Tilmæli ESB byggi ekki á vísindalegum grunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. mars 2020 12:30 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, við Ráðherrabústaðinn þar sem ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Vísir/Sigurjón Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. Forseti framkvæmdastjórnar ESB kallaði eftir því að ytri landamærum sambandsins yrði lokað og vildi fá aðildarríki Schengen, Ísland þar með talið, til að taka þátt í takmörkununum. Þetta segja íslensku ráðherrarnir tveir ekki byggja á heilbrigðis- eða vísindalegum grunni. Íslenskir ráðamenn funduðu um tilmæli ESB í utanríkisráðuneytinu í gær, með sendiherra ESB á Íslandi. Þar segjast Guðlaugur og Áslaug hafa komið á fram mótmælum við þessari tillögu en að þó sé ekki búið að taka formlega afstöðu til hennar. Guðlaugur Þór segir að hagsmunir Íslendinga, sem búa jú á eyju, séu fólgnir í því að hafa opnar flugleiðir. Þar að auki skorti vísindalegan grunn fyrir ákvörðun sem þessari. „Þetta er ekki byggt á bestu mögulegu heilbrigðisupplýsingum. Þetta hefur engin áhrif núna, eins og staðan er, en það er mjög erfitt að sjá nein haldbær rök fyrir því að fara þessa leið," sagðir Guðlaugur Þór að loknum fundi í ráðherrabústaðnum nú í hádeginu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.visir/vilhelm Áslaug Arna tekur í sama streng, tilmæli ESB um ferðabann séu ekki rökstudd með vísun til heilbrigðis- eða vísindalegra sjónarmiða. Íslensk stjórnvöld telji aftur á móti ábyrgt að fara að tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í þessum efnum. Áslaug segir að Ísland eigi nú í samskiptum við önnur ríki í svipaðri stöðu. Hún býst við því að formlegrar fyrirskipunar eða yfirlýsingar sé að vænta að loknum leiðtogafundi ESB í dag. Dagurinn verði því nýttur til að teikna upp mögulegar sviðsmyndir, viðbrögð og aðgerðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Ferðamennska á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28 Útlit fyrir 100 milljarða halla: „Þurfum að stíga stór skref núna“ Ríkissjóður gæti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt er að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti. 17. mars 2020 10:35 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. Forseti framkvæmdastjórnar ESB kallaði eftir því að ytri landamærum sambandsins yrði lokað og vildi fá aðildarríki Schengen, Ísland þar með talið, til að taka þátt í takmörkununum. Þetta segja íslensku ráðherrarnir tveir ekki byggja á heilbrigðis- eða vísindalegum grunni. Íslenskir ráðamenn funduðu um tilmæli ESB í utanríkisráðuneytinu í gær, með sendiherra ESB á Íslandi. Þar segjast Guðlaugur og Áslaug hafa komið á fram mótmælum við þessari tillögu en að þó sé ekki búið að taka formlega afstöðu til hennar. Guðlaugur Þór segir að hagsmunir Íslendinga, sem búa jú á eyju, séu fólgnir í því að hafa opnar flugleiðir. Þar að auki skorti vísindalegan grunn fyrir ákvörðun sem þessari. „Þetta er ekki byggt á bestu mögulegu heilbrigðisupplýsingum. Þetta hefur engin áhrif núna, eins og staðan er, en það er mjög erfitt að sjá nein haldbær rök fyrir því að fara þessa leið," sagðir Guðlaugur Þór að loknum fundi í ráðherrabústaðnum nú í hádeginu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.visir/vilhelm Áslaug Arna tekur í sama streng, tilmæli ESB um ferðabann séu ekki rökstudd með vísun til heilbrigðis- eða vísindalegra sjónarmiða. Íslensk stjórnvöld telji aftur á móti ábyrgt að fara að tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í þessum efnum. Áslaug segir að Ísland eigi nú í samskiptum við önnur ríki í svipaðri stöðu. Hún býst við því að formlegrar fyrirskipunar eða yfirlýsingar sé að vænta að loknum leiðtogafundi ESB í dag. Dagurinn verði því nýttur til að teikna upp mögulegar sviðsmyndir, viðbrögð og aðgerðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Ferðamennska á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28 Útlit fyrir 100 milljarða halla: „Þurfum að stíga stór skref núna“ Ríkissjóður gæti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt er að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti. 17. mars 2020 10:35 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
„Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43
Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28
Útlit fyrir 100 milljarða halla: „Þurfum að stíga stór skref núna“ Ríkissjóður gæti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt er að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti. 17. mars 2020 10:35