Var farinn að vona að Eurovison yrði frestað Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2020 12:15 Daði var á línunni frá Berlín í morgun. „Við vorum búin að gera okkur grein fyrir því að þetta væri svolítill möguleiki enda var búið að tala nokkuð mikið um þetta,“ segir Daði Frey í samtali við þá Gulla Helga og Heimi Karlsson í Bítinu í morgun. Þá var hann staddur í Berlín þar sem hann býr ásamt eiginkonu og barni. Í gær kom í ljós að búið væri að aflýsa Eurovision og því fer Daði Freyr og Gagnamagnið ekki út fyrir Íslands hönd til að flytja lagið Think about things í Rotterdam. „Maður var í raun meira að vona að keppninni yrði frestað en þetta er bara eins og það er og ekki stærsta vandamálið í heiminum í dag og ég er að koma frekar vel út úr þessu.“ Daða var spáð mjög góðu gengi í keppninni í ár og var á tíma spáð sigri samkvæmt veðbönkum. Keppnin verður haldin í Rotterdam að ári en spurningin hvort Daði komi fram fyrir Íslands hönd er ósvarað. „Ég geri ekki ráð fyrir því og veit ekki hvernig þetta verður gert. Það er bara eitthvað sem RÚV ákveður. Ég hef ekki fengið staðfestingu á neinu og í raun veit ég bara það sama og aðrir, það sem kemur fram í tilkynningu frá Eurovision.“ Hann segir að fjárhagslega tjónið í þessu sé eitthvað. Eitthvað fjárhagslegt tjón „Maður er búinn að setja smá í þetta og aðallega tíma sem ég lagði í þetta atriði. En ég er búinn að fá rosalega mikið út úr þessu og hef því ekkert allt of miklar áhyggjur og þetta borgaði sig alveg að taka þátt í þessu. Þetta er orðið allt annar leikvöllur fyrir mig núna. Ég er meira spilaður í Þýskalandi og Svíþjóð heldur en á Íslandi,“ segir Daði sem fær hálfa krónu á hverja spilun á Spotify. „Þetta er ekkert að gera mann moldríkan en eitthvað ágætis auka.“ Hann segir að í Berlín sé verið að loka öllu vegna kórónuveirunnar. „Það er búið að loka öllum börum og kaffihúsum en síðan á að fara lokum flestum búðum um helgina. Maður gengur inn að aftan í strætó og svona en maður sér úti að fólk er mismeðvitað um stöðuna,“ segir Daði sem hefur ekki ákveðið sig hvort hann sendi aftur inn lag í Söngvakeppnina í haust. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eurovisionaðdáendur krýna Daða sigurvegara keppninnar Tilkynnt var í dag að Eurovision keppnin yrði ekki haldin í ár vegna kórónuveirufaraldursins en Eurovisionaðdáendur hafa leitað á samfélagsmiðla til að kalla eftir því að Daði og Gagnamagnið vinni keppnina sjálfkrafa. 18. mars 2020 18:16 Íslendingar í molum: „Þessi veira má nú alveg fara rakleiðis í rassgat“ Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 15:44 Liggur ekki fyrir hvort Daði keppi fyrir Íslands hönd 2021 „Okkar viðbrögð eru bara að við erum jafn leið yfir þessu og aðrir og höfum séð yfirlýsinguna frá EBU eins og aðrir.“ 18. mars 2020 14:43 Eurovision aflýst Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 13:36 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira
„Við vorum búin að gera okkur grein fyrir því að þetta væri svolítill möguleiki enda var búið að tala nokkuð mikið um þetta,“ segir Daði Frey í samtali við þá Gulla Helga og Heimi Karlsson í Bítinu í morgun. Þá var hann staddur í Berlín þar sem hann býr ásamt eiginkonu og barni. Í gær kom í ljós að búið væri að aflýsa Eurovision og því fer Daði Freyr og Gagnamagnið ekki út fyrir Íslands hönd til að flytja lagið Think about things í Rotterdam. „Maður var í raun meira að vona að keppninni yrði frestað en þetta er bara eins og það er og ekki stærsta vandamálið í heiminum í dag og ég er að koma frekar vel út úr þessu.“ Daða var spáð mjög góðu gengi í keppninni í ár og var á tíma spáð sigri samkvæmt veðbönkum. Keppnin verður haldin í Rotterdam að ári en spurningin hvort Daði komi fram fyrir Íslands hönd er ósvarað. „Ég geri ekki ráð fyrir því og veit ekki hvernig þetta verður gert. Það er bara eitthvað sem RÚV ákveður. Ég hef ekki fengið staðfestingu á neinu og í raun veit ég bara það sama og aðrir, það sem kemur fram í tilkynningu frá Eurovision.“ Hann segir að fjárhagslega tjónið í þessu sé eitthvað. Eitthvað fjárhagslegt tjón „Maður er búinn að setja smá í þetta og aðallega tíma sem ég lagði í þetta atriði. En ég er búinn að fá rosalega mikið út úr þessu og hef því ekkert allt of miklar áhyggjur og þetta borgaði sig alveg að taka þátt í þessu. Þetta er orðið allt annar leikvöllur fyrir mig núna. Ég er meira spilaður í Þýskalandi og Svíþjóð heldur en á Íslandi,“ segir Daði sem fær hálfa krónu á hverja spilun á Spotify. „Þetta er ekkert að gera mann moldríkan en eitthvað ágætis auka.“ Hann segir að í Berlín sé verið að loka öllu vegna kórónuveirunnar. „Það er búið að loka öllum börum og kaffihúsum en síðan á að fara lokum flestum búðum um helgina. Maður gengur inn að aftan í strætó og svona en maður sér úti að fólk er mismeðvitað um stöðuna,“ segir Daði sem hefur ekki ákveðið sig hvort hann sendi aftur inn lag í Söngvakeppnina í haust.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eurovisionaðdáendur krýna Daða sigurvegara keppninnar Tilkynnt var í dag að Eurovision keppnin yrði ekki haldin í ár vegna kórónuveirufaraldursins en Eurovisionaðdáendur hafa leitað á samfélagsmiðla til að kalla eftir því að Daði og Gagnamagnið vinni keppnina sjálfkrafa. 18. mars 2020 18:16 Íslendingar í molum: „Þessi veira má nú alveg fara rakleiðis í rassgat“ Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 15:44 Liggur ekki fyrir hvort Daði keppi fyrir Íslands hönd 2021 „Okkar viðbrögð eru bara að við erum jafn leið yfir þessu og aðrir og höfum séð yfirlýsinguna frá EBU eins og aðrir.“ 18. mars 2020 14:43 Eurovision aflýst Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 13:36 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira
Eurovisionaðdáendur krýna Daða sigurvegara keppninnar Tilkynnt var í dag að Eurovision keppnin yrði ekki haldin í ár vegna kórónuveirufaraldursins en Eurovisionaðdáendur hafa leitað á samfélagsmiðla til að kalla eftir því að Daði og Gagnamagnið vinni keppnina sjálfkrafa. 18. mars 2020 18:16
Íslendingar í molum: „Þessi veira má nú alveg fara rakleiðis í rassgat“ Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 15:44
Liggur ekki fyrir hvort Daði keppi fyrir Íslands hönd 2021 „Okkar viðbrögð eru bara að við erum jafn leið yfir þessu og aðrir og höfum séð yfirlýsinguna frá EBU eins og aðrir.“ 18. mars 2020 14:43
Eurovision aflýst Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 13:36