Hefði lítið upp á sig að beina spjótum okkar að erlendum ferðamönnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2020 15:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segist telja að smithætta af Íslendingum sem koma hingað til lands sé mun meiri en af erlendum ferðamönnum með tilliti til kórónuveirunnar. Tölur yfir smitaða sýni fram á það. Þannig hefði það verið dýrt og hlotist af því lítill árangur að banna ferðamönnum að koma hingað til lands eða skikka þá í sóttkví, líkt og gilda mun um Íslendinga frá og með morgundeginum. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Tilkynnt var um það í morgun að frá og með morgundeginum, fimmtudaginum 19. mars, væri Íslendingum og öðrum með búsetu á Íslandi og koma til landsins skylt að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits til hvaðan þeir eru að koma. Undanþegnir þessu er flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa. Áður höfðu tilmæli um sóttkví við heimkomu aðeins gilt um nokkur lönd með mikla smithættu. Inntur eftir því af hverju þetta hefði verið ákveðið í morgun sagði Þórólfur að sýkingin væri í miklum vexti í flestum löndum. Rætt hefði verið hvort taka ætti eitt eða tvö lönd út fyrir sviga en á þessum tímapunkti væri skynsamlegt að líta svo á að veiran væri komin alls staðar. „Það er öryggisráðstöfun sem ég held að sé skynsamlegt að taka á þessum tíma.“ Ástralskur ferðamaður lést í fyrradag á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Hann reyndist smitaður af kórónuveirunni þótt að hann sýndi ekki einkenni Covid-19-sjúkdómsins.Vísir Eftir því sem áhættulöndum fjölgaði og fleiri Íslendingar skikkaðir í sóttkví var því ítrekað velt upp af hverju hið sama ætti ekki við um ferðamenn – og mjög hefur borið á þessum sömu vangaveltum nú. Þórólfur útskýrði enn einu sinni á upplýsingafundinum í dag af hverju ekki þætti skynsamlegt að setja erlenda ferðamenn í sóttkví við komuna hingað til lands. „Við teljum í fyrsta lagi að ferðamenn séu ekki eins smitandi fyrir Íslendinga eins og Íslendingarnir sjálfir, ástæðan er sú að ferðamenn koma hér og halda sig saman, kannski tveir eða þrír eða í minni hóp. Þeir blandast ekki Íslendingum mikið eins og Íslendingarnir sjálfir gera. Þannig að smithættan af þeim er að okkar mati miklu minni en af Íslendingum. Enda kemur það í ljós að það eru einungis tveir af þeim rúmlega tvö hundruð sem hafa greinst hér sem eru útlendingar og ferðamenn. Hitt voru allt Íslendingar sem komu til landsins og afleiddum sýkingum frá þeim,“ sagði Þórólfur. Þá kvað hann það ekki myndu skila neinum tilætluðum árangri að banna ferðamönnum að koma til landsins. „Þannig að ég held að það hafi verið rétt ákvörðun hjá okkur að vera ekki að beina spjótum okkar að erlendum ferðamönnum. Það hefði sennilega verið mikill kostnaður við það en árangurinn mjög lítill.“ Upplýsingafundinn vegna kórónuveiru sem haldinn var í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Varar eindregið við heimaprófum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. mars 2020 15:09 Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57 Svona var átjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til regulegs upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. mars 2020 13:31 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Sóttvarnalæknir segist telja að smithætta af Íslendingum sem koma hingað til lands sé mun meiri en af erlendum ferðamönnum með tilliti til kórónuveirunnar. Tölur yfir smitaða sýni fram á það. Þannig hefði það verið dýrt og hlotist af því lítill árangur að banna ferðamönnum að koma hingað til lands eða skikka þá í sóttkví, líkt og gilda mun um Íslendinga frá og með morgundeginum. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Tilkynnt var um það í morgun að frá og með morgundeginum, fimmtudaginum 19. mars, væri Íslendingum og öðrum með búsetu á Íslandi og koma til landsins skylt að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits til hvaðan þeir eru að koma. Undanþegnir þessu er flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa. Áður höfðu tilmæli um sóttkví við heimkomu aðeins gilt um nokkur lönd með mikla smithættu. Inntur eftir því af hverju þetta hefði verið ákveðið í morgun sagði Þórólfur að sýkingin væri í miklum vexti í flestum löndum. Rætt hefði verið hvort taka ætti eitt eða tvö lönd út fyrir sviga en á þessum tímapunkti væri skynsamlegt að líta svo á að veiran væri komin alls staðar. „Það er öryggisráðstöfun sem ég held að sé skynsamlegt að taka á þessum tíma.“ Ástralskur ferðamaður lést í fyrradag á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Hann reyndist smitaður af kórónuveirunni þótt að hann sýndi ekki einkenni Covid-19-sjúkdómsins.Vísir Eftir því sem áhættulöndum fjölgaði og fleiri Íslendingar skikkaðir í sóttkví var því ítrekað velt upp af hverju hið sama ætti ekki við um ferðamenn – og mjög hefur borið á þessum sömu vangaveltum nú. Þórólfur útskýrði enn einu sinni á upplýsingafundinum í dag af hverju ekki þætti skynsamlegt að setja erlenda ferðamenn í sóttkví við komuna hingað til lands. „Við teljum í fyrsta lagi að ferðamenn séu ekki eins smitandi fyrir Íslendinga eins og Íslendingarnir sjálfir, ástæðan er sú að ferðamenn koma hér og halda sig saman, kannski tveir eða þrír eða í minni hóp. Þeir blandast ekki Íslendingum mikið eins og Íslendingarnir sjálfir gera. Þannig að smithættan af þeim er að okkar mati miklu minni en af Íslendingum. Enda kemur það í ljós að það eru einungis tveir af þeim rúmlega tvö hundruð sem hafa greinst hér sem eru útlendingar og ferðamenn. Hitt voru allt Íslendingar sem komu til landsins og afleiddum sýkingum frá þeim,“ sagði Þórólfur. Þá kvað hann það ekki myndu skila neinum tilætluðum árangri að banna ferðamönnum að koma til landsins. „Þannig að ég held að það hafi verið rétt ákvörðun hjá okkur að vera ekki að beina spjótum okkar að erlendum ferðamönnum. Það hefði sennilega verið mikill kostnaður við það en árangurinn mjög lítill.“ Upplýsingafundinn vegna kórónuveiru sem haldinn var í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Varar eindregið við heimaprófum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. mars 2020 15:09 Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57 Svona var átjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til regulegs upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. mars 2020 13:31 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Varar eindregið við heimaprófum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. mars 2020 15:09
Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57
Svona var átjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til regulegs upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. mars 2020 13:31