afgangur í hverju glasi en það næst ekki heill skammtur til viðbótar,“ segir Ragnheiður. „Við vorum samt með stórt plan ef við hefðum náð sjötta skammtinum. Við vorum búin að undirbúa að geta farið á fleiri dagdvalir fyrir aldraða en þurftum að hætta við það, því miður. Það hefði verið frábært.“ Gengið ótrúlega vel Um 1.500 manns voru bólusettir í gær og ráðgert er að alls verði bólusettir um 2.220 með þessum fyrstu skömmtum. Þau sem eftir eru verða bólusett í dag en lagt er upp með að klára hjúkrunarheimilin. „Svo erum við að taka mjög mikið af sambýlum sem eru metin eins og hjúkrunarheimili, þar sem eru skjólstæðingar sem þurfa mikla þjónustu. Við lentum í miklum vandræðum með mörg þessara sambýla þegar komu upp sýkingar eða grunur um sýkingar,“ segir Ragnheiður. Íbúar á þeim sambýlum sem metin eru ígildi hjúkrunarheimila, þ.e. í forgangshópi þrjú samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra, í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fá því bólusetningu með þessari fyrstu sendingu. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel í heildina og ekkert komið upp á. Löggan hjálpar okkur líka rosalega vel, keyrir út bóluefnið, þannig að þetta gengur rosalega vel.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30. desember 2020 07:18 Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 30. desember 2020 07:06 Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. 29. desember 2020 22:36 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30. desember 2020 07:18
Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 30. desember 2020 07:06
Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. 29. desember 2020 22:36