Gleymd og illa geymd Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 19. mars 2020 16:00 Á tímum sjúkdóma og alvarlegra efnahagsþrenginga er auðvelt að gleyma þeim sem geymd eru á bak við lás og slá, ósýnileg samfélaginu á meðan þau taka út refsingu sína. En þetta fólk hefur allt tilfinningar, á fjölskyldu fyrir utan, börn jafnvel og því gríðarlegar áhyggjur. Gleymum ekki þessu fólki. Þegar neyðarstigi var lýst yfir vegna COVID-19 veirunnar var um leið lýst yfir neyðarstigi í fangelsum landsins. Í því fólst að allar heimsóknir voru bannaðar, öll leyfi felld niður, sendingar til þeirra sem afplána voru afþakkaðar og öll starfsemi sem miðar að betrun dróst verulega saman. Vistin varð að einangrun, þrátt fyrir að ýmislegt sé reynt að gera nú til að stytta þeim stundir. Tæplega fjögur þúsund Íslendingar eru í sóttkví sem stendur. Flestir þeirra eru á heimilum sínum og með flest það sem þeir þarfnast. En það er ekki auðvelt að vera sviptur frelsi. Þetta þekkja þau vel sem þurft hafa að greiða samfélaginu gjald með frelsi sínu eftir niðurstöðu dómstóla. Þeirri frelsissviptingu fylgir svipting ýmissa undirstöðuþátta sem telst nauðsynlegir í almennu lífi. Við hjá Afstöðu höfum á undanförnum vikum vaðið upp að eyrum í erindum fanga í afplánun, fyrrverandi fanga og fólk á leið í fangelsi. Ekki síður höfum við sinnt óþrjótandi erindum sem varða fjölskyldur og börn fanga og þá skerðingu sem nú hefur verið gerð á málefnum þeirra. Aðstandendur og börn fanga eru aðilar sem gleymast án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Sökum þessarar miklu vinn hefur Afstaða þurft að forgangsraða og félagið á erfitt með að sinna öllu því sem þörf er á. Fólk í fangelsum er fólk, ekki bara fangar, og þegar illa árar gleymist það frekar en ella. Þegar flest allt hefur verið tekið frá þeim með frelsissviptingu bætast við verulegar þrengingar sem gera vistina verri. Þrengingarnar inni í fangelsi sýna sig loks úti í samfélaginu þegar vistinni lýkur. Því miður er ekki hægt að hringja beint í þau sem afplána í lokuðum fangelsum en Afstaða hvetur aðstandendur og vini til að hringja, skilja eftir skilaboð og biðja um að viðkomandi hringi til baka. Nú fá fangar í lokuðum fangelsum að hringja gjaldfrjálst sem skiptir afskaplega miklu máli. Að fá skilaboð frá vinum og ættingjum getur gert kraftaverk fyrir frelsissvipta einstaklinga, þannig sjá þeir að heimurinn hefur ekki gleymt þeim. Afstaða hvetur um leið fólk og fyrirtæki til að gefa fangelsum landsins gaum, senda bækur og tímarit og kannski bara sælgæti eða matargjafir. Ein kilja, páskaegg og gæðakaffi getur orðið til þess að lyfta lund fólks sem mætir endalausu mótlæti. Félagið tekur á móti gjöfum frá fólki og fyrirtækjum og kemur þeim til skila í fangelsin í grennd við höfuðborgarsvæðið. Strangar reglur gilda um sendingar í fangelsin og getur það því tekið um nokkra daga að koma þeim í fangelsin. Við erum einnig í góðum samskiptum við fangelsin á Kvíabryggju og Akureyri og finnum lausn á því hvernig hægt er að færa vistmönnum þar gjafir. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á tímum sjúkdóma og alvarlegra efnahagsþrenginga er auðvelt að gleyma þeim sem geymd eru á bak við lás og slá, ósýnileg samfélaginu á meðan þau taka út refsingu sína. En þetta fólk hefur allt tilfinningar, á fjölskyldu fyrir utan, börn jafnvel og því gríðarlegar áhyggjur. Gleymum ekki þessu fólki. Þegar neyðarstigi var lýst yfir vegna COVID-19 veirunnar var um leið lýst yfir neyðarstigi í fangelsum landsins. Í því fólst að allar heimsóknir voru bannaðar, öll leyfi felld niður, sendingar til þeirra sem afplána voru afþakkaðar og öll starfsemi sem miðar að betrun dróst verulega saman. Vistin varð að einangrun, þrátt fyrir að ýmislegt sé reynt að gera nú til að stytta þeim stundir. Tæplega fjögur þúsund Íslendingar eru í sóttkví sem stendur. Flestir þeirra eru á heimilum sínum og með flest það sem þeir þarfnast. En það er ekki auðvelt að vera sviptur frelsi. Þetta þekkja þau vel sem þurft hafa að greiða samfélaginu gjald með frelsi sínu eftir niðurstöðu dómstóla. Þeirri frelsissviptingu fylgir svipting ýmissa undirstöðuþátta sem telst nauðsynlegir í almennu lífi. Við hjá Afstöðu höfum á undanförnum vikum vaðið upp að eyrum í erindum fanga í afplánun, fyrrverandi fanga og fólk á leið í fangelsi. Ekki síður höfum við sinnt óþrjótandi erindum sem varða fjölskyldur og börn fanga og þá skerðingu sem nú hefur verið gerð á málefnum þeirra. Aðstandendur og börn fanga eru aðilar sem gleymast án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Sökum þessarar miklu vinn hefur Afstaða þurft að forgangsraða og félagið á erfitt með að sinna öllu því sem þörf er á. Fólk í fangelsum er fólk, ekki bara fangar, og þegar illa árar gleymist það frekar en ella. Þegar flest allt hefur verið tekið frá þeim með frelsissviptingu bætast við verulegar þrengingar sem gera vistina verri. Þrengingarnar inni í fangelsi sýna sig loks úti í samfélaginu þegar vistinni lýkur. Því miður er ekki hægt að hringja beint í þau sem afplána í lokuðum fangelsum en Afstaða hvetur aðstandendur og vini til að hringja, skilja eftir skilaboð og biðja um að viðkomandi hringi til baka. Nú fá fangar í lokuðum fangelsum að hringja gjaldfrjálst sem skiptir afskaplega miklu máli. Að fá skilaboð frá vinum og ættingjum getur gert kraftaverk fyrir frelsissvipta einstaklinga, þannig sjá þeir að heimurinn hefur ekki gleymt þeim. Afstaða hvetur um leið fólk og fyrirtæki til að gefa fangelsum landsins gaum, senda bækur og tímarit og kannski bara sælgæti eða matargjafir. Ein kilja, páskaegg og gæðakaffi getur orðið til þess að lyfta lund fólks sem mætir endalausu mótlæti. Félagið tekur á móti gjöfum frá fólki og fyrirtækjum og kemur þeim til skila í fangelsin í grennd við höfuðborgarsvæðið. Strangar reglur gilda um sendingar í fangelsin og getur það því tekið um nokkra daga að koma þeim í fangelsin. Við erum einnig í góðum samskiptum við fangelsin á Kvíabryggju og Akureyri og finnum lausn á því hvernig hægt er að færa vistmönnum þar gjafir. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun