Rúnar: Dreifðum vel úr okkur og pössuðum okkur að vera ekki nálægt hvor öðrum Anton Ingi Leifsson skrifar 19. mars 2020 12:15 s2s/skjáskot Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að Íslandsmeistararnir séu ekki hættir að æfa saman vegna samkomubannsins sem nú ríkir á Íslandi en liðið æfir í minni hópum; sex til sjö leikmenn saman og mikil áhersla sé lögð á líkamlega þáttinn. Rúnar var gestur Guðmundar Benediktssonar í Sportið í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en farið var um víðan völl í viðtalinu. Fyrst var rætt um samkomubannið og áhrif þess á fótboltann á Íslandi. „Þetta breytir öllum okkar undirbúningi og setur allt úr skorðum. Þjálfarar skipuleggja sig með það að leiðarljósi að vera klárir í fyrsta leik. Við áttum leik 13. apríl og svo 22. apríl í Pepsi-Max og lokamarkmiðið var að vera klárir á þeim tímapunkti,“ sagði Rúnar og hélt áfram: „Þetta breytist allt núna og við vitum ekki hvenær Íslandsmótið hefst. Við þurfum að breyta því hvernig við æfum og bíða og sjá hvenær þessu banni getur verið aflétt svo við getum allir farið að æfa saman. Þetta eru mjög erfiðir tímar og erfitt að skipuleggja sig.“ Klippa: Rúnar um æfingar KR í samkomubanninu „Við verðum að hlýða því sem er sagt og passa upp á samfélagið okkar. Það er það dýrmætasta í stöðunni í dag og við finnum alltaf út úr þessu þegar nær dregur.“ Rúnar segir að KR-ingar séu ekki hættir að æfa heldur æfa þeir í litlum hópum og sé mikil áhersla lögð á líkamlega þáttinn. „Við prófuðum okkur áfram í vikunni. Við vorum með sex leikmenn á æfingu á fullum fótboltavelli. Við dreifðum vel úr okkur og pössuðum okkur að vera ekki nálægt hvor öðrum. Við eyddum klukkutíma í að sparka löngum sendingum á milli og fá að snerta boltann.“ „Aðaláherslan var lögð á hlaup. Spretti og lengri hlaup og þessa úthaldsþjálfun sem við þurfum að sinna núna. Sú æfing hófst hálf níu að morgni og búinn hálf tíu. Svo kom næsti hópur klukkan tólf og svo sá Bjarni Guðjónsson um æfingu sem hófst klukkan fimm. Við skiptumst þessu niður á þrjár æfingar sama daginn. Við reyndum að fá það besta út úr æfingunni.“ Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að Íslandsmeistararnir séu ekki hættir að æfa saman vegna samkomubannsins sem nú ríkir á Íslandi en liðið æfir í minni hópum; sex til sjö leikmenn saman og mikil áhersla sé lögð á líkamlega þáttinn. Rúnar var gestur Guðmundar Benediktssonar í Sportið í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en farið var um víðan völl í viðtalinu. Fyrst var rætt um samkomubannið og áhrif þess á fótboltann á Íslandi. „Þetta breytir öllum okkar undirbúningi og setur allt úr skorðum. Þjálfarar skipuleggja sig með það að leiðarljósi að vera klárir í fyrsta leik. Við áttum leik 13. apríl og svo 22. apríl í Pepsi-Max og lokamarkmiðið var að vera klárir á þeim tímapunkti,“ sagði Rúnar og hélt áfram: „Þetta breytist allt núna og við vitum ekki hvenær Íslandsmótið hefst. Við þurfum að breyta því hvernig við æfum og bíða og sjá hvenær þessu banni getur verið aflétt svo við getum allir farið að æfa saman. Þetta eru mjög erfiðir tímar og erfitt að skipuleggja sig.“ Klippa: Rúnar um æfingar KR í samkomubanninu „Við verðum að hlýða því sem er sagt og passa upp á samfélagið okkar. Það er það dýrmætasta í stöðunni í dag og við finnum alltaf út úr þessu þegar nær dregur.“ Rúnar segir að KR-ingar séu ekki hættir að æfa heldur æfa þeir í litlum hópum og sé mikil áhersla lögð á líkamlega þáttinn. „Við prófuðum okkur áfram í vikunni. Við vorum með sex leikmenn á æfingu á fullum fótboltavelli. Við dreifðum vel úr okkur og pössuðum okkur að vera ekki nálægt hvor öðrum. Við eyddum klukkutíma í að sparka löngum sendingum á milli og fá að snerta boltann.“ „Aðaláherslan var lögð á hlaup. Spretti og lengri hlaup og þessa úthaldsþjálfun sem við þurfum að sinna núna. Sú æfing hófst hálf níu að morgni og búinn hálf tíu. Svo kom næsti hópur klukkan tólf og svo sá Bjarni Guðjónsson um æfingu sem hófst klukkan fimm. Við skiptumst þessu niður á þrjár æfingar sama daginn. Við reyndum að fá það besta út úr æfingunni.“
Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira