Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2020 13:50 AP/Mary Altaffer Öll viðskipti á bandarískum mörkuðum voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur, skömmu eftir að markaðir opnuðu í morgun. Um sjálfvirkt viðbragð við mikilli lækkun vísitala er að ræða en Dow vísitalan lækkaði um 2.250 stig eða 9,7 prósent áður en viðskiptin voru stöðvuð. Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði í gær stýrivexti sína niður í næstum ekkert og hét 700 milljarða dala innspýtingu í bandarískt efnahagslíf, um 95 þúsund milljarða króna, vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. Markmiðið var að draga úr áhrifum faraldursins á markaði en mikil lækkun hefur átt sér stað á verðbréfamörkuðum um heim allan á undanförnum dögum. Sjá einnig: Rauðar tölur í Kauphöllinni við opnun markaða Það sama var á teningnum fyrir viku síðan og þá voru viðskipti einnig stöðvuð. Það var þá í fyrsta sinn frá hruninu 2008. BREAKING: Dow plunges 2,250 points, 9.7%, as more of US economy shuts down because of coronavirus outbreak. Trading temporarily halted. https://t.co/1UKiBHyIzV— The Associated Press (@AP) March 16, 2020 Viðskipti voru einnig stöðvuð skömmu eftir opnun í brasilíu. Þá varð einnig mikil lækkun á mörkuðum í Asíu og í Evrópu í morgun. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar lækkuðu vísitölur í Evrópu og í Asíu um allt að tíu prósent og verð hráolíu sömuleiðis. Leiðtogar G7 ríkjanna munu ræða saman í dag um stöðuna og fjármálaráðherrar Evrópu eiga sömuleiðis í viðræðum um það hvernig grípa má til aðgerða og hjálpa efnahagskerfum í gegnum þessa erfiðu tíma. Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Öll viðskipti á bandarískum mörkuðum voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur, skömmu eftir að markaðir opnuðu í morgun. Um sjálfvirkt viðbragð við mikilli lækkun vísitala er að ræða en Dow vísitalan lækkaði um 2.250 stig eða 9,7 prósent áður en viðskiptin voru stöðvuð. Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði í gær stýrivexti sína niður í næstum ekkert og hét 700 milljarða dala innspýtingu í bandarískt efnahagslíf, um 95 þúsund milljarða króna, vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. Markmiðið var að draga úr áhrifum faraldursins á markaði en mikil lækkun hefur átt sér stað á verðbréfamörkuðum um heim allan á undanförnum dögum. Sjá einnig: Rauðar tölur í Kauphöllinni við opnun markaða Það sama var á teningnum fyrir viku síðan og þá voru viðskipti einnig stöðvuð. Það var þá í fyrsta sinn frá hruninu 2008. BREAKING: Dow plunges 2,250 points, 9.7%, as more of US economy shuts down because of coronavirus outbreak. Trading temporarily halted. https://t.co/1UKiBHyIzV— The Associated Press (@AP) March 16, 2020 Viðskipti voru einnig stöðvuð skömmu eftir opnun í brasilíu. Þá varð einnig mikil lækkun á mörkuðum í Asíu og í Evrópu í morgun. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar lækkuðu vísitölur í Evrópu og í Asíu um allt að tíu prósent og verð hráolíu sömuleiðis. Leiðtogar G7 ríkjanna munu ræða saman í dag um stöðuna og fjármálaráðherrar Evrópu eiga sömuleiðis í viðræðum um það hvernig grípa má til aðgerða og hjálpa efnahagskerfum í gegnum þessa erfiðu tíma.
Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent