Bölvun Sjálfstæðisflokksins Gunnar Smári Egilsson skrifar 30. desember 2020 12:35 Ástæða þess að þeim flokkum sem leggja í stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn farnast illa í næstu kosningum er að svona ríkisstjórnarsamstarf er ekki það sem kjósendur þessara flokka vilja. Ef þeir vildu Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn myndu þeir kjósa hann beint. Í stjórn án Sjálfstæðisflokks En áður en við skoðum hvernig kjósendur refsa þeim flokkum sem forystan dregur til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, skulum við skoða áhrifin af stjórnarsetu flokkanna án Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG var mynduð eftir að þessir flokkar fengu 51,5% atkvæða 2009. Í kosningunum 2013 féll fylgið niður í 23,8%. 54% kjósenda sneru baki við flokkunum. Eftir fall ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar 1988 mynduðu Framsókn, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag ríkisstjórn með 47,4% atkvæða. Í næstu kosningum, 1991, fengu flokkarnir 48,8% atkvæða, bætti eilítið við sig. Eftir mikinn kosningasigur A-flokkanna 1978 var mynduð ríkisstjórn þeirra og Framsóknar með 61,8% atkvæða. Stjórnin sprakk eftir ár og þegar kosið var að nýju 1979 fengu flokkarnir samanlagt 62,0% atkvæða, meira en þegar stjórnin var mynduð. Þegar vinstri stjórnin 1971 var mynduð höfðu Framsókn, Alþýðubandalag og Samtök frjálslyndra og vinstri manna 51,3% atkvæða. Í kosningunum 1974, eftir að stjórnin sprakk, fengu flokkarnir 47,8% atkvæða. 7% kjósenda höfðu snúið baki við flokkunum. Þegar vinstri stjórnin 1956 var fylgi Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags 53,1%. Þegar kosið var um sumarið 1959, stuttu eftir að stjórnin féll og minnihlutastjórn Alþýðuflokksins hafi tekið við, fengu flokkarnir samanlagt 54,9%, eilítið meira en þegar stjórnin var mynduð. Framsóknarflokkurinn komst til valda 1927 með stuðningi Alþýðuflokksins og var leiðandi í landsstjórninni fram til 1932 (og í raun enn lengur). Samanlagt fylgi Framsóknar og Alþýðuflokksins var 49,3% 1927 en 43,1% árið 1933. Mismunurinn var minni en nam þeim 7,5% atkvæða sem Kommúnistaflokkurinn náði. Eins og sjá má af þessu er ríkisstjórn Samfylkingar og VG undantekning, almennt farnast þeim flokkum vel sem mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokknum. Í stjórn með Sjálfstæðisflokki Örlög flokka sem ganga til stjórnarsamstarfs með Sjálfstæðisflokknum: Þegar VG og Framsókn gengu til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn 2017 voru flokkarnir með 27,6% atkvæða. Samkvæmt nýjustu könnun MMR fengju þessir flokkar 15,2% atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú. 45% kjósenda flokkanna hafa snúið baki við flokkunum. Þegar Viðreisn og Björt framtíð fóru í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningarnar 2016 voru flokkarnir samanlagt með 17,7% atkvæða. Þegar næst var gengið til kosninga fengu flokkarnir 7,9% atkvæða. 55% kjósenda flokkanna höfðu snúið baki við flokkunum. Þegar Framsóknarflokkurinn fór í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum 2013 var flokkurinn með 22,4% atkvæða en þegar næst var gengið til kosninga fékk flokkurinn 11,5% atkvæða. 53% kjósenda flokksins höfðu snúið baki við honum. Þegar Samfylkingin myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum 2007 var flokkurinn með 26,8% atkvæða. Sú stjórn sprakk í kjölfar Hrunsins og þá fékk Samfylkingin 29,8% atkvæða í kosningunum 2009 og myndaði stjórn með VG. Síðan lá leið flokksins niður á við; hann fékk 12,9% atkvæða 2013 og 5,7% atkvæða 2016, þá höfðu um 79% kjósenda flokksins frá 2007 snúið baki við honum. Þegar Framsóknarflokkurinn gekk til stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn 1995 var flokkurinn með 23,3% atkvæða. Þegar sú stjórn féll loks 2007 fékk Framsókn 11,7% atkvæða. 50% kjósenda höfðu snúið baki við flokknum. Þegar Alþýðuflokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn 1991 var flokkurinn með 15,5% atkvæða en fékk 11,4% atkvæða þegar kosið var 1995. 26% kjósenda höfðu snúið baki við flokknum. Þegar Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur mynduðu ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum lifði hún stutt og saman myndaðu kratar og Framsókn ríkisstjórn með Alþýðubandalagi og síðar Borgaraflokki. Þessi leið hafði lítil áhrif á fylgi flokkanna, sem var samanlagt 34,1% árið 1987 en 34,4% árið 1991. Þegar Framsóknarflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 1983 var flokkurinn með 18,5% atkvæða en þegar kosið var 1987 fékk flokkurinn 18,9%, bætti eilítið við sig eftir að hafa leitt ríkisstjórnina. Þessar kosningar voru sögulegar því framboð Borgaraflokks klauf Sjálfstæðisflokkinn og Kvennalistinn tók fylgi frá Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Þegar Framsóknarflokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn 1974 var flokkurinn með 24,9% atkvæða, en hann fékk 16,9% í kosningunum 1978. 32% kjósenda höfðu snúið baki við flokknum. Þegar Alþýðuflokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn 1959 var flokkurinn með 15,2% atkvæða en þegar stjórnin loks féll 1971 fékk flokkurinn 9,1% atkvæða. 40% kjósenda höfðu snúið baki við flokknum. Þegar Framsóknarflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 1950 var flokkurinn með 24,5% atkvæða en þegar sú ríkisstjórn féll eftir kosningarnar 1956 var flokkurinn með 15,6% atkvæða. 36% kjósenda höfðu snúið baki við flokknum. Þegar Alþýðuflokkur og Sósíalistaflokkur mynduðu nýsköpunarstjórnina með Sjálfstæðisflokknum 1944 voru flokkarnir með samanlagt atkvæði 32,4% kjósenda. Í næstu kosningum bættu flokkarnir við sig fylgi, fengu samanlagt 37,3% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn ýttu þá sósíalistum út úr stjórninni og mynduðu tveggja flokka stjórn. Alþýðuflokkurinn fékk 14,1% í kosningum 1942, 17,8% árið 1946 en 16,5% árið 1949. Þá hafði stjórnin jafn marga þingmenn og stjórnarandstaðan, Sjálfstæðisflokkurinn var fyrst í minnihlutastjórn en myndaði svo stjórn með Framsókn. Framsókn og Alþýðuflokkurinn myndu stjórn með Sjálfstæðisflokknum 1939, eftir að hafa haldið flokknum áhrifalitlum nánast óslitið frá 1927. Flokkarnir höfðu þá 43,4% atkvæða. Í næstu kosningum, sumarið 1942, fengu flokkarnir 43,0% atkvæða, nánast það sama. Katrín vill sigra söguna Af þessu má sjá að bölvun Sjálfstæðisflokksins hefur vaxið með árunum. Fyrir 1960 gátu flokkar sloppið með skrekkinn frá samstarfi við íhaldið en eftir því sem nær dregur okkar tíma verður refsing kjósenda ákveðnari, flokkar eiga það á hættu að þurrkast út. Þetta vita allir, líka Katrín Jakobsdóttir formaður VG. Hún telur sig hins vegar geta sigrað söguna og afstöðu kjósenda, með stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn hefur hún skorað skynsemina á hólm. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Ástæða þess að þeim flokkum sem leggja í stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn farnast illa í næstu kosningum er að svona ríkisstjórnarsamstarf er ekki það sem kjósendur þessara flokka vilja. Ef þeir vildu Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn myndu þeir kjósa hann beint. Í stjórn án Sjálfstæðisflokks En áður en við skoðum hvernig kjósendur refsa þeim flokkum sem forystan dregur til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, skulum við skoða áhrifin af stjórnarsetu flokkanna án Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG var mynduð eftir að þessir flokkar fengu 51,5% atkvæða 2009. Í kosningunum 2013 féll fylgið niður í 23,8%. 54% kjósenda sneru baki við flokkunum. Eftir fall ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar 1988 mynduðu Framsókn, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag ríkisstjórn með 47,4% atkvæða. Í næstu kosningum, 1991, fengu flokkarnir 48,8% atkvæða, bætti eilítið við sig. Eftir mikinn kosningasigur A-flokkanna 1978 var mynduð ríkisstjórn þeirra og Framsóknar með 61,8% atkvæða. Stjórnin sprakk eftir ár og þegar kosið var að nýju 1979 fengu flokkarnir samanlagt 62,0% atkvæða, meira en þegar stjórnin var mynduð. Þegar vinstri stjórnin 1971 var mynduð höfðu Framsókn, Alþýðubandalag og Samtök frjálslyndra og vinstri manna 51,3% atkvæða. Í kosningunum 1974, eftir að stjórnin sprakk, fengu flokkarnir 47,8% atkvæða. 7% kjósenda höfðu snúið baki við flokkunum. Þegar vinstri stjórnin 1956 var fylgi Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags 53,1%. Þegar kosið var um sumarið 1959, stuttu eftir að stjórnin féll og minnihlutastjórn Alþýðuflokksins hafi tekið við, fengu flokkarnir samanlagt 54,9%, eilítið meira en þegar stjórnin var mynduð. Framsóknarflokkurinn komst til valda 1927 með stuðningi Alþýðuflokksins og var leiðandi í landsstjórninni fram til 1932 (og í raun enn lengur). Samanlagt fylgi Framsóknar og Alþýðuflokksins var 49,3% 1927 en 43,1% árið 1933. Mismunurinn var minni en nam þeim 7,5% atkvæða sem Kommúnistaflokkurinn náði. Eins og sjá má af þessu er ríkisstjórn Samfylkingar og VG undantekning, almennt farnast þeim flokkum vel sem mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokknum. Í stjórn með Sjálfstæðisflokki Örlög flokka sem ganga til stjórnarsamstarfs með Sjálfstæðisflokknum: Þegar VG og Framsókn gengu til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn 2017 voru flokkarnir með 27,6% atkvæða. Samkvæmt nýjustu könnun MMR fengju þessir flokkar 15,2% atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú. 45% kjósenda flokkanna hafa snúið baki við flokkunum. Þegar Viðreisn og Björt framtíð fóru í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningarnar 2016 voru flokkarnir samanlagt með 17,7% atkvæða. Þegar næst var gengið til kosninga fengu flokkarnir 7,9% atkvæða. 55% kjósenda flokkanna höfðu snúið baki við flokkunum. Þegar Framsóknarflokkurinn fór í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum 2013 var flokkurinn með 22,4% atkvæða en þegar næst var gengið til kosninga fékk flokkurinn 11,5% atkvæða. 53% kjósenda flokksins höfðu snúið baki við honum. Þegar Samfylkingin myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum 2007 var flokkurinn með 26,8% atkvæða. Sú stjórn sprakk í kjölfar Hrunsins og þá fékk Samfylkingin 29,8% atkvæða í kosningunum 2009 og myndaði stjórn með VG. Síðan lá leið flokksins niður á við; hann fékk 12,9% atkvæða 2013 og 5,7% atkvæða 2016, þá höfðu um 79% kjósenda flokksins frá 2007 snúið baki við honum. Þegar Framsóknarflokkurinn gekk til stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn 1995 var flokkurinn með 23,3% atkvæða. Þegar sú stjórn féll loks 2007 fékk Framsókn 11,7% atkvæða. 50% kjósenda höfðu snúið baki við flokknum. Þegar Alþýðuflokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn 1991 var flokkurinn með 15,5% atkvæða en fékk 11,4% atkvæða þegar kosið var 1995. 26% kjósenda höfðu snúið baki við flokknum. Þegar Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur mynduðu ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum lifði hún stutt og saman myndaðu kratar og Framsókn ríkisstjórn með Alþýðubandalagi og síðar Borgaraflokki. Þessi leið hafði lítil áhrif á fylgi flokkanna, sem var samanlagt 34,1% árið 1987 en 34,4% árið 1991. Þegar Framsóknarflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 1983 var flokkurinn með 18,5% atkvæða en þegar kosið var 1987 fékk flokkurinn 18,9%, bætti eilítið við sig eftir að hafa leitt ríkisstjórnina. Þessar kosningar voru sögulegar því framboð Borgaraflokks klauf Sjálfstæðisflokkinn og Kvennalistinn tók fylgi frá Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Þegar Framsóknarflokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn 1974 var flokkurinn með 24,9% atkvæða, en hann fékk 16,9% í kosningunum 1978. 32% kjósenda höfðu snúið baki við flokknum. Þegar Alþýðuflokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn 1959 var flokkurinn með 15,2% atkvæða en þegar stjórnin loks féll 1971 fékk flokkurinn 9,1% atkvæða. 40% kjósenda höfðu snúið baki við flokknum. Þegar Framsóknarflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 1950 var flokkurinn með 24,5% atkvæða en þegar sú ríkisstjórn féll eftir kosningarnar 1956 var flokkurinn með 15,6% atkvæða. 36% kjósenda höfðu snúið baki við flokknum. Þegar Alþýðuflokkur og Sósíalistaflokkur mynduðu nýsköpunarstjórnina með Sjálfstæðisflokknum 1944 voru flokkarnir með samanlagt atkvæði 32,4% kjósenda. Í næstu kosningum bættu flokkarnir við sig fylgi, fengu samanlagt 37,3% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn ýttu þá sósíalistum út úr stjórninni og mynduðu tveggja flokka stjórn. Alþýðuflokkurinn fékk 14,1% í kosningum 1942, 17,8% árið 1946 en 16,5% árið 1949. Þá hafði stjórnin jafn marga þingmenn og stjórnarandstaðan, Sjálfstæðisflokkurinn var fyrst í minnihlutastjórn en myndaði svo stjórn með Framsókn. Framsókn og Alþýðuflokkurinn myndu stjórn með Sjálfstæðisflokknum 1939, eftir að hafa haldið flokknum áhrifalitlum nánast óslitið frá 1927. Flokkarnir höfðu þá 43,4% atkvæða. Í næstu kosningum, sumarið 1942, fengu flokkarnir 43,0% atkvæða, nánast það sama. Katrín vill sigra söguna Af þessu má sjá að bölvun Sjálfstæðisflokksins hefur vaxið með árunum. Fyrir 1960 gátu flokkar sloppið með skrekkinn frá samstarfi við íhaldið en eftir því sem nær dregur okkar tíma verður refsing kjósenda ákveðnari, flokkar eiga það á hættu að þurrkast út. Þetta vita allir, líka Katrín Jakobsdóttir formaður VG. Hún telur sig hins vegar geta sigrað söguna og afstöðu kjósenda, með stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn hefur hún skorað skynsemina á hólm. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar