Áramótaheit mennta- og menningarmálaráðherra Sara Þöll Finnbogadóttir skrifar 31. desember 2020 08:04 Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að gera það að áramótaheiti sínu að hækka grunnframfærslu framfærslulána í úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna fyrir skólaárið 2021–2022. Tökum dæmi: Þú ert einhleypur og barnslaus stúdent við Háskóla Íslands sem býr í herbergi með sameiginlegri aðstöðu á Stúdentagörðunum. Þú ert á námslánum hjá Menntasjóðnum þar sem grunnframfærslan er 112.312 kr. og viðbótarlán vegna húsnæðiskostnaðar er 77.188 kr., sem gera samtals 189.500 kr. á mánuði. Í byrjun skólaársins þarftu að greiða 75 þúsund kr. í skrásetningargjöld og kaupa fjórar námsbækur sem eru sirka átta þúsund kr. hver sem gera 32 þúsund kr. Mánaðarleg húsnæðisleiga þín er 98.508 kr. Þú þarft að kaupa mat, dæmigert neysluviðmið félagsmálaráðuneytisins fyrir mánaðarlegum matartengdum útgjöldum fyrir einn bíllausan fullorðinn höfuðborgarbúa er 37.493 kr. Við skulum miða við þá upphæð. Án þess að taka saman húsnæðisbætur og útgjöld vegna heilsu, þjónustu, samgangna eða tómstunda þarftu að greiða rúmar 243 þúsund kr. í byrjun skólaársins sem gera 53.501 kr. umfram námslánið. Stúdent greiðir ekki mánaðarlega skrásetningargjöld og námsbækur svo sá liður er ekki alltaf til staðar. Hins vegar er hægt að bæta við þeim útgjöldum sem við tókum ekki fyrst saman, þ.e.a.s. gjöld vegna heilsu, þjónustu, samgangna eða tómstunda. Vonandi erum við á sömu blaðsíðu um að útgjöldin safnast fljótt saman og að grunnframfærsla námslána þarf að tryggja námsmönnum viðunandi kjör til að lifa mannsæmandi lífi. Grunnframfærsla framfærslulána er svo lág að stúdentar ná ekki framfleyta sér án þess að vinna samhliða námi. Með námslánakerfinu, eins og það er nú, er því verið að bjóða stúdentum upp á að koma sér í vítahring sem einkennist af því að þurfa að vinna fyrir sér þrátt fyrir að vera á framfærslulánum. Það kemur síðan í bakið á stúdentum, því frítekjumarkið refsar þeim sem hafa tekjur umfram 1.364.000 kr. á ári. 45% þeirra árlegu tekna sem eru umfram koma til frádráttar á námsláni. Lánsupphæðin, 189.500 kr., lækkar í takt við skerðinguna. Vegna skerðingarinnar þurfa stúdentar að vinna enn meira – vítahringurinn heldur áfram. Stúdentar á Íslandi eru einmitt í þeirri stöðu að það að vinna samhliða námi er venjan. Samkvæmt tölum EUROSTUDENT VII telja 72% íslenskra stúdenta að án vinnunar sinnar ættu þeir ekki efni á að vera í námi. Þeir vinna yfirleitt allt árið um kring og nýta einna helst sumarið til þess að vinna sér inn pening fyrir sumarið og komandi skólaári. Eitt af markmiðum Menntasjóðsins er að hvetja stúdenta til að ljúka námi á þeim tíma sem skipulag námsins segir til um. Með tilkomu námsstyrksins, sem veitir stúdentum 30% niðurfærslu á höfuðstóli námslánaskuldarinnar, ef nám er klárað á „réttum tíma“, er hvatinn myndaður. Þessu markmiði verður hins vegar ekki náð nema öruggt sé að stúdentar geti framfleytt sér meðan á námi stendur. Samkvæmt EUROSTUDENT VII, telja 25% íslenskra stúdenta vinnuna sína hafa áhrif á námsframvindu, 31% glíma við fjárhagslega erfiðleika og 43% eyða 40% eða meira af sínum mánaðarlegum tekjum í húsnæði. Fjárhagsörðugleikar og fjárhagsáhyggjur stúdenta eru hindranir sem koma í veg fyrir að stúdentar geti að stundað nám sitt sem skyldi, sem verður jafnvel til þess að stúdentar flosna upp úr námi, andlegri heilsu þeirra hraki – að stúdentar keyri sig út og missi móðinn. Krafan um hækkun grunnframfærslu framfærslulána er ekki ný og er eflaust fyrir sumum farin að hljóma eins og biluð plata. Raunin er sú að ár eftir ár hafa stúdentar krafist úrbóta í þessum málum, og ár eftir ár hafa sáralitlar breytingar orðið á grunnframfærslunni. Svo slæm er staðan að þega kom að endurskoðun námslánakerfisins þá óskuðu stúdentar eftir því að það yrði lögfest að stjórn Menntasjóðsins væri krafin um að endurskoða grunnframfærsluna árlega. Það er ekki nóg að endurskoða hana með tilliti til breytinga á vísitölu neysluverðs heldur þarf að endurskoða hana til að tryggja námsfólki mannsæmandi framfærslu. Nýtt ár þýðir nýjar úthlutunarreglur. Stúdentar skora á mennta- og menningarmálaráðherra að sýna stuðning í verki og veita námsfólki fjárhagslegt öryggi á nýju ári með því að hækka grunnframfærsluna. Samkvæmt lögum um Menntasjóðinn setur mennta- og menningarmálaráðherra nýjar úthlutunarreglur, að fengnum tillögum sjóðsstjórnar, eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Því hefur ráðherra 91 dag til að ná áramótaheitinu. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands og situr í stjórn Menntasjóðs námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að gera það að áramótaheiti sínu að hækka grunnframfærslu framfærslulána í úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna fyrir skólaárið 2021–2022. Tökum dæmi: Þú ert einhleypur og barnslaus stúdent við Háskóla Íslands sem býr í herbergi með sameiginlegri aðstöðu á Stúdentagörðunum. Þú ert á námslánum hjá Menntasjóðnum þar sem grunnframfærslan er 112.312 kr. og viðbótarlán vegna húsnæðiskostnaðar er 77.188 kr., sem gera samtals 189.500 kr. á mánuði. Í byrjun skólaársins þarftu að greiða 75 þúsund kr. í skrásetningargjöld og kaupa fjórar námsbækur sem eru sirka átta þúsund kr. hver sem gera 32 þúsund kr. Mánaðarleg húsnæðisleiga þín er 98.508 kr. Þú þarft að kaupa mat, dæmigert neysluviðmið félagsmálaráðuneytisins fyrir mánaðarlegum matartengdum útgjöldum fyrir einn bíllausan fullorðinn höfuðborgarbúa er 37.493 kr. Við skulum miða við þá upphæð. Án þess að taka saman húsnæðisbætur og útgjöld vegna heilsu, þjónustu, samgangna eða tómstunda þarftu að greiða rúmar 243 þúsund kr. í byrjun skólaársins sem gera 53.501 kr. umfram námslánið. Stúdent greiðir ekki mánaðarlega skrásetningargjöld og námsbækur svo sá liður er ekki alltaf til staðar. Hins vegar er hægt að bæta við þeim útgjöldum sem við tókum ekki fyrst saman, þ.e.a.s. gjöld vegna heilsu, þjónustu, samgangna eða tómstunda. Vonandi erum við á sömu blaðsíðu um að útgjöldin safnast fljótt saman og að grunnframfærsla námslána þarf að tryggja námsmönnum viðunandi kjör til að lifa mannsæmandi lífi. Grunnframfærsla framfærslulána er svo lág að stúdentar ná ekki framfleyta sér án þess að vinna samhliða námi. Með námslánakerfinu, eins og það er nú, er því verið að bjóða stúdentum upp á að koma sér í vítahring sem einkennist af því að þurfa að vinna fyrir sér þrátt fyrir að vera á framfærslulánum. Það kemur síðan í bakið á stúdentum, því frítekjumarkið refsar þeim sem hafa tekjur umfram 1.364.000 kr. á ári. 45% þeirra árlegu tekna sem eru umfram koma til frádráttar á námsláni. Lánsupphæðin, 189.500 kr., lækkar í takt við skerðinguna. Vegna skerðingarinnar þurfa stúdentar að vinna enn meira – vítahringurinn heldur áfram. Stúdentar á Íslandi eru einmitt í þeirri stöðu að það að vinna samhliða námi er venjan. Samkvæmt tölum EUROSTUDENT VII telja 72% íslenskra stúdenta að án vinnunar sinnar ættu þeir ekki efni á að vera í námi. Þeir vinna yfirleitt allt árið um kring og nýta einna helst sumarið til þess að vinna sér inn pening fyrir sumarið og komandi skólaári. Eitt af markmiðum Menntasjóðsins er að hvetja stúdenta til að ljúka námi á þeim tíma sem skipulag námsins segir til um. Með tilkomu námsstyrksins, sem veitir stúdentum 30% niðurfærslu á höfuðstóli námslánaskuldarinnar, ef nám er klárað á „réttum tíma“, er hvatinn myndaður. Þessu markmiði verður hins vegar ekki náð nema öruggt sé að stúdentar geti framfleytt sér meðan á námi stendur. Samkvæmt EUROSTUDENT VII, telja 25% íslenskra stúdenta vinnuna sína hafa áhrif á námsframvindu, 31% glíma við fjárhagslega erfiðleika og 43% eyða 40% eða meira af sínum mánaðarlegum tekjum í húsnæði. Fjárhagsörðugleikar og fjárhagsáhyggjur stúdenta eru hindranir sem koma í veg fyrir að stúdentar geti að stundað nám sitt sem skyldi, sem verður jafnvel til þess að stúdentar flosna upp úr námi, andlegri heilsu þeirra hraki – að stúdentar keyri sig út og missi móðinn. Krafan um hækkun grunnframfærslu framfærslulána er ekki ný og er eflaust fyrir sumum farin að hljóma eins og biluð plata. Raunin er sú að ár eftir ár hafa stúdentar krafist úrbóta í þessum málum, og ár eftir ár hafa sáralitlar breytingar orðið á grunnframfærslunni. Svo slæm er staðan að þega kom að endurskoðun námslánakerfisins þá óskuðu stúdentar eftir því að það yrði lögfest að stjórn Menntasjóðsins væri krafin um að endurskoða grunnframfærsluna árlega. Það er ekki nóg að endurskoða hana með tilliti til breytinga á vísitölu neysluverðs heldur þarf að endurskoða hana til að tryggja námsfólki mannsæmandi framfærslu. Nýtt ár þýðir nýjar úthlutunarreglur. Stúdentar skora á mennta- og menningarmálaráðherra að sýna stuðning í verki og veita námsfólki fjárhagslegt öryggi á nýju ári með því að hækka grunnframfærsluna. Samkvæmt lögum um Menntasjóðinn setur mennta- og menningarmálaráðherra nýjar úthlutunarreglur, að fengnum tillögum sjóðsstjórnar, eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Því hefur ráðherra 91 dag til að ná áramótaheitinu. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands og situr í stjórn Menntasjóðs námsmanna.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar