Er tími fjarvinnu runninn upp? Kristín I. Hálfdánardóttir skrifar 18. apríl 2020 14:00 Undanfarnar vikur hafa landsmenn uppgötvað ýmislegt merkilegt. Nú vita allir hvað Teams og Zoom er og flestir hafa lofsamað tímasparnaðinn sem fólginn er í því að þurfa hvorki að ferðast á né af fundum. Þar að auki lýkur fundum mun fyrr – við segjum það sem segja þarf og höldum svo áfram að vinna. Margir stjórnendur hafa tekið eftir því að fjarfundir gera fólki erfiðara að grípa fram í án þess að það sé augljóst. Þar af leiðandi eru fundirnir skilvirkari og stjórnendur fá meira út úr starfsmönnum sínum. Margir hafa nefnilega tekið eftir því að innhverfir starfsmenn blómstra á fjarfundum og tala öruggari heiman frá sér. Getur einmitt verið að tækifærið í Covid-krísunni sé að við gerum alvöru úr því að fjölga stöðugildum í fjarvinnu? Nú vitum við að þetta er hægt og við vitum líka að við getum náð frábærum árangri með því að vinna fjarri höfuðstöðvum (sérstaklega ef við erum ekki með börnin okkar á handleggnum og heimaskóla í gangi). Hugtakið fjarvinna kom fram á áttunda áratugnum í Bandaríkjunum og hefur þróast og breyst í takt við tækniframfarir síðustu fjóra áratugi. Hugmyndin virðist ekki hafa fest rætur á Íslandi fyrr en á tíunda áratug síðustu aldar og nú er lag að hrinda henni í framkvæmd. Undirrituð skrifaði síðasta vor lokaritgerð í viðskiptafræði um fjarvinnu á Íslandi. Litið var á fræðilega umræðu, fyrirliggjandi skýrslur, rannsóknir og umræðu í fjölmiðlum. Á sama tíma leitaðist höfundur við að svara spurningum um þróun hugtaksins og stöðu þess hér á Íslandi. Niðurstöðurnar voru skýrar. Í fyrsta lagi getur fjarvinna verið gagnleg leið fyrir stjórnendur til að gefa starfsmönnum betra jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Í öðru lagi geta fjarvinnustörf stuðlað að jákvæðri byggðaþróun og gefið háskólamenntuðu fólki möguleika á að gegna draumastarfinu sínu hvar á landinu sem það kýs að búa. Í þriðja lagi gefur fjarvinna fyrirtækjum tækifæri til að ráða það sérhæfða starfsfólk sem það vantar óháð búsetu. Síðast en ekki síst vilja öll fyrirtæki spara húsnæðiskostnað. Þannig hagnast allir á því að fjarvinna sé í boði í fyrirtækjum hvort sem um ræðir höfuðborgarsvæðið eða á landsbyggðinni. Ritgerðin leiddi í ljós ákveðna stöðnun bæði í umræðu og framkvæmd þessara mála hér á Íslandi. Hugmyndin hefur ekki að verulegu marki drifið frá kenningum og kosningaloforðum yfir í framkvæmd. Vitaskuld vinna fjölmargir landsmenn heima á hverjum degi án þess að það sé mælt. Stjórnvöld vilja stuðla að jákvæðri byggðaþróun og hafa oftar en einu sinni haft fjarvinnustörf sem verkefnismarkmið í byggðaáætlunum. Þrátt fyrir það vantar eftirfylgni og sérstaklega framkvæmd. Margt bendir því til þess að fjarvinna sé munaðarlaust fyrirbæri hér á landi en nú er tækifæri til aðgerða. Hversu mörg störf á landsbyggðinni verður hægt að búa til eftir heimsfaraldurinn, nú þegar við vitum að þetta er hægt? Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Byggðamál Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa landsmenn uppgötvað ýmislegt merkilegt. Nú vita allir hvað Teams og Zoom er og flestir hafa lofsamað tímasparnaðinn sem fólginn er í því að þurfa hvorki að ferðast á né af fundum. Þar að auki lýkur fundum mun fyrr – við segjum það sem segja þarf og höldum svo áfram að vinna. Margir stjórnendur hafa tekið eftir því að fjarfundir gera fólki erfiðara að grípa fram í án þess að það sé augljóst. Þar af leiðandi eru fundirnir skilvirkari og stjórnendur fá meira út úr starfsmönnum sínum. Margir hafa nefnilega tekið eftir því að innhverfir starfsmenn blómstra á fjarfundum og tala öruggari heiman frá sér. Getur einmitt verið að tækifærið í Covid-krísunni sé að við gerum alvöru úr því að fjölga stöðugildum í fjarvinnu? Nú vitum við að þetta er hægt og við vitum líka að við getum náð frábærum árangri með því að vinna fjarri höfuðstöðvum (sérstaklega ef við erum ekki með börnin okkar á handleggnum og heimaskóla í gangi). Hugtakið fjarvinna kom fram á áttunda áratugnum í Bandaríkjunum og hefur þróast og breyst í takt við tækniframfarir síðustu fjóra áratugi. Hugmyndin virðist ekki hafa fest rætur á Íslandi fyrr en á tíunda áratug síðustu aldar og nú er lag að hrinda henni í framkvæmd. Undirrituð skrifaði síðasta vor lokaritgerð í viðskiptafræði um fjarvinnu á Íslandi. Litið var á fræðilega umræðu, fyrirliggjandi skýrslur, rannsóknir og umræðu í fjölmiðlum. Á sama tíma leitaðist höfundur við að svara spurningum um þróun hugtaksins og stöðu þess hér á Íslandi. Niðurstöðurnar voru skýrar. Í fyrsta lagi getur fjarvinna verið gagnleg leið fyrir stjórnendur til að gefa starfsmönnum betra jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Í öðru lagi geta fjarvinnustörf stuðlað að jákvæðri byggðaþróun og gefið háskólamenntuðu fólki möguleika á að gegna draumastarfinu sínu hvar á landinu sem það kýs að búa. Í þriðja lagi gefur fjarvinna fyrirtækjum tækifæri til að ráða það sérhæfða starfsfólk sem það vantar óháð búsetu. Síðast en ekki síst vilja öll fyrirtæki spara húsnæðiskostnað. Þannig hagnast allir á því að fjarvinna sé í boði í fyrirtækjum hvort sem um ræðir höfuðborgarsvæðið eða á landsbyggðinni. Ritgerðin leiddi í ljós ákveðna stöðnun bæði í umræðu og framkvæmd þessara mála hér á Íslandi. Hugmyndin hefur ekki að verulegu marki drifið frá kenningum og kosningaloforðum yfir í framkvæmd. Vitaskuld vinna fjölmargir landsmenn heima á hverjum degi án þess að það sé mælt. Stjórnvöld vilja stuðla að jákvæðri byggðaþróun og hafa oftar en einu sinni haft fjarvinnustörf sem verkefnismarkmið í byggðaáætlunum. Þrátt fyrir það vantar eftirfylgni og sérstaklega framkvæmd. Margt bendir því til þess að fjarvinna sé munaðarlaust fyrirbæri hér á landi en nú er tækifæri til aðgerða. Hversu mörg störf á landsbyggðinni verður hægt að búa til eftir heimsfaraldurinn, nú þegar við vitum að þetta er hægt? Höfundur er viðskiptafræðingur.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun